Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 62

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 62
VIKAN ætlar að byrja á því, að íara í einn leik við ykkur. Hann er svona: Einn morgun klukkan ellefu fyrir hádegi var hringt í sendiráð nokk- urt í fjarlægu landi.Karlmaður var í símanum og kynnti sig ekki, en spurði, hvort sendiráðið gæti gefið sér nokkra skýringu á hegðun konu sinnar, sem væri frá sömu þjóð og sendiráðið. Hún væri að öllu leyti andlega heilbrigð, nema hvað hún væri með undarlega fyrirtekt á sum- um sviðum. Sem dæmi sagði hann, að hún vildi ekki lambasteik, en vœri æst í lambakótelettur. Síðan lagði hann símann á, eftir að hafa Þó tilkynnt, að hann mundi hringja aftur á morgun á sama tíma. Þegar farið var að tala um þetta, fannst flestum, að þetta þyrfti ekki að vera neitt undarlegt — smekkurinn er misjafn, eins og allir vita. Það fór hins vegar að verða dálítið forvitnilegt, þegar maðurinn hringdi daglega á sama tíma margar næstu vikur og sagði venjulega ekki nema eina setningu í hvert sinn, en allar fjölluðu þær um þessi undarlegheit konunnar Hann sagði, aö hún vildi ekki sofa meö sceng, heldur aðeins með kodda. Hún vildi gjarnan fara á böll, en álls ekki dansa. Hún vildi helzt alltaf halda sig á gangstéttunum, en ekki á götunum, jafnvel þótt hún væri sjálf akandi. Þegar hún væri heima, vildi hún aðeins sitja á eldhúskolli, en ekki á venjulegum stofustól eöa stól með baki. Hún gengi alltaf í sokkum, en vildi ekki vera í skóm. Reyndar vildi hún ekki lengur ganga, heldur aSeins liggja. Þó tók nú út yfir allt, þegar hann sagði, aS þegar hún fœri aö synda, vildi hún aðeins vera með sundhettu, en ekki i neinum sundbol. Hún vœri hætt að lesa blöð eða bækur, læsi aðeins skattskrána. Hún væri hætt að þvo á sér andlitið, en burstaði þó álltaf tennurnar. Hún vildi ekki umgangast konur, að- eins karlmenn Hún vildi ekki vera úti, aðeins horfa út um giuggann. Það þýddi ekkert að gefa henni rósir, en hún elskaði nellikur. Þetta var eins og martröð á starfsmönnum sendiráðsins, því engin skýring virtist vera á þessu. Samlandar þeirra í borginni heyrðu um þetta og það varð brátt aðalumræðuefnið manna á meðal. Rétt fyrir ellefu á hverjum morgni þyrptist sendiráðsfólkið saman við símann og beið í ofvæni eftir hvað kæmi næst. Gat verið einhver skýring á þessu? Einhver lesandi VIKUNNAR hefur sjálfsagt heyrt þessa sögu áður. Hann er beðinn að gefa ekki upp skýringuna, nema kannski við sína allra nánustu, því að við erum að vona, að þetta geti orðið töluverð dægradvöl fyrir fólk núna um hátíðarnar — sé svarið vitað verður nefnilega lítið dularfullt við þetta lengur. Þeir, sem finna svarið, geta ef þeir nenna, sent VIKUNNI það og fengið að launum konfektkassa — komi fleiri svör verður dregið úr þeim Þeir sem þekkja söguna eiga eng- in laun skilið fyrir rétt svar og eru þvi vinsamlega beðnir að taka ekki þátt i keppninni. Svarið verður að hafa borizt fyrir 6. jan. 1968, en það mun verða birt í 3. tbl. VIKUNNAR. — Merkið svarið: „Sendiráðsþrautin" Vikan Pósthólf 533. ',',',',',',','S,',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',','^ HVER ER ÉG? Miðar eru útbúnir þannig að hægt sé að festa þá á bakið á fólkinu, en á þeim á að standa nafn einhvers frægs manns eða konu, núlifandi eða löngu liðinnar, erlendrar eða íslenzkr- ar, jafnvel alþekktrar sögupersónu. Breyta má til og láta standa atvinnu, þjóðerni eða þvílíkt á miðunum. Þeg- ar leikurinn byrjar er miðinn festur aftan á alla gestina, þannig að þeir sjálfir sjái ekki hvað á þeim stendur, en aítur á móti allir aðrir. Nú eiga þeir að spyrja sig áfram til að kom- ast að því, hver þeir séu, t. d.: Er ég íslendingur? Er ég leikkona? og þann- ig áfram. Oft gengur illa að komast að réttu svari og margt spaugilegt getur komið í ljós. Einhvern tíma var það t- d. reynt, þegar atvinna manns- ins stóð aftan á miðunum (t. d. banka- stjóri, Ijósmóðir, götusópari o. s. frv.) að hans rétta atvinna var skrifuð á miðann, en honum tókst ekki aS „finna sjálfan sig". E. t. v. má verð- launa þá, sem fyrstir geta rétt. Eitt- hvert hámark spurningafjölda verður oftast að setja. VÍSULEIKUR. Einn fer út, en á meðan velur fólk- ið sér vísu, sem allir þekkja. Þegar sá sem út fór kemur aftur, spyr hann almennra spurninga, en í svari við þeim, verður að felast eitt orð úr vís- unni. Gæta verður þess, að leggja ekki áherzlu á það orð í setningunni, þannig að sá sem út fór eigi erfitt öíinvcrskl 'Jan-Zan Þetta er gamalt kínverskt spil og geta þátttakendur verið eins margir og óskað er. Eiginlega er þetta fjárhættuspil, eða það má spila það þannig, en flest- ir munu nú nota spilapeninga. Jok- erinn er tekinn úr spilunum og lagður með framhliðina upp á borðið. Það sem hver spilamaður lcggur undir, setur hann við eitt horn jokersins, en þau eru merkt eins og sést á mynd- inni. Einnig er hægt að leggja undir mitt á milli tveggja talna og eiga þá rétt á báðum vinningsmöguleikum. — Á teikningunni er kringlótti spila- peningurinn settur á 3, en sá ferhyrndi bæði á 1 og 2. Sömuleiðis má setja á fleiri en eina tölu ef vill. Banka- stjórinn tekur við spilunum, sem ein- m VIKAN-JÓLABLAÐ með að finna það, en hann á að geta hvaða vísu er um að ræða. Sumar yrðu auðvitað mjög auðveldar, eins og t. d. Gamli Nói, þar sem erfitt mundi að koma Nóa-nafninu inn í almennt umræðuefni. Sé tekið skýringardæmi, væri þetta eitthvað á þessa leið, ef vísan „Komdu og skoðaðu í kistuna mína" væri valin. Spyrjandi: Finnst þér þessi leikur skemmtilegur? Svar: Komdu með einhvem skemmtilegri. Spurning: Hefurðu leikið hann áður? Svar: Oft og mörgum sinnum. Spurn- ing: Hvernig var veðrið í gær? Svar: Skoðaðu blöðin í gær, til að vita það, og þannig áfram, en það reynir á hugkvæmni þeirra sem svara. Haldið er áfram með vísuna, þar til spyrjandi hefur getio rétt, en sé vísan búin, hefur hann gefizt upp. TVEIR LEIKIR, ÞAR SEM EKKI MÁ NOTA HENDUftVAK. ^f-\ Skiptið fójLHjhu^I| tw "t$J>a. Foringi hvers hópsÓ^frraj^wtóÍB-^píKeða app- elsínu við háTSy/sea Jeg heldur fastri milli höku og heraar. Hann reynir svo að koma henni til næsta manns og má hvorugur nota hendur — sjálf- sagt er að piltur og stúlka komi henni hvort til annars, þar senjn þá geta orðið hálfgaWk(^staratlot,JIÍjnrog vakið kátínu áhOTfendtfT^' hópia' \sem fyrr lýkur þelsft og aptralsínan lefur fall- ið sjaldnajrN| góJfLDyhjá, yí nnur. Rétt er að taferyþapsfram, aðl detti app- elsinan, «r£.það ^á sem ,95 að rétta hana, sem teKur hima upp með hönd- hver þátttakenda hefur stokkað áður. Bankastjórinn tekur svo bunka af spilunum einhvers staðar nálægt miðju, skiptir þeim siðan í fjögurra spila bunka og þau spil, sem afgangs verða, sýna hver unnið hefur, verði 4 spil eftir, hefur vinningur komið á töluna 4, 3 spil á töluna 3 o. s. frv. Sé sett á vissa tölu borgar bankinn vinninginn þrefaldan, auk þess sem lagt var undir, en sé lagt mitt á milli og önnur sú tala kemur upp, er borg- að einu sinni það sem lagt var und- ir, auk þeirrar upphæðar. Bankinn hirðir svo það sem hinir tapa. I 2 3 dJSHl^ -» 0 u: uiS^^ ¦ . um og setur hana á sinn stað. í hin- um leiknum heldur hvor maður á skeið í munninum, en í skeiðinni er lítill bolti, harðsoðið egg eða gler- kúla. Kúlunni á svo að koma á leið- arenda frá skeið til skeiðar, en detti hún á gólfið, verður að taka hana upp með skeiðinni, án þess að hún sé tek- in úr munninum. ATTACK. Þetta er enskur leikur, eins og nafn- ið bendir til, en það þýðir áhlaup. — Hann hefur þann kost, að hægt er að leika hann hvar sem er, en þetta er bókstafaleikur. Einhver byrjar á því, að nefna tvo stafi, sem hann veit að geta staðið í orði, sá næsti má bæta staf annað hvort fyrir framan eða aftan, en ekki irin á milli, en þá getur hann haft allt annað orð í huga. Sá fyrsti hefur t. d. nefnt stafina GR og hugsað sér dægradvöl, annar bæt- ir I framan við og hugsar sér digra, sá þriðji bætir E aftan við og hugsar sér vígreifur, verið getur að sá næsti hafi sömu hugmynd og bæti I aftan við, sá næsti kannski S framan við og hugsi sér sígreiðandi — gerir ekk- ert til þótt nokkuð langt sé sótt — en nú gæti málið farið að vandast, og sá sem ekki getur bætt bókstaf við, fær eitt strik, sömuleiðis sá, sem bæt- ir staf við, sem myndar orð. Það er leyfilegt að nefna staf, alveg út í blá- inn, sem viðkomandi hefur ekki hugs- að sér orð við, en þá verður hann að vera viðbúinn, að hrópað sé til hans „Attack" og verður hann þá að nefna orð, sem stafirnir mynda, eða fá strik. Geti hann aftur á móti nefnt orð og hafi ekki verið að „blöffa" fær sá, sem hrópaði „Attack" strikið. Það má aðeins mynda óbeygð orð og ekki þannig samansett orð, að hvor liður geti staðið alveg sjálfstæður. ORBALEIKUR. Setið er í hring og einn byrjar á að segja 3 orð, sem öll byrja á sama staf, t. d. borð, bátur, barn, og sá, sem situr við hlið hans verður að gera samstundis úr því setningu eða gefa pant, t. d. barnið fór um borð og bát- urinn fór af stað — auðvitað reyna allir að velja erfiðari orð en þetta. FUGLINN FLÝGUR. Foringinn segir gestunum, að allir fuglar fljúgi hátt, en um leið veifar hann handleggjunum, eins og hann sé að fljúga og eiga allir þátttakendurn- ir að hafa það eftir honum. — Hann heldur áfram: Svalan flýgur, dúfan flýgur, örninn flýgur, og telur þann- ig upp fjölda fugla og alltaf eiga gest- irnir að gera flughreyfingar eins og hann, en að því kemur, að hann nefn- ir eitthvert dýr, sem ekki hefur vængi, segir t. d. kýrin flýgur, og þeir þátt- takendur, sem halda áfram að hreyfa handleggina við þá setningu, verða að gefa pant eða hætta leiknum. ÞEKKIÐ ÞIÐ HLJÓÐIÐ? Einn fer inn í annað herbergi og hefur opið inn til gestanna. Hann framleiðir nú ýmis hljóð, og á hver þátttakandi að skrifa svörin á pappír, við því hvað sé verið að gera f hvert skipti. Nokkrar tillögur um hvað hægt er að gera: Nuddið sandpappír utan í gler, látið spil þetta á gólfið, látið borðtennisbolta skoppa eftir gólfinu, skerið brauð, vefjið inn í pappír, blás- ið lofti í pappírspoka og lemjið hon- um í vegginn, brjótið egg á brún bolla, klippið pappastykki, brjótið gler, — og fjölda margt annað. 8ANK0R ',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',','S,',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',',', austri til vesturs, þannig að hver þátt- takandi á að hafa 6 spil á hendinni. Hin eru lögð á hvolf í bunka á miðju. Forhöndin byrjar. Sá setur út eins mörg spil og hann vill, en þó verða þau öll að vera af sama lit, hjarta, spaða, tígli eða laufi. Þessi spil legg- ur hann fyrir framan spilamann t. v. við sig, en síðan tekur hann jafnmörg spil úr bunkanum og hann lagði frá sér, þannig að sex séu á hendi. Sá sem fékk spilin reynir nú að drepa þau með sínum spilum, með hærra spili af sömu tegund, einnig getur hann trompað, sjá síðar. Geti hann drepið öll spilin má hann leggja spil á sama hátt fyrir næsta spilamann, eftir að hafa tekið jafnan fjölda spila úr bunkanum og hann missti, en geti hann það ekki, verður hann að taka Framhald á bls. 64. Tveir til átta geta spilað þetta spil, en séu þátttakendur fleiri en fimm, verður að nota tvenn spil, en þá er önnur spaðadrottningin tekin úr. Gildi spilanna er venjulegt, ás hæstur, en spaðadrottning er þó hæsta spilið. Að- alatriðið er að losna við spilin og þó aðallega að hafa ekki spaðadrottning- una á hendinni í lokin. Sá sem dregur hæsta spil gefur, 3 spil tvisvar, frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.