Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 88

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 88
BÚSÁHÖLD i JÍj&gc&é Wl LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 ENSKAR oostuIínsveoofKsar Úrvalið aldrei meira en nú. vfir 30 litir. Vepfl hverai haostœSara. LITAVER SF. Gremátvegi 22 og 24 (horni Mlklubrautar). - Sfmar 30280 og 32262. hafi á Malvólíó „einsog aqua vitae á yfirsetukonu." Þeir Bretar voru ófáir, sem þurftu á líkn og hjálp að halda í þann tíð, jafnvel þegar engu stríði var til að dreifa. Því þótt mikill og tígulegur ljómi hvíli yfir hinu viktoríanska Bretlandi, þá átti það sínar skuggahliðar og þær ljótar. Tillitslaus og óseðj- andi ófreskja kapítalismans gekk um lausbeizluð undir sauðar- gæru frjálslyndisstefnunnar — líberalismans — og saug merg og blóð úr alþýðu landsins. Kjör verkafólks voru víða beinlínis ægileg. Fáein ár voru liðin síð- an kartöfluuppskeran brást hjá írskum bændum með þeim af- leiðingum, að heil milljón þeirra dó úr hungri og álíka margir flæmdust úr landi til Ameríku. Hæpið er að brezk yfirvöld hafi nokkru sinni í allri sögu heirns- veldisins farið verr með blá- menn eða Indverja en almúga síns eigin lands meðan vegur iðnbyltingarinnar og kapítalis- mans var mestur hjá þeim. Ekki var hér um að kenna vísvitandi mannhatri, heldur fyrst og fremst kæruleysi og nánast hálfvitalegu tilfinningaleysi gagnvart öðru fólki. Var hér um að kenna stjórnarstefnu þeirri, er auð- kennd hefur verið með frönsku orðunum laissez-faire, en inntak hennar var að þjóðfélaginu væri þá bezt borgið, er þegnunum væri gefinn laus taumur til athafna, en afskípti stjórnarvald- anna af þjóðarbúskapnum væru sem minnst. í þessu svartnætti hömlulauss auðvalds og viktoríanskrar trúar- hræsni var skyndilega tendraður kyndíll svo bjartur, að margan sljóan og afturhaldssaman vana- þræl sveið ónotalega í augu. Það skeði einn af þessum sárasjaid- gæfu atburðum í mannkynssög- unni: fram á sjónarsviðið kom persóna, sem kafnaði ekki undir þeim heiðri að vera maður gædd- ur hugsun og samvizku. „ÞAU HÖFÐU EKKI KLAKIÐ ÚT ÁLFT . . ." Margt hefur orðið til að sveipa minningu Florence helgisagna- kenndum dýrðarljóma. Á síðari tímum hefur mönnum verið gjarnt að setja hana sér fyrir sjónir sem blíðskaparfullan, nær- gætinn engil, en sú mynd er al- röng. Florence gat að vísu brugð- ið sér í engilslíki, er hún sat yf- ir deyjandi hermanni, en sá Florence, sem barðist gegn neyð og fordómum heima fyrir og á vígvöllunum, var raunsæ kona og tillitslaus og n^umast kven- leg í þess orðs algengustu merk- ingu, enda munu slíks fá dæmi um konur, sem eitthvað hefur kveðið að. Hún var flugmælsk og hikaði ekki við að láta falla meinlegar athugasemdir, ef henni bauð svo við að horfa. Þannig talaði hún um Evgeníu, drottningu Napóleons þriðja, sem „keisaraynjuna, sem er sköpuð til að vera saumakona." Enda var sagt, að sviðið hefði undan bituryrðum hennar „eins og vélbyssukúlum." Erfiðleikalaust gekk það ekki fyrir Florence að hafa sitt fram gegn vilja foreldra og ættingja. Skapsmunir hennar voru ekkert smáræði og stundum hlupu þeir með hana í slíkar gönur, að stappaði nærri brjálæði. „Við erum eins og endur, sem hafa ungað út villtum svani," and- varpaði aumingja móðir hennar. „Vesalings konan hafði á röngu að standa", sagði Lytton Stra- chey, sem skráð hefur ævisögu Florence. „Þau höfðu ekki klak- ið út álft ... heldur erni." Svo kom Krímstríðið með öll- um sínum hneykslanlegu hörm- ungum. Florence hafði þá þegar getið sér mikið frægðarorð fyrir umbætur í hjúkrunarmálum heimafyrir, og nú fékk hermála- ráðherrann hana til að fara aust- ur með flokk hjúkrunarkvenna, ef þær gætu einhverju áorkað til að lina þjáningar hinna særðu og sjúku hermanna, sem bókstaf- lega voru án alls, sem hægt var að telja til læknishjálpar og hjúkrunar. Helzta hersjúkrahús Breta var í Skútari, Litlu-Asíu- megin við Bospórus. Aðbúnaður- inn var þar svo hroðalegur, að Florence lét svo um mælt, að yf- ir hliði sjúkrahússins ætti að slanda sama áletrunin og á hurð- inni fyrir helvíti Dantes: „Þið sem gangið hér inn, gefið upp alla von." „VIÐ KYSSTUM SKUGGANN HENNAR . . ." Þetta jarðneska víti varð fræg- asti starfsvettvangur Flórensu Næturgala. Hún krafðist hreinna sængurfata fyrir hina særðu — sú bón þótti mörgum virðulegum enskum heiðursmanni þá nánast lýsa blygðunarlausri frekju — reglubundinna máltíða, lyfja, hreinlætistækja. Allt þetta fékk hún um síðir, en næstum hver sigur kostaði heiftarlega baráttu við sljóa og afturhaldssama her- foringja, herlækna og skrifstofu- blækur. Hérna, í daunillum sjúkraskýlum í sóðalegri aust- rænni borg, varð til hin klass- íska mynd af Florence Nightin- gale. Hún varð það bjarg, sem fórnardýr stríðsins byggðu traust sitt á. Stilling hennar, ráðsnilld og atorka gerðu hana að gyðju í augum þeirra. ,,Því einu, að sjá hana ganga framhjá, fylgdi óum- ræðileg hughreysting," skrifaði einn hermannanna heim. „Hún talaði oft við einhverja okknr og brosti til margra fleiri. Hún gat auðvitað ekki brosað til allra, skilurðu. Við lágum þarna hundr- uðum saman. En við vorum van- ir að kyssa skuggann hennar, þegar hann leið yfir okkur." — Það gekk kraftaverki næst 88 VIKAN-JOLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.