Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 27

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 27
^^PH Nevada sem þýðir Snæfjöll, mig minnir 3400 m hár. Hann er á Suður-Spáni. Samgöngur hafa löngum verið litlar, og hver maður segir eitlhvað líkt og Svarfdælingurinn sem kvaðst bæði vera utanlands og innan, þeim finnst þeir heyra til sínum gömlu hertoga- dæmum sem hefur verið slengt sam- an með giftingu fyrir mörgum öldum. Már- ar voru reknir frá Spáni eftir að Isabella konungsdóttir af Kastilíu hafði verið gefin Ferdinand konungssyni af Aragon. Þarna var komin samsteypa ríkja sem varð upphaf hins spænska alríkis, en flest héldu hin smáu ríki landsrétlindum sínum og settu skilyrði, alveg eins og við þegar við lofuðum Hákonl gamla skatti af fslandi. Síðan hefur stjórnin í Madrid alltaf verið að reyna að búa til eitt ríki úr Spáni, en hin fornu ríki staðið fast á sínum rétti. Katalónía hefur fjórar milljónir íbúa sem tala sérstakt mál, álíka fjarlægt spænsku og danska er frá þýzku. Katalóníumenn eru taldir duglegastir Spánverja, hafa mest verks- vit og ekki síður mest iSnaðarvit. Fyrstir allra Spánverja komu þeir sér upp iðnaði svo að þar er þéttbýli og stórar verksmiðj- ur. Ég var viðstaddur tvær uppreisnir í Katalóníu og sú seinni endaði með því að landsstjórinn var dæmdur í fimmtán ára tugthús, aumingja maðurinn. í þeirri uppreisn var beitt hernaðaraðferð sem vert er að geta um, en það er eiginlega hernaðarleyndarmál sem ég held samt að ég verði að ljóstra upp. Yfirhershöfðinginn í Katalóníu var hollur stjórninni í Madrid og vildi bæla niður uppreisnina. Þegar Katalón- íustjórn var búin að gefa út sjálfstæðisyfir- lýsinguna beið hann til kvölds, en hóf mikla skothríð úr fallbyssum þegar dimmt var orðið svo að hinar þröngu götur Barcelona endurómuðu af sprengingum. En þetta voru bara púðurskot. Rúður brotnuðu í mið- borginni og fólki varð ekki svefnsamt. Svo færði hann kanónurnar smátt og smátt nær stjórnarsetrinu og þinghúsinu og um þrjú leytið um nóttina var hann kominn alveg þangað. Hlemmaði hann þá inn um glugga á þinghúsinu, og urðu stjórnarherrarnir þá svo skelkaðir að þeir gáfust upp. Allir héldu í fyrstu að þarna hefði orðið óskaplegur bar- dagi, og hershöfðinginn sigraði eftir vasklega vörn. En þetta var allt tómur misskilningur, þetta var bara skothríð út í loftið, brella sem hershöfðingjanum tókst að beita við upp- reisnarmenn, enda urðu sára litlar skemmdir og enginn maður féll. — Þú lærðir Katalónsku, var það ekki? — Jú, ég mátti til að læra hana. Ég þurfti oft að fá áheyrn á stjórnarskrifstofunum og fylla út ýmsar skýrslur sem voru á kata- lónsku. Það kom mér að góðu haldi í borgara- styrjöldinni nokkrum árum seinna, því þá gat ég rætt við menn sem ekki kunnu orð í spænsku. — Er það satt aö spænska sé auðvelt mál fyrir íslendinga? — Já, ég tel það. f spænsku eru engin hljóð sem íslendingum þykir vont aS bera fram. Málfræðin er tiltölulega auðveld, nema hvað óreglulegar sagnir eru óteljandi. En það er oft hægt að sleppa óreglulegri sögn og nota í staðinn aðra sögn reglulega. Spænska var víst jafnan kennd þannig að mest kapp var lagt á óreglulegar sagnir, og þannig má segja að hún sé erfitt mál. Það voru víst miklir málfræðingar sem sömdu kennslubækurnar, en hirtu ekki um að fara einföldustu leiðina. Ég var svo heppinn að geta notfært mér nýtt kerfi, þar sem manni var kennt að láta sér nægja fáeinar óregluleg- ar sagnir, unz maður var vel kominn niður í málinu. Þá var aftur tekið til við sagnirnar. f London er málastofnun sem kallast Hugo- málastofnunin. Hún gefur út ódýrar kennslu- bækur og hagar starfi sínu þannig að maður eigi að geta lært af sjálfum sér að tala er- lent tungumál á þremur mánuðum. Ég færði mér í nyt þetta kerfi á Spáni og gekk vel. Síðan hef ég notað sömu aðferð annars stað- ar þar sem ég hef þurft að komast niður í framandi tungu og alls staðar getað bjargað mér. Jafnvel rússnesku lærði ég dálítið mér til mikils gagns. — Gerðist eitthvað skemmtilegt sem þú vilt segja frá? — Um þetta leyti komu margir fslending- ar til Spánar, bæði ferðamenn til að njóta hins fagra landslags og hinna stórkostlegu listaverka sem svo mikið er til af á Spáni. Jónas frá Hriflu og kona hans dvöldust hjá okkur í nokkrar vikur, og Halldór Laxness bjó einnig í Barcelona um skeið. Hann var að ljúka við eina af bókum sínum í næði. Var mikið ánægjuefni að komu þeirra. Svo komu margir verzlunarmenn vegna þess að auðveldast var að fá leyfi fyrir vefn- aðarvöru frá Spáni á þessum árum. Og auð- vitaS voru komur íslenzkra skipa tíðar með saltfiskinn. Ég hitti því oft landa mína og naut mjög samvistanna við sjómennina. Þarna bar að garði ungan mann frá góðri fjölskyldu í Reykjavík sem tók að lifa þarna hálfgerðu rónalífi. Ég læt liggja á milli hluta hver maðurinn er. Hann forðaðist mig eins og skiljanlegt var, en ég náði í skottið á honum einu sinni og spurði hann hvort hann vildi ekki fá sér eitthvað að gera ellegar fara heim, því að ekki gæti hann lifað þarna Framhald á bls. 69. VIKAN-JÓLABLAÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.