Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 93
andvari
Rannsóknarnefnd ríkisins
89
til yfirstjórnar það fullkomnasta verkstæði til fræðilegra
rannsókna, sem þjóðin hefir eignazt fram að þessu. Og að
lokum fær nefndin væntanlega að mestu eða öllu í sínar
hendur þriðjung af tekjum menningarsjóðs, sem verja skal
til vísindaiðkana. Auk þess þarf nefndin vafalaust að hafa
nokkurt fé handa milli til áhaldakaupa og tilrauna með ný
tæki, eins og sjá má af frásögninni um „litla borinn“, sem
sýnilega er mikill hagur fyrir þjóðina að hafa keypt og
notað til að grafa eftir fólgnum auði.
Vafalaust verður þetta meginstarf nefndarinnar, og það
er ekki lítið. Hún hefir með höndum yfirstjórn allra nátt-
úrufræðirannsókna í landinu. Á vegum hennar munu starfa
margir menn, sumpart í rannsóknarstofu atvinnuveganna,
sumpart á ferðum út um land, eða við hin ýmsu, nýju vinnu-
tæki, sem nefndin kennir þjóðinni að nota. En þegar friður
er á kominn, mun aftur verða hingað allmikil sókn erlendra
manna til að athuga náttúru landsins og auðsuppsprettur.
Sumir þeirra munu Vera æfintýramenn, eins og „barón“ sá,
sem fyrr er frá sagt. Fleiri munu þó koma, sem ástæða er
að taka vel og unna samstarfs við íslenzka náttúrufræðinga.
tn munurinn verður aðeins sá, að nú verða hinir útlendu
menn að fá leyfi íslenzkra stjórnarvalda til að stunda hér
rannsóknir, og hlíta húsbóndavaldi rannsóknarnefndar um
tilhögun rannsókna sinna og það, hversu þeir birta úrslit
sín. Á þann hátt getur þátttaka hinna erlendu manna verið
framkvæmd á þann hátt, að hún verði þjóðinni í einu til
8ngns og sæmdar. Það má segja, að skipun rannsóknarnefnd-
ar hafi verið í því fólgin að flytja stjórn og forstöðu ís-
lenzkra náttúruvísinda frá útlöndum og úr höndum útlend-
inga heim til íslands og undir alíslenzka forustu og yfirráð.
Rannsóknarnefnd ríkisins mun vafalaust hafa yfirumsjón
nieð því, að birtar verði í vísindatímaritum nábúaþjóðanna
glöggar skýrslur um þær nýjungar, sem kunna að vera
gerðar hér á landi á hennar vegum. En það er jafnframt
skoðun mín, að nefndin ætti að fylgja fornri venju frá tím-
um Þorvaldar Thoroddsens og Bjarna Sæmundssonar og birta