Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 22
— Danir segja að fyrsta hús sitt byggi maður óvini sínum, annað vini sínum, það þriðja sjálfum sér. Þetta er annað húsið sem við byggjum, og ætli þau verði nú fleiri. Hún er líka hverjum vini meira en sam- boðin, stofan á heimili þeirra Gunnars og frú Franziscu, borðum, stólum og bókahill- um raðað af þeirri óbrigðulu, hljóðlátlegu smekkvísi, sem maður frekar skynjar en sér; veggir skreyttir málverkum, mörgum hverjum eftir son þeirra hjóna, Gunnar Gunnarsson yngri, Jistmálara. Það eina, sem eitthvað lítillega rutlar við samræminu hérna inni, er skák hálftefld á smáborði úti við glugga á hærra gólfi. Hann fylgir mér inn í gegnum stofuna, lágvaxinn maður nær áttræðu, brosið fín- legt og í framkomunni ennþá drengurinn hans Ketilbjarnar afa á Knerri, sem súpa myndi á sírópstunnunni ef afi sæi ekki til. — Já, svara ég. — Það hefur margt verið fallega sagt á dönsku, þótt einhverja hafi ég heyrt kalla hana ómáttugt mál. En um það mundir þú vera dómbær flestum frem- ur, sem hefur verið rithöfundur á þeirri tungu til jafns við þitt móðurmál. — Það er margt hægt að segja á dönsku sem eíkki verður sagt á íslenzku, segir Gunnar. — En enn fleira er hitt, sem hægt er að segja á íslenzku en ekki hægt að segja á dönsku. Hér er líka ólíku saman að jafna: íslenzkan er eldfornt mál, en danskan eitt af þessum nýmálum. — Hvað kom til að þú fórst að skrifa á dönsku? -—• Það vantaði ekki að það væri amazt við því af sumum, jafnvel talið til landráða. En ég sigldi snemma, seytján ára, og var í Danmörku fullan þriðjung aldar. Og í ungdæmi mínu kunni ég ekki með peninga að fara, frekar en landar yfirleitt, lenti í skuldir í Askov, lýðháskólavetuma tvo sem ég dvaldist þar, úr því fór ég að skrifa jöfnum höndum á dönsku og íslenzku, en upp úr íslenzku skrifunum var lítið að hafa. Þannig æxlaðist þetta. Jóhann Sigurjónsson hafði riðið á vaðið. Síðan bættust Jónas Guðlaugsson, Guðmundur Kamban og fleiri í hópinn. Annars mun þetta háttalag okkar óbeinlínis hafa leitt til þess, að hér heima var farið að styðja unga rithöfunda. — Er það ekki sérstaklega erfitt að vera rithöfundur á öðru máli en sínu eigin, að samlagast blæbrigðum þess og tjáningu jafnvel og það væri manns eigið? Mætti segja mér að mesta nútíma skáldritið sé Völuspá ... Helgi lífsins tæpast bundin við mannkindina eina saman ... Að drepa fugla og fiska sér til dægrastyttingar finnst mér auðvirðilegt at- hæfi... Það eina sem tengir mannkynið saman er óttinn ... Björg mannkynsins er hvergi til nema í eigin brjósti... Jón Arason er Dönum varla Ijúf lesning, en ... Aðventa hefur farið víðast... Gestur eineygði reið baggamuninn ... „Til þess að hafa í sig og á dugði ekki minna cn skila bók á hvcrju hausti.“ 22 VIKAN-JÓLABLAÐ „ÞaS scm þá gerSist, cr að gerast og yfir vofir, minnir allra helzt á tröllasögu framan úr hciðni.“ „Loft cr lævi blandið meira cn í orði kvcðnu nú orðið . .." „Og það hefur aldrei skcð í hcim- inum áður að vopn væri ckki nýtt, svo fremi það væri til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.