Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 17
— að skjóta og stinga hver annan og fóru þess í stað að syngja Heims um ból. Þessu héldu þeir áfram í fullu bróðerni frá að- fangadagskvöldi til jóladagsmorguns, en þá áttuðu þeir sig á ný á alvöru lífsins og byrj- uðu aftur að skjóta, skera og sprengja. En ekki hafa slík kraftaverk skeð allar jólanætur. Upp á eina þeirra var að sögn meira að segja haldið með rifrildi og slags- málum á sjálfum fæðingarstað Frelsarans í Betlehem — og þeir sem rufu jólagriðin á þessum helgasta stað gervallrar kristninnar voru ekki beinlínis neinir rónar, heldur virðulegir, síðskeggjaðir klerkar í fullum messuskrúða. Og endaslepp urðu illindin ekki, því þau enduðu um síðir með ógeðslegri styrjöld, sem ein fimm ríki áttu hlut að og kostaði tugi eða hundruð þúsunda manna líf og heilsu. Þetta var Krímstríðið, sem Bretar, Frakkar, Sardiníumenn og Tyrkir háðu gegn Rússum árin 1853—56. IIXINDI ÚT AF HELGISTÖÐUM. Aðdragandi þessara óskapa var togstreita rómversk-kaþólsku kíirkjunnar og þei'rrar grísk-orþódoxu um ráðin yfir helgistöð- um Palestínu. Kaþólikkar höfðu staðið fyrir krossferðunum forðum tíð og síðan höfðu þeirra klerkar lengstum setið að þessum helg- ustu dómum krislninnar. En síðar veitti Tyrkjasoldán, sem þá hafði eignazt landið helga, hinum orþódoxu keppinautum þeirra helgistaðina í Jerúsalem og Betlehem. Við það sat framundir miðja síðustu öld, er Napóleon þriðji Bónaparte, bróðursonur Napóleons mikla og söguhetja Heljarslóðar- orrustu, varð keisari í Frakklandi. Honum var mikið í mun að auka veg Frakka á al- þjóðavettvangi og þá ekki síður dýrð sjálfs sín, sem var ekki of mikil í augum flestra „Konan mcð lampann": Florencc Nightingale hugar að særðum og sjúkum hcrmönnum í Skútarí-spít- ala. Á 16. síðu er hluti úr samtímateikningu af áhlaupi lcttu brigöðunnar við Balaklava. „ . . . hlakkar sem gaukur hcima á skjánum, húrr- r.r og drckkur brennivín". annarra þjóðhöfðingja Evrópu, er litu á Bóna- partana eins og hverja aðra ótínda og ætt- lausa uppskafninga. Honum tókst með dipló- matískum brögðum og þvingunum að fá soldáninn til að veita kaþólikkum á ný um- sjá með Fæðingarkirkjunni í Betlehem. Þetta allt saman olli miklum urg meðal klerkdóms þess, sem hjarði umhverfis dýrð- arstaði Landsins helga, og samkvæmt einni frásögn kvað meira að segja svo rammt að, að á eina jólanóttina flugust vígðir þjónar tveggja af höfuðkirkjudeildum heims á við dyr þess musteris sjálfs, er vígt var burði þess friðarhöfðingja, sem einn manna hefur náð að gefa meðbræðrum sína nótt svo náð- uga að lamb hafi leikið við ljón. SARINN 1 VÍGAHUG. En fleirum gramdist þessi tilskipun sol- dáns en orþódoxum klerkum Palestínu, og var þeirra mestur bógur sarinn í Rússlandi, Nikulás fyrsti. Hann hafði þá setið alllengi að völdum og getið sér orð fyrir að vera einhver mestur og afturhaldssamastur harð- stjóri af síðari keisurum Rússa. Allt frá tím- um Péturs mikla höfðu þjóðhöfðingjar þeirra leitasf við að tileinka þjóð sinni menningu Vestur-Evrópu, að vissu marki að minnsta kosti, en Nikulás tók þveröfuga stefnu. Þeir straumar frjálslyndis og framfara, sem grass- érað höfðu vestur í álfunni frá því franska stjórnarbyltingin var gerð, voru eitur í hans beinum, enda tók hann duglega í hnakka- drambið á hverjum þeim, er dirfðist að æmta eða skræmta um slíkt í hans ríki. Á þessu tímabili voru uppi mörg beztu skáld Rússa og fengu sum þeirra óþyrmilega á þessu að kenna, til dæmis Púskin og Túrgenéf. Þó var mildilega að þeim gengið ef tek- in er til samanburðar sú meðferð, sem ráð- endur Rússaveldis á síðustu áratugum hafa látið skáldmenni sín sæta. Þegar Nikulás var upp á sitt bezta, bar hann ægishjálm yfir alla aðra þjóðhöfðingja á meginlandi Evrópu. Hann kæfði uppreisn Pólverja í blóði og hjálpaði Austurríkismönn- um dyggilega til að fara eins að við Ung- verja. Var honum mjög í mun að hafðar væru í heiðri meginreglur „helga banda- lagsins" svo kallaða, er þjóðhöfðingjar Ev- rópu stofnuðu með sér að Napóleoni mikla sigruðum og hafði að markmiði að halda öllu í þeim skorðum, sem gilt höfðu fyrir frönsku stjórnarbyltinguna. Eina undantekningin á þessari stefnu Niku- lásar var afstaða hans til Tyrkja. Frá fornu fari hafði það verið eitt mesta áhugamál allra rússneskra stjórnenda að lama þennan erfðaóvin sem mest, og lokatakmarkið í þeirri viðleitni var að ná undir rússnesk yfirráð fstanbúl — hinum fornhelga Miklagarði grískra keisara og grísk-orþódoxrar kristni, borginni, sem í augum orþódoxra var ekki síður heilög en Róm í augum kaþólikka. Þar með hlyti að fylgja vald yfir tyrknesku sundunum, er yrðu rússneska flotanum opin leið út á Miðjarðarhaf. Þar eð Nikulás taldi sig sjálfkjörinn vernd- ara allra orþódoxra manna í ríki Tyrkja- soldáns, gat hann ekki liðið nefnt tiltæki hins síðarnefnda, sízt úr því að það var framið samkvæmt tilmælum Napóleons þriðja, sem sarinn fyrirleit hjartanlega. Að vísu var harðstjórinn gamli nú kominn að fótum fram af elli og sjúkleika, en engu að síður vildi hann ekki láta þetta tækifæri úr greipum ganga til að hagnast rækilega á kostnað Tyrkja, enda óvíst hvort annað jafn- Framhald á bls. 84 VIKAN-JÓLABLAÐ 17 * 'v tv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.