Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 54

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 54
Sláturfélag Suðurlands sér um hátíðamatinn að þessu sinni. Axel Mog- enssen, yfirmatreiðslumaður, valdi nokkrar góðar uppskriftir í jólablaðið og matbjó flestar þeirra, og birtast myndir af réttunum á þremur lit- prentuðum siðum í jólabókinni. Þar sem annað er ekki sérstaklega tekið fram, eru réttirnir fyrir 6—8 manns. Við val uppskriftanna hafði Axel það sérstaklega í huga, að allt hráefni í þær fengizt í íslenzkum verzl- unum. Verðið, sem gefið er upp, er miðað við verðlag hinn 1. nóvem- ber síðast liðinn. HANGIKJÖT Mynd. Jól án hangikjöts eru óþekkt á íslenzku heimili í einhverri máltíð hátíðarinnar, og ættu því allar hús- mæður að kunna meðferð þess. Það gæti þó verið gott að benda á, að sjóða 1 lauk, 1 gulrót og 1 lárviðar- lauf með, og að láta kjötið kólna í soðinu. Það gerir kjötið ennþá ljúf- fengara. 2Y2—3 kg. hangikjötslæri (verð pr. kg. kr. 112.15, alls kr. 280.60-336.45) skal aðeins sjóða í 1 klst. Útbeinað hangi- læri þarf aðeins 35—40 mínútur, ef látið er kólna í soðinu. Frampartur kostar kr. 88.15 pr. kg. FYLLT LAMBALÆRI Mynd. Steikingartími ca. IV2 kist. Beinlaust læri (ca. 2>/2 kg.) er fyllt með aprikósum (150 gr, verð kr. 12.00) og vafið saman aftur. Stráð smávegis salti. 4—5 sneiðum bacon (ca. kr. 33.75) er raðað ofan á lærið og þær festar með tannstöngli. Skerið eitt epli með hýði í fjóra parta. Setjið hjá steik- inni á pönnu og steikið í heitum ofni, hellið vatni í pönnuna. Þegar steikin er orðin brún, lækkið þá hitann svo ba- conið brenni ekki, og IV2 tíma seinna er steikin tilbúin. Hellið hálfum lítra af vatni eða soði á pönnuna og látið sjóða, svo allur kraftur frá steikinni fáist í sósu. Læri með beini kostar kr. 86.70 pr. kg. Sósa: 1/2 ltr. heit mjólk, 100 gr. smjörlíki, 150 gr. hveiti, 1/2 tsk. rosmarin, 1 matsk. jarðarberjasuita. Verð alls ca. kr. 30.00. Bræðið smjörlíkið í potti og biandið hveitinu í, hrærið vel saman. Heliið mjólk í og þeytið, svo engir kekkir verði, sigtið síðan soðið úr pönn- unni í pottinn. Bætið sultu í og ros- marin. Þeytið allt saman, bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Með lambasteik eru borin sykur- brúnuð jarðepli og grænmeti súrt og sætt. LAMBAHRYGGUR M/BACON OG SVESKJUM Mynd. Steikingartími ca. 1 klst. Lambahryggur 2'/2 kg., verð pr. kg. 89.25, alls kr. 223.10. Skerið með beittum hnífsoddi báð- um megin niður með hryggbeini rétt niður að yztu himnu og svo aftur á þverveginn 1 cm breiðar ræmur, nudd- ið svolitlu salti ofan á hrygginn, vefj- ið 6 sneiðum af baconi utan um jafn margar sveskjur, festið við hryggbein með tannstöngli, setjið í heitan ofn. Þegar hryggurinn er búinn að fá ljós- brúnan lit, skal hella V2 ltr. vatni yfir hann, án þess að bieyta baconið, og meira vatni þarf að ausa yfir hrygg- inn meðan á steikingu stendur. 2 - 2(2 kg. hrygg þarf að steikja um klukku- stund. Fieiri sveskjur (alls 250 gr. verð ca. kr. 17.00) þarf að sjóða í vatni, með sykri og 2 negulnöglum. Soðin og frönsk jarðepli, grænmeti, gúrkusalat og góða sultu er sjálfsagt að bera með. NAUTAHRYGGSTEIK Mynd. Steikingartími ca. 2 klst. 2V2 kg. lend eða rófubiti pr. kg. kr. 195.00 — alls kr. 487.50, salt, pipar, 1 gulrófa, 1 iaukur, 1 lárviðarlauf. Krydd og lögun sósu 15 krónur. Þerrið kjötið, stráið salti og smávegis pipar yfir kjötið. Laukur og gulrófa skorið í bita og lagt hjá steikinni i ofnskúffuna. Látið ætíð fitu snúa upp. Látið brúnast vel, síðan er vatni, ca. 1 ltr., hellt yfir steikina og lárviðar- laufið lagt ofan á. Það tekur um 2 tima að steikja slíka steik, en heldur styttra, ef kjötið á að vera rautt. Sigtið soðið upp í pott og látið 3—4 dropa sósulit í það. Þá er auðvelt að veiða feiti af soðinu. Jafnið soðið með hveitijafningi, dekkið með sósulit. Bragðbætið með salti. Skerið 4 lauka í sneiðar og steikið á pönnu og setjið í sósuna. 1/2 dós saxaðir sveppir, brúnaðir á pönnu, stráðir ögn af papriku og síðan blandað í sósuna, eru mjög ljúffengir. Bearnaisc sósa er mjög mikið notuð með Roastbeef. Fæst tilbúin í dósum. / ^.14. m NAUTASTEIK — POTTSTEIK Steikingartími ca. 1 klst. 1 ’/2 kg. lærisvöðvi, Vi dós tómatpurré, Salt, pipar, lárviðarlauf, paprika . Verð kjöts pr. kg. kr. 294.00, alls kr. 441.00. Krydd og lögun sósu: Verð ca. kr. 35.00. Brúnið 50 gr. smjörlíki í potti, stráið salti og pipar yfir kjötið. Steikið síðan kjötið á öllum hiiðum, stráið nokkrum kornum papriku á steikina og látið lárviðarlauf í pottinn, hellið siðan 1 ltr. vatni f og sjóðið undir loki við lágan hita. Snúið steikinni á 15 mín. fresti. Þegar steikin hefur soðið í klst. hellið þá tómatmaukinu í soðið og látið sjóða áfram ■ í nokkrar mín- útur. Takið kjötið úr soðinu og jafnið með hveitijafningi, bætið sósulit í og bragðbætið með salti. Lítið glas af rauðvíni, hvítvíni eða madeira, getur bætt bragðið. Það þarf að sigta sósuna áður en hún er borin á borð. Soðin, steikt eða frönsk jarðepli ásamt gulrótum og agúrkusalat er gott með. PÖNNUSTEIKUR ÚR NAUTAKJÖTI Mynd. IV2 kg- lundir eða filet, verð pr. kg. kr. 313.50, alls kr. 470.25. Til að fá góða pönnusteik, þarf að nota lundir eða hryggvöðva. Skerið kjötið í 3 cm þykkar sneiðar og berjið létt. Brúnið smjörlíki, stráið smáveg- is salti á sneiðarnar, steikið ca. 4 mínútur á hvorri hlið, minna ef kjöt- ið á að vera rautt. Nú kemur að því, sem gerir mat- reiðsluna mest spennandi og það er hvað skal hafa með slíkri pönnusteik. Veljið um þessar aðferðir (þrjár saman á mynd): Sneiðið lauk, brúnið í smjöri og hellið yfir steikina. Saxið sveppi, brúnið á pönnu, bætið pela af rjóma í, nokkrum dropum af sítrónusafa, sjóðið nokkrar mínútur og hellið svo yfir bautana. Verð ca. kr. 105.00. Hleypið 8 egg (pocerið). leggið eitt egg á hvern bauta og eina skeið af tómatsósu yfir egg og bauta. Verð ca. 75 kr. Soðin jarðepli, grænar baunir eða hrásalat eiga vel við bauta. m SVlNAKJÖT í flestum menningarlöndum heims er svínakjöt borið á borð sem aðal- matur jólanna og reyndar við öil liá- tíðleg tækifæri. ísienzkt svínakjöt er með nýjum og bættum ræktunarað- ferðum, orðið samkeppnisfært við það erlenda. Þar eð svínakjöt hefur ckkert hækk- að í verði síðustu árin, er það með því ódýrasta og bezta, sem hægt er að kaupa í jólamatinn. Og eftir að búið er að njóta hinnar bragðgóðu svínasteikur sem aðalmáltíðar jólanna, er hægt að nota afgangana í ljúf- fengustu rétti, án mikillar fyrirhafnar eða tilkostnaðar. Allt það, sem gefið er upp hér í eftirfarandi uppskriftum, fæst í íslenzkum verzlunum. SVÍNAKÓTILETTUR Kótilettur 2—2i/2 kg. á 250 kr. pr. kg. Kótiletturnar þarf að berja, en at- hugið að fletja þær ekki of mikið út, því þá missa þær of mikinn safa. Strá- ið salti á þær og iátið standa augna- blik, eða meðan þér þeytið 1 egg með svolitlu vatni, sem svo kótilettumar eru vættar í. Snúið þeim svo í ósætu brauðraspi og ljósbrúnið á báðum hliðum. Síðan má dampa þær í gegn með því að bæta nokkrum dropum a£ vatni í smjörlíkið og setja lok á pönn- una, gerið það við vægan hita. Það eru margir, sem ekki vilja Gerið svo vel að fletta upp á bls. 59. HUSMÆÐUR ATHUGIÐ Notið salt eftir eigin smekk, áður en annað krydd er notað. Krydd á að bæta bragð matarins, en ekki yfirgnæfa það. Kynnizt notkunargildi hverrar kryddtegundar og eiginleika hennar. Þá fyrst fáið þér fulla ánægju af að matbúa, ásamt ótæmandi fjölbreytni í matartilbúningi. Kjötmeirir (Meat-Tenderizer — Ködmörer) ætti að vera jafn sjálfsagt krydd og salt í öllum íslenzkum eldhúsum. Munið aðeins að allt kjöt, sem kjötmeirir á að notast vjð, verður að vera þítt, og notið ekki salt með kjötmeiri. Farið ávalt eftir eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Þa fáið þér fullkominn arangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.