Andvari - 01.01.1940, Side 92
88
Jónas Jónsson
andvari
Rannsóknarnefndin ætlar að leita eftir vatni og gufu með
litla bornum, en nota hinn stærri þar sem árangur er feng-
inn og þörf á miklu vatni eða gufu. Nú í sumar lét nefndin
grafa með litla bornum fyrir Ingimar Sigurðsson í Fagra-
hvammi í Ölfusi. Vildi svo til, að fyrsti árangur kom í ljós
sama dag og faðir Ingimars, Sigurður búnaðarmálastjóri,
var jarðsettur. Byrjaði þá að streyma úr borholunni svo
mikið af sjóðheitu vatni, að það samsvaraði því, að bónd-
inn í Fagrahvammi fengi sér afhenta til afnota endurgjalds-
laust eina smálest af kolum hvern dag ársins. Síðar kom
upp úr holunni svo mikil gufa, að ekki var hægt að vinna
við borunina, nema með meiri umbúnaði og tilkostnaði.
Undir kringumstæðum eins og þeim, sem hér er sagt frá,
er eðlilegt að halda áfram borun með stærri og dýrari tækj-
um, þar sem fyrirfram er sannað, að til mikils er að vinna.
Frá Fagrahvammi var litli borinn fluttu til Akureyrar og
mun verða leitað að vatni og gufu á allmörgum stöðum í
Eyjafirði. En á Suðurlandi bíða margir eftir því, að hægt
verði að leita í löndum þeirra eftir svipuðum auði eins og
þeim, sem tókst að finna í Fagrahvammi.
Rannsóknarnefndin og framkvæmdarstjóri hennar eiga
fyrir höndum geysimikið verkefni. ísland og hafið í kring
um landið eru full af margvíslegum auðlindum. Flestar
þeirra hafa elcki verið notaðar nema að litlu leyti, enn sem
komið er. Það þarf að leita að mörgum þessum auðlindum,
prófa þær með vísindalegri tækni og kenna þjóðinni að nota
þær. Eftir því sem við verður komið hér á landi, má segja,
að rannsóknarnefndin hafi góða aðstöðu til starfa. Hún er
skipuð með góðu samkomulagi þriggja flokka. Nefndar-
menn eru úr þessum þrem flokkum, en starfa þó ópólitískt
að öllum málum. Framkvæmdarstjórinn er athafnamaður
um flesta hluti, nema landsmálabaráttuna. Hana lætur hann
ckki til sín taka. Rannsóknarnefndin hefir þann stuðning
af stjórnmálaflokkum sem mestan má hafa, án þess að þeim
stuðningi fylgi neinn reipdráttur og átök um nienn og mál-
efni, sem oft eru til tjóns í samstarfi flokka. Þá fær neíndin