Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 54
Sláturfélag Suðurlands sér um hátíðamatinn að þessu sinni. Axel Mog-
enssen, yfirmatreiðslumaður, valdi nokkrar góðar uppskriftir í jólablaðið
og matbjó flestar þeirra, og birtast myndir af réttunum á þremur lit-
prentuðum siðum í jólabókinni. Þar sem annað er ekki sérstaklega tekið
fram, eru réttirnir fyrir 6—8 manns. Við val uppskriftanna hafði Axel
það sérstaklega í huga, að allt hráefni í þær fengizt í íslenzkum verzl-
unum. Verðið, sem gefið er upp, er miðað við verðlag hinn 1. nóvem-
ber síðast liðinn.
HANGIKJÖT
Mynd.
Jól án hangikjöts eru óþekkt
á íslenzku heimili í einhverri máltíð
hátíðarinnar, og ættu því allar hús-
mæður að kunna meðferð þess. Það
gæti þó verið gott að benda á, að
sjóða 1 lauk, 1 gulrót og 1 lárviðar-
lauf með, og að láta kjötið kólna í
soðinu. Það gerir kjötið ennþá ljúf-
fengara.
2Y2—3 kg. hangikjötslæri (verð pr. kg.
kr. 112.15, alls kr. 280.60-336.45) skal
aðeins sjóða í 1 klst. Útbeinað hangi-
læri þarf aðeins 35—40 mínútur, ef
látið er kólna í soðinu.
Frampartur kostar kr. 88.15 pr. kg.
FYLLT LAMBALÆRI
Mynd.
Steikingartími ca. IV2 kist.
Beinlaust læri (ca. 2>/2 kg.) er fyllt
með aprikósum (150 gr, verð kr. 12.00)
og vafið saman aftur. Stráð smávegis
salti. 4—5 sneiðum bacon (ca. kr. 33.75)
er raðað ofan á lærið og þær festar
með tannstöngli. Skerið eitt epli með
hýði í fjóra parta. Setjið hjá steik-
inni á pönnu og steikið í heitum ofni,
hellið vatni í pönnuna. Þegar steikin
er orðin brún, lækkið þá hitann svo ba-
conið brenni ekki, og IV2 tíma seinna
er steikin tilbúin. Hellið hálfum lítra
af vatni eða soði á pönnuna og látið
sjóða, svo allur kraftur frá steikinni
fáist í sósu. Læri með beini kostar
kr. 86.70 pr. kg.
Sósa:
1/2 ltr. heit mjólk,
100 gr. smjörlíki,
150 gr. hveiti,
1/2 tsk. rosmarin,
1 matsk. jarðarberjasuita.
Verð alls ca. kr. 30.00.
Bræðið smjörlíkið í potti og biandið
hveitinu í, hrærið vel saman. Heliið
mjólk í og þeytið, svo engir kekkir
verði, sigtið síðan soðið úr pönn-
unni í pottinn. Bætið sultu í og ros-
marin. Þeytið allt saman, bragðbætið
með salti og pipar eftir smekk.
Með lambasteik eru borin sykur-
brúnuð jarðepli og grænmeti súrt og
sætt.
LAMBAHRYGGUR
M/BACON OG SVESKJUM
Mynd.
Steikingartími ca. 1 klst.
Lambahryggur 2'/2 kg., verð pr. kg.
89.25, alls kr. 223.10.
Skerið með beittum hnífsoddi báð-
um megin niður með hryggbeini rétt
niður að yztu himnu og svo aftur á
þverveginn 1 cm breiðar ræmur, nudd-
ið svolitlu salti ofan á hrygginn, vefj-
ið 6 sneiðum af baconi utan um jafn
margar sveskjur, festið við hryggbein
með tannstöngli, setjið í heitan ofn.
Þegar hryggurinn er búinn að fá ljós-
brúnan lit, skal hella V2 ltr. vatni yfir
hann, án þess að bieyta baconið, og
meira vatni þarf að ausa yfir hrygg-
inn meðan á steikingu stendur. 2 - 2(2
kg. hrygg þarf að steikja um klukku-
stund. Fieiri sveskjur (alls 250 gr.
verð ca. kr. 17.00) þarf að sjóða í vatni,
með sykri og 2 negulnöglum. Soðin og
frönsk jarðepli, grænmeti, gúrkusalat
og góða sultu er sjálfsagt að bera
með.
NAUTAHRYGGSTEIK
Mynd.
Steikingartími ca. 2 klst.
2V2 kg. lend eða rófubiti pr. kg. kr.
195.00 — alls kr. 487.50, salt, pipar, 1
gulrófa, 1 iaukur, 1 lárviðarlauf. Krydd
og lögun sósu 15 krónur.
Þerrið kjötið, stráið salti og smávegis
pipar yfir kjötið. Laukur og gulrófa
skorið í bita og lagt hjá steikinni i
ofnskúffuna. Látið ætíð fitu snúa upp.
Látið brúnast vel, síðan er vatni, ca.
1 ltr., hellt yfir steikina og lárviðar-
laufið lagt ofan á. Það tekur um 2
tima að steikja slíka steik, en heldur
styttra, ef kjötið á að vera rautt.
Sigtið soðið upp í pott og látið 3—4
dropa sósulit í það. Þá er auðvelt að
veiða feiti af soðinu. Jafnið soðið með
hveitijafningi, dekkið með sósulit.
Bragðbætið með salti.
Skerið 4 lauka í sneiðar og steikið
á pönnu og setjið í sósuna.
1/2 dós saxaðir sveppir, brúnaðir á
pönnu, stráðir ögn af papriku og síðan
blandað í sósuna, eru mjög ljúffengir.
Bearnaisc sósa er mjög mikið notuð
með Roastbeef. Fæst tilbúin í dósum.
/
^.14.
m
NAUTASTEIK —
POTTSTEIK
Steikingartími ca. 1 klst.
1 ’/2 kg. lærisvöðvi,
Vi dós tómatpurré,
Salt, pipar, lárviðarlauf,
paprika .
Verð kjöts pr. kg. kr. 294.00, alls kr.
441.00. Krydd og lögun sósu: Verð ca.
kr. 35.00.
Brúnið 50 gr. smjörlíki í potti, stráið
salti og pipar yfir kjötið. Steikið
síðan kjötið á öllum hiiðum, stráið
nokkrum kornum papriku á steikina
og látið lárviðarlauf í pottinn, hellið
siðan 1 ltr. vatni f og sjóðið undir loki
við lágan hita. Snúið steikinni á 15
mín. fresti. Þegar steikin hefur soðið
í klst. hellið þá tómatmaukinu í soðið
og látið sjóða áfram ■ í nokkrar mín-
útur. Takið kjötið úr soðinu og jafnið
með hveitijafningi, bætið sósulit í og
bragðbætið með salti. Lítið glas af
rauðvíni, hvítvíni eða madeira, getur
bætt bragðið. Það þarf að sigta
sósuna áður en hún er borin á borð.
Soðin, steikt eða frönsk jarðepli ásamt
gulrótum og agúrkusalat er gott með.
PÖNNUSTEIKUR ÚR
NAUTAKJÖTI
Mynd.
IV2 kg- lundir eða filet, verð pr. kg.
kr. 313.50, alls kr. 470.25.
Til að fá góða pönnusteik, þarf að
nota lundir eða hryggvöðva. Skerið
kjötið í 3 cm þykkar sneiðar og berjið
létt. Brúnið smjörlíki, stráið smáveg-
is salti á sneiðarnar, steikið ca. 4
mínútur á hvorri hlið, minna ef kjöt-
ið á að vera rautt.
Nú kemur að því, sem gerir mat-
reiðsluna mest spennandi og það er
hvað skal hafa með slíkri pönnusteik.
Veljið um þessar aðferðir (þrjár
saman á mynd):
Sneiðið lauk, brúnið í smjöri og
hellið yfir steikina.
Saxið sveppi, brúnið á pönnu, bætið
pela af rjóma í, nokkrum dropum af
sítrónusafa, sjóðið nokkrar mínútur og
hellið svo yfir bautana. Verð ca. kr.
105.00.
Hleypið 8 egg (pocerið). leggið
eitt egg á hvern bauta og eina skeið
af tómatsósu yfir egg og bauta. Verð
ca. 75 kr.
Soðin jarðepli, grænar baunir eða
hrásalat eiga vel við bauta.
m
SVlNAKJÖT
í flestum menningarlöndum heims
er svínakjöt borið á borð sem aðal-
matur jólanna og reyndar við öil liá-
tíðleg tækifæri. ísienzkt svínakjöt er
með nýjum og bættum ræktunarað-
ferðum, orðið samkeppnisfært við það
erlenda.
Þar eð svínakjöt hefur ckkert hækk-
að í verði síðustu árin, er það með
því ódýrasta og bezta, sem hægt er
að kaupa í jólamatinn. Og eftir að
búið er að njóta hinnar bragðgóðu
svínasteikur sem aðalmáltíðar jólanna,
er hægt að nota afgangana í ljúf-
fengustu rétti, án mikillar fyrirhafnar
eða tilkostnaðar. Allt það, sem gefið
er upp hér í eftirfarandi uppskriftum,
fæst í íslenzkum verzlunum.
SVÍNAKÓTILETTUR
Kótilettur 2—2i/2 kg. á 250 kr. pr.
kg.
Kótiletturnar þarf að berja, en at-
hugið að fletja þær ekki of mikið út,
því þá missa þær of mikinn safa. Strá-
ið salti á þær og iátið standa augna-
blik, eða meðan þér þeytið 1 egg með
svolitlu vatni, sem svo kótilettumar
eru vættar í. Snúið þeim svo í ósætu
brauðraspi og ljósbrúnið á báðum
hliðum. Síðan má dampa þær í gegn
með því að bæta nokkrum dropum a£
vatni í smjörlíkið og setja lok á pönn-
una, gerið það við vægan hita.
Það eru margir, sem ekki vilja
Gerið svo vel að fletta upp á bls. 59.
HUSMÆÐUR ATHUGIÐ
Notið salt eftir eigin smekk, áður en annað krydd er notað. Krydd á að bæta bragð matarins, en ekki yfirgnæfa það.
Kynnizt notkunargildi hverrar kryddtegundar og eiginleika hennar. Þá fyrst fáið þér fulla ánægju af að matbúa, ásamt
ótæmandi fjölbreytni í matartilbúningi. Kjötmeirir (Meat-Tenderizer — Ködmörer) ætti að vera jafn sjálfsagt krydd og
salt í öllum íslenzkum eldhúsum. Munið aðeins að allt kjöt, sem kjötmeirir á að notast vjð, verður að vera þítt, og notið
ekki salt með kjötmeiri. Farið ávalt eftir eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Þa fáið þér fullkominn arangur.