Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 70

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 70
taka í sínar hendur öll farartæki, þar á meðal strætisvagnana. Þeir óku af ógurlegum hraða um göt- urnar, margir óvanir að aka bíl, enda var mikið um slys og marg- ir fórust þessa daga, Einn morg- uninn sá ég bíl sem lent hafði í hörðum árekstri og stóðu fern- ir skór kyrfilega á gólfinu. Menn- irnir höfðu henzt fram og upp úr skónum. Ég skildi ekkert hvernig þetta gat gerzt, en seinna hefur mér veriS sagt að við harð- an árekstur leiti blóðið mjög upp líkamann um leið og hann kast- ast fram, og geti fæturnir auð- veldlega smokrast upp úr skón- um. Innan um allan þennan lið- safnað voru hreinir óaldarflokk- ar, og ómögulegt að gera grein- armun á her og óaldarflokkum, enda foringjarnir oft stórglæpa- menn. Frægastur þeirra var mað- ur nokkur sem kallaði sig anar- kista eða stjórnleysingja, en hann hafði verið á oddinum í einhverj- um glæpaflokki í Ameríku og fengið skipun um að verða af landi brott eftir langa fangelsis- vist. Nú man ég ekki lengur hvað hann hét. Þarna var hann orð- inn stjórnandi manna sem lík- ast til voru ekki glæpamenn, en hann notaði þá til alls konar glæpaverka. Stjórnin hafði engan aga á liði sínu, og var þá gripið til þess ráðs að festa upp tilkynningu á götuhornum um að allir vopn- aðir menn ættu að láta skrá- setja sig og lúta stjórn. Undir þetta skrafaði ekki aðeins stjórn- in heldur líka 8 menn aðrir sem töldust hafa mikil mannaforráð, foringjar fyrir syndikalistum, kommúnistum og anarkistum og hvað þeir nú hétu allir saman. Þessi óaldarlýður réðist inn til manna sem álitnir voru hafa ein- hver peningaráð og kvaldi þá til að láta af hendi allar sínar eigur og lausafé, og stundum drápu þeir þá á eftir. Oftast var það þó annar eða þriðji flokkurinn sem kom, sem það gerði, því að þá var ekkert orðið eftir til að stela. Ég þekkti marga menn sem hrepptu þessi örlög. Þarna voru 25 löggiltir umboðsmenn skipa- félaga, og 22 þeirra voru drepnir. — Svo fórst þú að hugsa til brottferðar. — Fyrst vildi ég hafa samband við danska sendiráðið í Madrid, því ég var starfsmaður þess. Ég reyndi í heilan dag að ná síma- sambandi, en það gekk ekki. Þeg- ar liðið var nokkuð á daginn eftir tók ég símstöðina að tali og út- skýrði fyrir afgreiðslumönnum að ég skyldi gjarnan tala á spænsku og biðja sendiráðsmenn að gera slíkt hið sama. Fékk ég þá samtalið umsVifalaust. Það var því auðséð að yfirvöldin vildu fylgjast með öllum sam- tölum úr bænum. Enska og am- eríska konsúlatið vildu líka hafa samband við sína menn í Madrid og sendu saman tvo bíla með reyndum mönnum. Var enski fán- inn breiddur á þakið á öðrum bílnum, en sá bandaríski á hinn. En þessir menn sáust aldrei síð- an, voru drepnir rétt utan við Barcelona. Spánverjar höfðu þann vana að skjóta strax ef þeir vildu stöðva fólk, og þótt- ust svo vera leiðir ef þeir hittu. Svo stóð á hjá okkur að við áttum von á enskum ritstjóra og konu hans þegar upp úr sauð, og fyrst héldum við að þau hefðu frestað förinni vegna styrjaldar- innar. En svo gerðist það einn daginn að bíl var ekið upp að húsinu, og stóðu sex vopnaðir menn á gargbrettunum, en þá voru bílar enn með gangbretti. Þarna voru þau komin í fylgd vopnaðra manna. Þetta hefur ver- ið um hádegisbilið á mánudegi. Á laugardagskvöld höfðu þau komið inn fyrir landamærin og ekki lesið frönsku bliíðin um daginn, en í þeim var ferða- mönnum ráðlagt að fresta öll- um Spánarferðum í bili. A sunnu- dagsmorgun lögðu þau af stað áleiðis til Barcelona, og óku eft- ir korti. f einhverjum smábæ þurftu þau að spyrja til vegar og kom á vettvang ung stúlka til að hjálpa þeim, en hún hafði varla kastað á þau kveðju er hún fékk kúlu gegnum höfuðið og datt dauð niður yfir bílinn. Þeim varð auðvitað heldur bilt við að sjá stúlkuna skotna niður við bílinn, og ekki leið þeim bet- ur er þau uppgötvuðu að þau voru óafvitandi komin inn á víg- völl þar sem barizt var af tölu- verðum ofsa. En þá sjá þau að menn standa í húsagöngum og benda þeim að koma. Var opn- uð fyrir þeim hurð á stóru húsi og þau óku rakleitt inn, en slík hlið eru ekki óalgeng á spænsk- um húsum gömlum. Þarna héldu þau til megnið af sunnudeginum þar til orrustunni slotaði. Dag- inn eftir var allt komið í ró og sex ungir menn með alvæpni tóku að sér að fylgja þeim til okkar. — Hvernig gekk að útvega nauðsynjar um þetta leyti? — Það gekk hálfilla, fór fljót- lega að bera á matvælaskorti. Bændur þorðu ekki með græn- meti til borgarinnar, og þar var ekki forði til langs tíma. — Var barizt mikið í borginni sjálfri um þetta leyti? , — Já, það var mikil óöld, miklar viðsjár. Skærur blossuðu upp hingað og þangað, og mér þykir trúlegt að oft hafi sam- herjar borizt á banaspjót. Út um glugga okkar sást mikið klaust- ur, og einhverju sinni veittum við því athygli að menn lágu á maganum ekki langt frá klaustr- inu og skutu öðru hvoru á klaust- Þetta risesieoa sofasett Er unnið af dönskum og íslenzkum fagmönnum. Grindur eru danskar, framleiddar úr tekki og palísander. Glæsilegasta sófasettið á markaðnum í dag. SKEIFAN KJðRGARÐI 70 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.