Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 6
SPARNAÐUR.
Kæra Vika!
Þú ert ópólitísk eins og ég, og
þess vegna sezt ég niður og skrifa
þér, ekki um neitt dægurþras,
heldur hápólitískt efni. Nú er
komið hálfgert hungurhljóð í
þjóðarskrokkinn, lítil sem engin
veiði og sama sem ekkert verð
fyrir það iitla, sem hægt er að
uppdrífa úr sjónum. Kassinn er
þar af leiðandi að tæmast. Það
kemur vist ekkert í hann nema
fáeinar krónur frá gjaldheimt-
unni og áfengisverzluninni. Mik-
ið megum við vera fegin, að
fjöldi manna drekkur og drabb-
ar, finnst þér það ekki?
Þegar illa árar eins og nú,
verður að grípa til einhverra
„ráðstafana“ eins og þeir kalla
verðhækkanir og aðrar byrðar,
sem lagðar eru á almenning. En
dettur engum í hug sparnaður
hjá því opinbera? Það verður
kannski ekki aftur snúið með
sjónvarpið, en skynsamlegt hefði
verið að draga svolítið að koma
því á fót, þar til við höfum al-
mennilega efni á því. En hvern-
ig er með hægri handar akstur-
inn? Er ekki hægt að fresta hon-
um í nokkur ár? Hann hlýtur að
kosta reiðinnar ósköp og þess
vegna væri tvímælalaust sparn-
aður í því að fresta honum. Mér
er sagt, að Bretar ætli að breyta
yfir í hægri akstur í framtíðinni.
En þeir eru svo skynsamir að
ráðast ekki í það, fyrr en fjár-
hagurinn leyfir það.
Ég hef ekkert vit á pólitík og
er bara ósköp venjulegur al-
múgamaður. En mínar tillögúr í
yfirstandandi erfiðleikum eru
þessar, ef nokkur kærir sig um
að vita það: Frestum hægri hand-
ar akstrinum og eyðum ekki of
miklum peningum í sjónvarpið!
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna,
Vinstri-sinnaður.
Sjónvarpiff er líklega vinsæl-
asta opinbera stofnunin um þess-
ar mundir. Fáir mundu vilja
láta draga úr starfsemi þess. Og
líklega er orðiff of seint aff hætta
viff hægriaksturinn, þótt þaff
hefffi óncitanlega veriff skynsam-
legt, eins og málum er nú háttaff.
DRAUMRÁÐNINGAR.
Kæri Póstur!
Ég sé, að það hafa margir beð-
ið þig um svar við spurningum
sínum, og langar til að gera slíkt
hið sama.
Hvernig stendur á því, að í
þættinum Lög unga fólksins
koma sumar kveðjur aldrei en
aðrar oft?
Og hvers vegna heidur Vikan
ekki áfram að koma með draum-
ráðningar, eins og hún gerði?
Og geta stúlkur orðið leigubíl-
stjórar? Ef svo er, hvaða mennt-
un þarf þá til þess?
Og hvers vegna fylgja bara
ábyrgðarskírteini einstaka Luxo-
leslampa?
Og svo enga útúrsnúninga. Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
SpuruII.
Atama var nú aldeilis romsa.
En viff skulum reyna aff svara
því sem viff getum: 1) Þaff ber-
ast áreiffanlega svo margar
kveffjur, aff ekki er vifflit að
koma þeim öllum á framfæri.
2) Þaff er orffiff talsvert langt
síðan viff höfðum sérstakan þátt
fyrir draumráffningar. En viff
réffum einn stórmerkilegan
draum hér í Póstinum í síðasta
blaffi. 3) Já. Þaff er aff minnsta
kosti ein á Akureyri. Meirapróf
er skilyrðiff. 4) Þessu getum viff
þvi miffur ekki svaraff.
FRÆÐSLA í KYNFERÐISMÁLUM.
Kæri Póstur!
Við erum hér tvær vinkonur,
sem erum í miklum vanda, og
okkur langar til að leita til þín í
vandræðum okkar. Þannig er
mál með vexti, að okkur langar
til að vita, hvort það sé nokkur
staður, t. d. í Reykjavík, sem
veitir fræðslu í kynferðismálum.
Við höfum báðar verið með sömu
strákunum í rúmlega sex mán-
uði, og nú er komin alvara í
kunningsskapinn. Við hreinlega
þorum ekki að sofa hjá þeim,
vegna hræðslu við að verða ó-
frískar.
Góði Póstur! Hjálpaðu okkur
nú, og ef þú vildir vera svo góð-
ur: enga útúrsnúninga.
Tvær nítján ára.
Fræffslu í kynferffismálum
virffist mjög ábótavant í skólum
liér á landi, eins og þetta bréf
ber meff sér. Þaff er skrifaff meff
fallegri rithönd og rétt stafsett,
svo aff stúlkurnar tvær virðast
hafa hlotiff góffa inenntun. — En
þaff hefur láffst aff veita þeim
fræffslu um þetta mikilvæga at-
riffi. Heimilin virðast hcldur ekki
hafa séff ástæffu til aff segja þeim
frá því fyrirbrigffi lífsins, sem
hverjum manni er nauffsynlegt aff
kunna skil á. Tepruskapur í þess-
um efnum lieyrir fortíðinni til.
Við vitum ekki um neina stofn-
un, sem lætur í té fræffslu um
þetta, en þaff virffist sannarlega
ekki vcita af aff stofna hana. Viff
6 VIKAN-JÓLABLAÐ