Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 21
ViS upptökur. Efst hægra megin: Þorsteinn Ö. Stephensen ógnar Róberti Arnfinnssyni og Guð- björgu Þorbjarnardóttur. A3 neðan: Ævar R. Kvaran sýnist eiga í vök að verjast fyrir Herdísi Þorvaldsdóttur, en henni leikur ofurlítið sigur- bros um varir. Margt hafa þeir brallað saman, Þorsteinn og Lórus, og iðulega leikið skemmtilegan tvímenn- ing. Þessi gamla mynd er úr gamla stúdíóinu í Landsímahúsinu. Myndin að neðan er einnig úr því húsi. Þar eru þeir saman í upptökuklefa — resíi, sem þeir kalla svo — Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Jón Sigbjörnsson, magnaravörður, sem nú er yfirmaður hljóðupptökudeildar útvarpsins, og Jón Múli Árnason, sem til skamms tíma só um leikhljóðin í útvarpsleikritum. ■ : m — Það var fIjótlega eftir að útvarpið kom til sögunnar. — Nú hlýtur að vera töluverður munur á að gera leikrit úr garði fyrir útvarp eða fjalir. — Sum leikrit, sem ætluð eru fyrir svið, henta alls ekki í útvarpi. Þau leikrit, sem eru svo mikl- ir sjónleikir, að helmingurinn af áhrifum þeirra er fólginn í því að þau sjáist, eru náttúrlega frá- leit í útvarpi. En svo er aftur fjöldi góðra sjón- leikja, sem henta útvarpi ágætlega. Það eru samtalsleikrit, sem gera ekki miklar kröfur til að sjást. — Er ekki í sumum tilfellum til þæginda að hagræða eitthvað slíkum sjónleikjum, áður en þeir eru fluttir í útvarpi? — Það þarf að hagræða þeim og I mörgum tilfellum er ávinningur fyrir verkið að stytta það. Oftast nær eitthvað. Þó eru til höfundar sem skrifa og byggja verk sín af svo mikilli kúnst að manni finnst að ekkert megi missast, þá verði lykkjufall. — Hvenær byrjaðir þú að vinna við leiklistar- deildina? — 1947, minnir mig það hafi verið. — Var leiklistardeildin til fyrir þann tíma? — Nei, hún var ekki til. Tilhögunin á vali leikrita hér var sú, að skrifstofa útvarpsráðs, eða þá bókmenntaráðunautur útvarpsráðs, hringdi í einhvérn leikara og spurði, hvort hann hefði ekki eitthvert leikrit. Þetta var þannig heldur laust í reipunum. Þegar ég tókst svo á hendur starf leiklistarstjóra hér, varð í mínum verka- hring að velja leikrit, þýðendur og leikstjóra að þeim. Það segir sig sjálft, að mismunandi verk henta mismunandi fólki, og það er reynt hér eins og alls staðar annars staðar að velja þá sem maður hyggur vera rétta þýðendur að öllum meiri háttar verkum, rétta leikstjóra og rétta leikara. Aður en þetta starf varð til, hafði ég verið þulur hjá útvarpinu í 12 ár, og náttúrlega jafn- framt leikið mikið með. En í rauninni er kannski ekki hægt að segja, að leiklistardeiId hafi þá verið stofnuð, því þegar ég hætti sem þulur og fór í þetta, var það með samningi, sem fyrstu árin gilti frá ári til árs. Þar var mér uppálagt ekki aðeins að sjá um öll leikrit, heldur átti ég að vera sjálfur leikstjóri að — ég man ekki hvað — öðru hvoru leikriti eða meira, og þar að auki Framhald á bls. 76.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.