Andvari - 01.01.1940, Qupperneq 74
70
Jóhann Sæmundsson
andvari
Hafa margir amazt mjög við neyzlu mjölmatar og sykurs
á. síðari árum af þessum sökum, en þess skal getið, að kol-
vetnin eru jafnan ódýrasta fæðan, sem völ er á, auðmelt, og
góður og fljótvirkur orkugjafi. Er því full ástæða til þess
að inæla með þeim sem fæðu, sé þess gætt, að B-bætiefna-
þörfinni sé fullnægt samtímis, en eðlilegast er að gera það
með því, að neyta kornvöru þar sem hýðið er látið fylgja
fræhvítunni.
Tvímælalaust á að líta á bætiefnin sem næringarefni, er
neyta beri í daglegu fæði, en ekki sem lyf, og er tæplega
erfiðleikum bundið að fullnægja þessum þörfum líkamans.
En til þess verður fæðan að vera fjölbreytt og skynsanilega
valin. Erlendir heilsufræðingar í ýmsum löndum hafa þegar
rannsakað, hvernig fæði á að vera samsett, til þess að heil-
brigði almennings sé ekki hætta búin af því.
Má nefna slíkt fæði heilsuverndarfæði.
Hefir mikið starf verið unnið víða til þess að rannsaka
fæði almennings og bæta úr göllum þess með leiðbeiningum
og fræðslu.
Hér á landi hefir nýlega verið hafizt handa um matvæla-
og manneldis-rannsóknir, í smáum stíl að vísu, og er enn
algerlega í óvissu, hvað þær kunna að leiða í ljós.
1 grein þessari hefir því ekki verið unnt að tilgreina niður-
stöður innlendra rannsókna, nema á örfáum fæðutegundum.
og eigi er heldur hægt að segja að svo komnu, í hverju fseði
íslendinga kunni að vera áfátt.
Norskur heilsufræðingur, prófessor Schiötz, telur æskilegt.
að kjarninn í almennu fæði sé þessi að meðaltali á dag:
Mjóllc........................... 500 grömm
Ostur ............................ 30 —
Smjör............................. 30 —
Kjöt ............................ 60 —
Fiskur ........................... 60 —
Brauð (úr óhýddu korni) ......... 300 —
Kartöflur ....................... 350 —
Grænmeti ........................ 150 —