Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 108

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 108
Rúmgóflur smábíli VIÐRÁÐANLEGT VERÐ Citroén 1968. Spurningin í dag: „Hvernig fjár- festi ég bezt í ökutæki til daglegrar notkunar?" Citroén DYANE getur leyst flutn- ingsvandamál yðar hvar sem er á landinu. Mætiff nýjum efnahagsráS- stöfunum með me.iri hagsýni í vali heimilisbílsins. SÖLFELL HF, Skúlagötu 63 - Sími 17966 - Pósthólf 204 - Reykjavík U™__ —? ANDREA sjónvarp rOnttoea I SHABP-FOCIS af hinum margeftirspuröu ANDREA sjon- varpstækjum. ANDREA sjónvarpstækin eru viöurkennd fyrir langdrægni. - Skýr mynd og glæsilegt útlit setur ANDREA sjónvörpin í sér flokk. ANDREA sjónvörpin eru með inn- byggöum foftnetum, sem hafa víð góð skil- yrði, reynzt algerlega fullnægjandi. - ANDREA sjónvörpin eru bandarísk gæða- vara. RATSJAHR Laugavegi 47 - Sími 11575 ir báða vængi, eftir að lögreglu- læknirinn hafði verið tilkallað- ur samkvæmt tilmælum Ians Spencer. Líkið af Caroline Wynd- ham hafði verið flutt til fylkis- sjúkrahússins. — Það var það eina sem vit var í. þrumaði Spencer og dró fram pípuna. — Það er ómögu- legt að kryfja almennilega í kjallaraholunni hans Tysons. — Hefur Martin sagt yður frá Ronnie Sainsbury? Adrienne beindi spurningunni til lögfræð- ingsins. — Það eru mörg vitni að viðræðunum, sem ég átti við Caroline Wyndham, þegar nafn hans var nefnt. — Hm — ég veit það, ungfrú Blair, en það er í sjálfu sér ekki sönnun fyrir því að hin látna og þessi Ronnie Sainsbury hafi hitzt í þorpinu. — Það hljóta þau að hafa gert, sagði hún. — Af hvaða ástæðu annarri hefði Caroline átt að fara til myllunnar á þessum tíma dags? Setrið Merlinbank, sem er í eigu frænku og frænda Ronni- es, liggur meðfram ánni; múrinn umhverfis landareignina, liggur einmitt upp að myllunni. Bendir það ekki einmitt til þess að Caroline hafi farið þangað til fundar við Ronnie? — Það getur verið, en það er engin sönnun. Bedlowe blístraði lágt. Adrienne var óþolinmóð. Hún gaut augunum á Martin og lækn- inn en þeir voru niðursokknir í sínar eigin hugsanir. — Ég veit ekki hvað fram fer í rannsóknarrétti, en ég er fús að mæta sem vitni á morgun. Við vitum öll saman að Caroline kom ekki til Crompton til að hitta Martin. Þar með verður Ronnie sá eini sem hún þekkir í þorpinu. Það er sennílegt, að hann hafi verið sá síðasti sem sá hana lifandi. — Rétt er það, það er hugs- anlegt. Bedlowe kinkaði kolli, slokraði vænt af koníakinu og dæsti ánægður. — Fyrirmyndar koníak, ungfrú Blair. Þér hljótið að hafa erft fyrirmyndar kjall- ara. — Þér ætlið þá að láta Ronnie bera vitni? spurði Adrienne. —¦ Kannske. Martin Westbury hætti að ranhsaka gólfteppið. — Er það fyllilega nauðsynlegt, að Adri- enne verði viðstödd þessi yfir- heyrslu? Bedlowe brosti til hennar. — Ég er hræddur um að þú eigir erfitt með að halda henni frá því. . . . — Takk, sagði hún og kinkaði aðeins kolli. — Ætlið þér að biðja mig að vitna? Bedlowe tæmdi glasið. — Það er ekki víst að það verði nauð- synlegt. Ég skal láta yður vita það seinnna. Ég skal viðurkenna að þetta, að bíllinn er í eigu herra Kynossis, hefur mikil áhrif á mig, en það er of snemmt að ákveða hvað maður á að halda sig við á morgun. Nú verð ég að þakka fyrir mig, ungfrú Blair. Ég hef eitt og annað að sýsla, ef ég á að vinna fyrir þeirri vænu fjárhæð, sem þessi gamli skólabróðir minn verður að punga út með, eftir að málinu lýkur. Martin bankaði á öxlina á hon- um. — Lýkur giftusamlega, áréttaði hann. — Já, auðvitað. Bedlowe brosti dularfullu brosi. — Ég þakka aftur fyrir fyrirmyndar máls- verð, ungfrú Blair, og verið þér nú sælar. Martin kemur áreiðanlega aft- ur, þegar við höfum lokið því nauðsynlegasta af. Hann tók hlý- lega í hönd hennar og gekk svo til dyra. — Ertu að koma? Hann beið eftir Martin og þeir gengu saman út. 18. Fjórar verur voru á leið upp eftir bröttum stígnum, upp á fjallstindinn. Maðurinn og kon- an gengu hægt og héldust í hend- ur milli trjánna báðum megin stígsins. Drengurinn og hundur- inn hlupu léttstígir á undan, spenntir að vita hvað tæki við, þegar komið væri upp á brekku- brúnina. ¦— Ég kem til með að sakna alls þessa, sagði Martín West- bury og litaðist um með þrá í auga. Adrienne horfði um stund á andlit hans, fylgdi hverri hrukku, sem áreynsla síðustu daga hafði myndað umhverfis augu og munn. 108 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.