Andvari - 01.01.1940, Page 94
90
Rannsóknarnefnd ríkisins
ANDVABl
árlega yfirlitsskýrslu í Andvara um allt starf hennar á und-
angengnu ári. Með þeim hætti fær þjóðin á hverjum tíma
glögga vitnesku um þá merkilegu leit, sem rannsóknar-
nefndin á að stýra. Tilgangur þeirrar leitar á að vera að
uppgötva meira og meira af gæðum landsins þjóðinni til hags-
bóta og kenna landsmönnum að nota á skynsamlegan hátt
allar þær auðsuppsprettur, sem landið getur veitt börnum
sínum. En auk hins hagnýta í rannsóknunum á náttúru
landsins, er það metnaður þjóðarinnar, að allar fræðilegar
rannsóknir á eðli ættjarðarinnar verði annað hvort fram-
kvæmdar af íslendingum eða gerðar undir þeirra umsjón
og húsbóndavaldi.
Þegar hinn nafntogaði „barón“ kom til landsins og þótt-
ist fær um að útvega þjóðinni margar milljónir að láni, ef
hann mætti leika lausum hala með málmvinnslu úr tilteknu
fjalli á Vesturlandi, hafði þessi maður að vísu engin fjárráð
og vildi aðeins hafa nafn landsins sem agn í fjárhættuspili
sínu erlendis. En vel má vera, að þjóðin eignist með tíð og
tima margar milljónir fyrir störf rannsóknarnefndar ríkis-
ins. Og þessi nefnd var mynduð og sett til starfa, til þess að
íslendingar þyrftu ekki lengur að vera eins konar hús-
mennskumenn hjá útlendingum, að því er snerti rannsókn
á gildi og gæðum þeirra eigin lands. Þannig geta lítil og ó-
merkileg atvik hrundið áleiðis stórum málum og mikluin
nýjungum. Rannsóknarnefnd ríkisins er eilt af þeim dæni-
um, sem sanna þessa staðreynd.