Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 20
lit í bláan eterinn allrar guðslukku þurftum við ekki að nota hann nema stuttan tíma. Eitt eða tvö ár. — Var það mikið vandræðaverkfæri? — Leiðinlegt verkfæri. Það skilaði töluðu móli sæmilega að vísu. En einhvem veginn fannst mér samt alltaf vanta ýmis hljóm- og blæbrigði raddanna. En svo kom segulbandið. Og þá var nú allur vandinn leystur. Ég veit ekki, hvernig hægt hefði verið að halda áfram án þess. Það hefði að minnsta kosti orðið að breyta um útsendingardag og tíma, því við gætum aldrei nú orðið fengið leikarana til að leika beint að kvöldi til. Þeir eru bundnir í leikhús- unum. — Segulbandið var komið, áður en þið kom- uð hingað í þetta hús, var ekki svo? — Það var komið nokkru áður. Við fluttum hingað 1959, en fyrstu segulbandstækin komu 1946. — Var nokkuð stúdíó í Landslmahúsinu á borð við þetta, sem við sitjum nú í? — Þar \ar stúdíó, já, miklu rýmra en þetta. Eitt stúdíó, bæði fyrir músík og talað orð — leikrit. Þú manst ekki eftir salnum? — Nei, ég kom aldrei í hann. — Jó, það var nokkuð stór salur, töluvert stærri en þessi, og miklu hærri undir loft. Hefði leik- listin mátt hafa þann sal bara fyrir sig. hefði mótt innrétta hann sem nokkuð gott leikstúdíó. Eg segi það því að leikstúdíó þarf að vera fremur hátt til lofts- og rúmgott, en þótt þetta leikstúdíó hér heiti því nafni, er það ekkert leik- stúdíó. Það þarf til dæmis að vera hægt að hafa í því stiga með tróppum úr mismunandi efni tré, steini og fleira með palli efst, þar sem til dæmis Rúrik, sem er einn af okkar lengstu (og beztu) leikurum þarf að geta staðið uppréttur. Gólfið þarf líka að vera úr mismunandi efni og fleira og fleira. Nú, upptökuherbergið, sem þú séð í gegnum þessa rúðu, í þessari kytru er þrem mönnum, upptökumanni, leikstjóra og hljóðstjóra, (effektamanni) ætlað að vinna, sumum kannski fró morgni til kvölds í þrengslum og loftleysi. Hér vantar því í rauninni allt sem ó að vera á slíkum vinnustað nema upptökutækln. Það, sem við unnum við flutninginn hingað, var að við fengum ný og góð tæki, og svo betri hl|óðeinangrun. Ég minnist þess til dæmis, þegar við vorum að taka upp íslandsklukkuna, sem nú er komin á plötur, — við vorum að því með hvíldum einn sumartíma— að það komu fyrir heilar vinnustundir og jafnvel dagar, að við gótum ekkert unnið vegna hávaða utan úr Landsímaportinu. Við því var ekkert að gera annað en bíða þess að hann dæi út. Það var þreytandi. En hvað skal segja, nú lagast þetta líklega bráðum. Ástæðan til þess að leikstúdíó var innréttað hér á þakhæð hússins, þar sem ekki er nema góð seilingarhæð til lofts, var sú að sumir hér þurftu að fá svo stórar og flnar skrifstofur að obbinn af beztu hæðinni sem út- varpið tók hér á leigu — þær voru samtals aðeins tvær og hálf — fór undir þær. Nú er útvarpið búið að byggja yfir tvær stofnanir, Landsfmann 20 VIKAN-JÓLABLAÐ og Fiskifélagið. Þegar leigusamningurinn hér rennur út, sem mun verða eftir svo sem tvö ár, og útvarpið byggir yfir þriðju stofnunina, hver sem hún nú verður, treystum við því að það fói svo ríflegt húsnæði ó leigu hjá henni að allir verði ánægðir. Meira að segja dreymir mig um að einn af þeim tæknilega ófullkomleika leik- listardeildarinnar hér, sem ég hef enn ekki nefnt verði lagfærður. Hann er só, að hér verðum við eiginlega alltaf að hafa sama hljóm (akústikk) hvort sem við leikum atriði sem á að gerast í lítilli stofu, eða úti. Eða inni í stórum sal. Alls staðar ( útvarpsstöðvum, sem eru inn- réttaðar réttilega fyrir leiklist, eru til mismun- andi stúdíó eftir því, hvaða hljómburði á að ná fram. — Er ekki hægt að gera það, í stúdíói eins og þessu, með skermum? — Ja. það er aðeins hægt að breyta því lít- ilshóttar með skermum. Þó eiginlega ekki sjálfu hljóðinu, heldur fjarlægðinni. — Hvernig farið þið þá til dæmis að þvl að taka upp atriði, sem á glögglega að heyrast, að er úti? — Við höfum engin ráð, nema hvað núna ekki alls fyrir löngu eignaðist tæknideildin óhald, sem er hægt að setja í samband við upptöku- tækin, og breytir hljóðinu hérna í salnum að- eins í þessa átt. — Eða setja veðragný á bak við. — Já, svo er það nóttúrlega. Og það hljóm- ar alltaf falskt. — Ég tók eftir því nú síðast svo ég muni í Skyttunum, hvað veðragnýrinn var óeðlilegur. — Maður getur bara sagt sér það sjálfur. — Svona hljóð eru annaðhvort á plötum eða seg- ulbandi, og þá tekin upp í sínu rétta elementi. Þegar þau eiga svo að blandast hljóði úr stofu, hlýtur að verða eitthvert misræmi, sem veldur því, að ekki er hægt að trúa á það. — En svo er það spurning, hvað þessar hljóð- brellur þurfa að vera nákvæmar. Hvað eftirlík- ing af hljóði þarf að vera Kk því, sem hlustand- inn á að gera sér í hugarlund. — í mörgum tilfellum, kannski flestum, er ekki nauðsynlegt að það sé nákvæmt. Og ég hef aldrei verið mikið fyrir mikla notkun á effekt- um. Mér finnst þeir, eftir því sem lengra líður, minna og minna atriði. Nema ( vissum atriðum getur það verið anzi áhrifamikið til að styðja leikinn. Segium, að hljóðið sé afar mikilvægt fyrir hlustandann og eins og helmingurinn af leiknum. Þá er nóttúrlega mikið undir því kom- ið, að það illúderi, sem við köllum, að það verki rétt. En þegar menn voru að byrja að skrifa út- varpsleikrit, var bókstaflega voði, hvað mikið var lagt upp úr hljóðeffektum. Því alls konar bullarar og leirskáld skrifuðu heil leikrit bara á hljóðum. Annað var aukaatriði. Þarna var kom- ið tæki, sem höfðaði aðeins til eins skilningar- vits, heyrnarinnar, og þó var náttúrlega for- vitnilegt að gera tilraunir með það. — En þetta að semja leikrit sérstaklega fyrir útvarp: Hvenær hófst það? O í upptökuherberginu í Fiskifélagshúsinu: Þor- steinn Ö. Stephensen í stóli leikstjóra og Máni Sigurjónsson, hljóðstjóri (effektamaður) við sín störf. Séð úr leiklistarstúdíóinu gegnum glerið fram í upptökuherbergið. Ævar R. Kvaran við leikstjórn, Sigurður Hallgrímsson hljóðupptökumaður við sín störf og Máni Sigurjónsson við sín. O •O Róbert Arnfinnsson leikur í hljóðnemann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.