Andvari - 01.01.1940, Síða 102
98
Baldur Bjarnason
andvahi
Finnum lítið, og mörg héruð, sem áður voru sænsk, hafa
tekið upp finnska tungu.
Rússastjórn styrkti mjög baráttu Finna á móti sænsk-
unni, því að hún leit svo á, að öruggasta ráðið til að halda
Finnlandi væri að eyða þar sænskum áhrifum. En Rússar
vissu ekki, hvílíkur lífskraftur bjó í finnsku þjóðinni. í
Finnland reis brátt upp finnslcumælandi borgarastétt, skip-
uð iðnrekendum og stórkaupmönnum, og þessi borgarastétt
varð miklu auðugri og harðari í horn að taka en liinar
gömlu og hámenntuðu sænsku yfirstéttir. Óhindrað af Rússa-
stjórn myndaðist svo í landinu mjög öflug verklýðshreyfing
og samvinnuhreyfing. Samhliða þessu döfnuðu vestrænar
lýðveldisskoðanir við háskólann í Helsingfors og alþýðu-
skólana finnsku. Það var engu líkara en að hið litla Finn-
land væri að verða liinu stóra Rússlandi ofurefli i menn-
ingarlegu tilliti. Finnskir vísindamenn vörpuðu ljóma vest-
rænnar hámenningar yfir hið áður óþekkta land. Tónsnill-
ingar eins og Merikanto og Sibelius létu tóna þúsundvatna-
landsins með skógunum miklu óma í hljómlistarsölum Ev-
rópu. Það er sennilegt, að engin smáþjóð í Evrópu hafi tekið
slíkum risaframförum í menningarlegu tilliti eins og Finnar
á 19. öld, enda óx þjóðarmetnaður Finna svo mjög, að keis-
arastjórninni í Pétursborg fór að standa geigur af. í lok 19-
aldar hóf keisarastjórnin mikla herferð á móti finnskn
menningu og frelsishreyfingu Finna. Skólum var lokað,
reynt var að troða rússnesku upp á finnsku þjóðina og
svipta finnska þingið öllum ráðum. En Robrikoff, landstjón
keisarans í Finnlandi, ríkti um aldamótin sem einvaldur
væri. En þegar Rússar biðu ósigurinn mikla fyrir Japönuin
1904—1905, losnuðu úr læðingi öll þau byltingaröfl, seiu
til voru í Rússlandi. Allt komst í uppnám og að lokum hófst
borgarastyrjöld. Að vísu tókst keisaranum að friða landið,
en á meðan á óeirðunum stóð í Rússlandi, notuðu Finnar
tækifærið og rifu sig undan kúgunarvaldi keisarastjórnar-
innar. Robrikoff hafði verið myrtur, þegar fyrstu fregnirn-
ar bárust til Finnlands um ófarir Rússa í Asíu. Síðan þving'