Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 45
urlögum góðs máls. Á landinu sjálfu er annars orðin hliðstæð breyting. Hér var áður heim- kynni bændabýla, sem sómdu sér vel í landslaginu. Nú er þetta horfið og smekkleysið veður uppi. — Við minntumst áðan á von Kleist. Telurðu þig hafa orðið fyrir áhrifum frá fleiri erlend- um höfundum, utan Norður- landa? — Ég er mér þess ekki með- vitandi að hafa orðið fyrir bein- um áhrifum frá Kleist, hins vegar Rússunum ýmsum, eink- um Gorkí, sumum Frökkunum, og líklega í heimahúsum alda- vini mínum Steen Steensen Blicher — þó á nokkuð annan hátt — að ég hygg — en ég hef séð að sumir telja. — Hver var aðalástæðan til þess að þið hjónin fluttuð heim? — Við höfðum lengi haft þett'a í hyggju, áttum og eigum heið- arskika þarna fyrir austan, sem líklega aldrei verður byggt á. Vorum raunar lengi búin að bíða eftir því að hafa efni á því að flytja heim. Bjartsýnin í þeim efnum (sem öðrum!) var yfir- gengileg. Eitt sinn lá meira að segja við að ég keypti Kolla- fjörðinn — á sextíu þúsund. En það var okurverð í þann tíð. Svo bauðst okkur Klaustur haustið 1938, gerðum boð í það, og því boði var tekið. Þá áttum við ágæta vini í næsta nágrenn- inu, þau hjónin á Hallormsstað, Benedikt Blöndal og Sigrúnu Pálsdóttur, frænku mína. Bene- dikt varð úti upp úr áramótun- um — og söknuðum við þar vin- ar í stað. En Sigrún reyndist okkur drengur góður, svo sem hennar var von og vísa. — Ertu ánægður með ís- lenzkuþýðingarnar á þeim bóka þinna, sem skrifaðar voru á dönsku? — Þær eru sumar ágætar, aðr- ar upp og ofan. En málið á þeim er að sjálfsögðu ekki mitt tungu- tak, sem er austfirska. Að Kilj- an víða fer á kostum mun engan undra. — Þú komst honum nú líka á framfæri í Danmörku. — Ég þýddi Sölku Völku á dónsku. Hún kom aftur út í Trönubókaflokknum í fyrra- haust, loksins í heilu lagi, og tók ég henni þá tak hvað þýð- inguna snerti, en langar til að búa betur að henni næst. — Við minntumst áðan á Gorkí. Ég hef heyrt sagt að Fjallkirkjan sé undir sterkum áhrifum frá honum. — Já, það er ljóst. Þau áhrif koma þó fyrst og fremst fram í sniði bókarinnar. Þú nefndir áðan Fjallkirkjuna sem mitt að- alverk. Samt er það nú svo, að vegna tregðu Dana varð sagan styttri en ég upprunalega hafði ætlað. Ef til vill góðu heilli! Annað, sem snemma vakti fyr- Karlmaður óskar sér karlmannlegrar gjafar.. þ'að hlýtur að vera VyÆU? (j)filCe Raksturs - ilmvatn, Ltkams - talkúm, Bað-sápa, Raksápu-krús Andlits - talkúm, Háf.-krem, Svita-kre,m . 5HULTON ¦ NEW YORK- LONDON ¦ PARIS T- Zhaiþ tiransis Sharp transistor útvarpsviðtæki hafa nú unnið sér traust fagmanna sem einhver traustustu transistortæki, sem komið hafa til landsins. - Eru samt ódýr. Ath.: Höfum stofnsett eigið viðgerðarverk- stæði Kjristjánsson hff. Ingólfsstræti 12, Reykjavík og 14878. - Símar 12800 i™ ir mér, var að endursegja ís- landssöguna. í þeim flokki sagna, sem hófst með Fóstbræðr- um, eru sögurnar Jörð, Hvíti- Kristur, Svartfugl og Jón Ara- son. Hver skyldi hafa ætlað að sú síðast nefnda yrði gefin út í Danmörku — á þrjátíu og fimm ára afmæli sínu — í tuttugu og sjö þúsund eintökum. Sjálfur hefði ég stungið upp á svona tíu—tólf, hefði ég verið spurð- ur. Bókin getur varla verið Dön- um sérlega ljúf lesning. En hún virðist hafa selzt fyrir kostnaði, og vel til að hún selj- ist upp áður lýkur. — Hver er þín helzta tóm- stundaiðja? — Aðallega skák. Taflmaður er ég þó ekki nema að áhuga. Ég hef gaman af að tefla upp góð- ar skákir. Tel það holla íþrótt sagnahöfundum. Og kann vel að meta spaugsemina hjá Emanuel Lasker, þegar hann sækir svarta kónginn ofan til sín og mátar hann með langri hrókun! Fyndni og djörfung í skák eru eigind- ir, sem eiga við mig. Við fáum okkur aftur í boll- ana og dreipum á fyrirtaks sérríi, sem Gunnar hefur borið fram með kaffinu. Mér verður að orði: Þú ert ekki bindindismað- ur. — Nei. Að vísu er vín víst að- allega fyrir gamalt fólk. Hvað landann snertir, er mér til efs að bann hæfði honum ekki bezt! Hér heima virðast aðeins fáir kunna með áfengi að fara, og ekki geta lært það. Vel til að það séu leifarnar af aldagamalli minnimáttarkennd. Kaupmanna- kúgun og fyrirlitning farmanna, sem kynntust þjóðinni frá henn- ar aumustu hliðum, og mátu hana þar eftir, kunna að liggja að baki. Þetta er ekki eldra en að ég gæti tilfært dæmi. Ann- ars er það svo um manninn, að honum er aldrei háski búinn nema að innan — frá sjálfum sér. Jafnvel höfuðskepnurnar alræmdu eru meinlausar á við þann níðhögg, er nagar rætur hjartans. Eigi það fyrir mann- kyninu að liggja að farast í styrjöld, þá fremur það í raun réttri eitt allsherjarsjálfsmorð — og ástæðan einfaldlega sú, að það kunni ekki og lærði aldrei að fara með guðsgjafir Skaparans og hegða sér eins og vitvera — að ég ekki segi dreng- ur góður — á hnetti, sem — vel með farinn — hefði getað og ef til vill getur enn orðið velferð- arríki og skarað fram úr um unaðslega fegurð — einnig fag- urt mannlíf. En til þess þarf maðurinn vit- anlega fyrst og fremst að temja sér að fara með háskasamlega hluti hverrar tegundar sem eru, til gagns og gamans en ekki í gáskaflogum og grimmdaræði, svo sem allt of mörgum enn virðist tamast. VIKAN-JÓLABLAÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.