Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 69

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 69
fór nú barasta að brosa — með tár- in í augunum — nærri því eins og hún Sidda systir gerir stundum. Og svo sagði hann: — Nei, hann segir áreiðanlega ekkert við því. Þú manst svo eftir að biðja hann um það hin kvöldin að gefa öllum gleðileg jól. — Ég geri það á jólunum, sagði ég . . . Nú, og svo fór ég, og hann fylgdi mér fram . . Og jólagjaf- irnar fá þau . . Heldurðu að Hann sé nú ekki ánægður, pabbi minn? . . Það heldur mamma. Ég stóð upp og gekk til hans. Ég kyssti hann. Og svo tók ég hann og bar hann fram í eldhús til mömmu hans. Hún brosti. Þá sagði hann: — Ég þarf nú að borða, mann- eskjur. Og móðirin kom með matinn, og drengurinn fór að borða. En eftir nokkrar mínútur var hann sofnaður. Mamma hans leit á mig, tók hann svo í fangið og bar hann fram að dyrunum. Hún leit um öxl: — Við förum víst ekki í jólakött- inn, sagði hún. ☆ t>cgar við flúðum úr borgaraslyrjöldinni . . . . Framhald á bls. 27. á bónbjörgum fílhraustur maður- inn. Þetta var ljúfmenni hið mesta og tók málaleitun minni vel. Ég ræddi líka við skipstjór- ana á íslenzku skipunum og spurði þá hvort þeir vildu ekki taka hann með heim. Hann var alltaf öðru hvoru niðri í skipun- um og borðaði þar, en hvarf svo nokkru áður en þau fóru. Var því Ijóst að hann kærði sig ekk- ert um að fara heim. Nú tók ég til minna ráða, fannst ég ekki geta látið við svo búið standa, sfrákgreyið væri sýnilega á góðri leið með að fara í hundana. Ég sneri mér til lögreglustjórans og sagði honum hvernig í málinu lægi, ég væri þarna með góðan pilt sem ég væri hræddur um og ekki virtist hafa gott af að vera lengur í þessu andrúmslofti þarna í Barcelona, hvort hann gæti ekki hjálpað mér að koma honum á brott. Hann skildi aðstöðu mína fullkomlega. Þegar pilturinn kom næst niður á höfnina voru þar fyrir lögregluþjónar og tóku hann fastan. Honum var ekkert gefið að sök, en næsta dag, um það bil er skipið var að láta úr höfn, var honum skotið um borð. Ég veit ekki enn í dag hvort hann grunar að ég hafi verið potturinn og pannan í þessu, en heim er hann kominn og hinn heiðvirð- asti borgari. Maður verður stund- um að vera nokkuð harðhenfur við gott fólk. Það bar við að menn voru sendir til Spánar sér til heilsu- bótar. Einn slíkur var sendur til mín til þess að reyna að hafa úr sér gikt, en á verri stað var raunar ekki hægt að senda hann. Bæði ég og aðrir sem þama dvöldust þjáðumst töluvert af gikt. Loftið í Barcelona er mjög slæmt fyrir giktarsjúklinga. Þegar sól er sezt verður töluvert döggfall, göturnar verða þá rennandi blaut- ar á örskammri stundu, og maður verður allur rakur. Það er talið að þarna sé mikil lungnabólgu- hætta ef menn gæta þess ekki að klæða sig vel, og máltæki segir að kvöldloftið slökkvi ekki á kerti, en það drepi mann. Spánverjar eiga geysilega fjár- sjóði af ævafornum spakmælum. Það er stórkostlegt að tala við fólk sem hvorki kann að lesa né skrifa en hefur í hversdagslegu máli sínu slíka lífvizku í spak- mælum og orðtökum að helzt minnir á innblásin skáld eða sprenglærða heimspekinga. — Hvernig byrjaði borgara- styrjöldin á Spáni? — Hún átti sér langan aðdrag- anda en fyrir mér byrjaði hún með því að um miðjan júlí 1936 gerðist það nótt eina að við vökn- uðum við töluverða skothríð fyrir utan húsið þar sem við bjuggum uppi á áttundu hæð, kl. 4 um morguninn, Ég fór út að glugga og litaðist um og bar mér þá fyr- ir augu einhver kynlegasta sjón sem ég hef nokkurn tíma séð. Þarna var töluvert stór hermanna- flokkur, og skotin sem við vökn- uðum við hafa vafalítið komið frá honum. Fyrst sá ég ekki bet- ur en margir hermannanna hefðu fengið blóðspýju. Þeir voru allir eldrauðir að framan, en seinna fékk ég að vita þvernig á þessu stóð. Þeim hafði verið gefið rauð- vín að drekka, h'klega kolfylltir, en þegar byrjað var að skjóta urðu þeir hræddir og seldu upp, aumingja piltarnir. f þessum svif- um bar þarna að menn að reyna að koma þeim í skilning um að þeir ættu ekki að berjast í Barce- lona, og foringjarnir voru líka að reyna að hafa hemil á þeim. En allt í einu var eins og eldur færi um hópinn, hermennirnir réðust að foringjunum, hörðu þá niður og lömdu höfðunum á þeim við steinlagninguna. Munu marg- ir þeirra hafa týnt lífinu í þess- um sviptingum, og var þetta held- ur agalegt drama þarna í morg- unskímunni. Þessu næst rifu her- mennirnir sig úr jökkunum og féllust í faðma eins og allur heimurinn væri blíða og bræðra- lag. — Og hver var það sem réði þarna? — Það var nú erfiðara að vita. Segja má að stjórnin í Madrid og alls konar vopnaðir skarar hafi ráðið í Barcelona. En innan sjálfrar borgarastyrjaldarinnar voru alls konar prívat styrjaldir sem erfitt var að henda reiður á. Þarna var ógrynni af alls kon- ar mönnum sem báru vopn. Það fyrsta sem þeir gerðu var að KJOLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647 r- •7 Musokkar! ARWA 30 denier ARWA 60 denier ARWA Stretchlon ARWA Crépe ARWA Sokkabuxur VIKAN-JOLABLAÐ 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.