Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 87
[vaka]
BAUGABROT.
293
á litið. Vatnið, sem gyrti húsin og búðiínar í Lundún-
um, hefir ef nokkuð var aukið á töfra þeirra og furðu-
fegurð. Því að eins og katólski presturinn í sögunni
sagði: ,,Vín er gott með hverju sem er nema vatni“, og
eftir likri reglu er vatn gott með hverju sem er nema
vini.
[Eftir G. K. Ghesterton. — G'. F. þýddi.]
MÁLAÐ ANDLIT.
Um daginn hitti ég á götu unga slúlku, sem mér
fyrir skemmstu hafði virzt hreinn og beinn telpu-
hnokki. En frá því síðast, er ég sá hana, hafði hún
tekið þetta líka litla stökk, sem manni þykir svo undra-
vert og kemur manni i hálfgerð vandræði, frá stálpuðu
barni til fullkomins kvenlegs þroska. Það hefði ekki
þótt neitt undarlegt, þó ég hefði kysst hana á götunni,
þegar ég sá hana siðast. En nú datt mér ekki frekar í
hug að kyssa hana en að blístra yfir þvera götuna til
biskupsins af Kantaraborg, ef ég hefði séð þeim höfð-
ingja bregða þar fyrir. Var líkast því sem hún hefði
þanið vænginn og væri flogin burt úr hreiðrinu. Hún
var nú ekki lengur barn; hún var fullorðinn kvenmað-
ur. Ég var að reyna að haga orðum mínurn, þó mér
tíekizt það hálf-klaufalega, eftir hennar nýja manni; og
þegar við skildumst, tók ég heldur dýpra ofan en ég er
vanur.
En það, sem mér þótti markverðast við stúlkuna og
kom mér til að l'ara að skrifa um hana, var þó þetta:
ég sá, að hún hafði inálað sig í framan og inélað á sér
andlitið. En sé það nokkuð, sem ég hefi fullkomna and-
styggð á, þá eru það máluð andlit. Þetta verða menn
auðvitað að gera, þegar þeir eru á leiksviðinu. En leik-
sviðið er líka heimur ímyndunarinnar og þar verður
konan jafnvel stundum, þótt hún sé komin undir sex-
tugt, að láta lita svo út sem hún sé ekki mikið meira
en 17 ára. Og það er engin tilgerð í þessu. Það er bein-
línis skylda hennar samkvæmt þvi hlutverki, sem hún
leikur, hvort sem henni nú er það ljúft eða leitt, rétt
eins og við hver fyrir sig verðum að rækja köllun okk,-
ar. Ég vildi t. d. gjarna, að ég þyrfti ekki að skrifa þessa
grein mína af þvi, að veðrið er orðið svo gott sem það