Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1940, Page 84

Andvari - 01.01.1940, Page 84
80 Björn GuSfinnsson andVaM III. Þau dæmi lélegrar þýðingar, sem sýnd hafa verið hér að framan, ættu að nægja til þess að gefa mönnum nokkra Iiugmynd um, hve bágborið ástandið er í þessum efnuin. Þo má enginn ætla, að þetta sé lakasta þýðingin, sem birzt hefur hér á síðustu árum. Því fer fjarri. Eðlilegt virðist og sjálfsagt, að slíkar sorpþýðingar, sem eru beint tilræði við íslenzkt mál, sættu harðri gagnrýni og ættu skammt líf og illt fyrir höndum. Svo er þó ekki. Sjaldn- ast er á þær minnzt. Þó getur komið fyrir, að góðkunningi þýðandans hripi nokkrar línur og birti í einhverju dagblað- anna, og er það þá tíðast lof eitt og ekki numið við nögk Ströng, fræðileg gagnrýni á þýðingum er ekki til hér á landi. Af því leiðir óhjákvæmilega tvennt: í fyrsta lagi það, að góður þýðandi fær ekki verðskuldaða viðurkenningu fyrir starf sitt og það ber minni árangur en æskilegt væri, í öðru lagi hitt, að slæmur þýðandi fær ekki maklega ráðningu> en getur haldið áfram menningarfjandsamlegu athæfi sínu í næði. Þessu verður að breyta tafarlaust. Látum hinn mál' haga og vandvirka þýðanda skipa þann sess, sem honum ber, svo að áhrifa hans gæti frekar en nú er. Við höfum ekki efni á að þegja hann í hel. En ráðumst hins vegar hlífðarlaust að málspillinum og bögubósanum, sem virðist nú vera að magna þann seið að íslenzku máli, sem vel getu1 orðið því að fjörtjóni. Drögum belg á haus seiðskratta þenn og biðjurn þess, að hann þrífist aldrei. Með strangri gagnrýni má kippa mörgu í lag. Hún e1 rnikið vopn og biturlegt og gott til sóknar, ef vel er á haldið- Ekki er með öllu óhugsandi, að slík gagnrýni gæti leitt til þess, að einhverjir þeirra manna, sem bornir hafa verið á skildi oflofs og vígorða upp að hásæti íslenzkra þýðenda, yrðu að þoka fyrir öðrum, sem hljóðara hefur verið uiu, en heldur verður að telja ólíklegt, að íslenzkar landvættn fældust af þeim sökum. En málrýnandinn þarf að eiga völl til víga. Hann verður að hafa gott olnbogarúm og frjálsar hendur til þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.