Andvari - 01.01.1940, Side 101
andvari
Finnland
97
lagðar um landið þvert og endilangt. Iðnaðurinn blómgað-
ist. Stór svæði, sem áður voru óbyggð, voru rudd og rækt-
uð. Fólkinu fjölgaði geysiört og bæirnir uxu með feikna
hraða, einkum Helsingfors, sem Rússakeisari gerði að höfuð-
borg landsins. Áður hafði Ábo verið stjórnarsetur. Finn-
ar tóku nú að leggja mikla alúð við sögu sína og bókmenntir
og finnskan, sem er öllum tungum ríkari af þjóðkvæðum
°g þjóðsögum, varð mörgum fræðimönnum rannsóknarefni.
Allir kannast við hin fögru finnsku þjóðkvæði, sem safnað
befir verið saman í Kalevala og' Kanteletar, sem nefna má
eddur Finnlands. Finnskan varð eitt af mestu bókmennta-
niálum Norðurálfunnar og finnskir rithöfundar hafa auðg-
að hana með fjölda ágætra slcáldsagna og Ijóða. Frægustu
finnsku skáldin á 19. öld eru þeir Cajander og Johani Aho.
bess ber að geta, að hinir sænskumælandi Finnar létu ekki
sitt eftir liggja á sviði bókmennta og lista. Höfuðslcáld þeirra,
Topelius og Runeberg, hafa víðfrægt hið fræga þúsundvatna-
land í söngvum og sögum. Einkum hafa Ijóð Runebergs um
vörn Finna gegn Rússum 1808 orðið heimsfræg. Nokkur
þeirra, t. d. Stúlkan í kotinu og Hermaðurinn í valnum, hafa
verið þýdd á íslenzku og hafa átt meiri þátt en nokkuð annað
í því að vekja hjá oss samúð með Finnum og frelsisbaráttu
þeirra. „Sænskur söngsvanur er Runeberg og verður sænsk-
ur, meðan Finnlendingurinn er sænskur og sænsk tunga
hljómar honum í eyrum“ hefir eitt af stórskáldum Svía
sagt. En ljóð Runebergs eru nú fyrir löngu orðin alþýðu-
eign og þýdd á finnsku. Á 19. öld tók alþýðumenntun í
binnlandi risavöxnum framförum. Allir lærðu að lesa og
skrifa, skólar þutu upp í landinu og um síðustu aldamót
niun Finnland hafa staðið Svíþjóð og Danmörku fullkom-
lega jafnfætis í alþýðumenntun. En með aukinni alþýðu-
menntun þokaði sænskan meir og meir fyrir finnskunni. Svo
er talið, að um 1800 hafi nærfellt þriðjungur af ibúum Finn-
iands verið sænskumælandi. íbúatala Finnlands hefir nær
fimmfaldast síðan, en aðeins %o af landsmönnum eru nú
Svíar. Finnum hefir fjölgað svo geysiört, en sænskumælandi
7