Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 24

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 24
ÞEGAR VID FLÚÐUM ÚR BORGARASTYRJÖLDINN! ÁSPÁNI Rsett við Helga P. Briem ambassador FyrsfS lnlufi Texfi: Sigvalcfi Hjálmarsson Dr. HELGI P. BRIEM AMBASSADOR er sá maður sem lengst hefur starfað í utanríkis- þjónusiu íslands. í meira en þrjá áratugi var hann fulltrúi fslands í ýmsum löndum í þremur heimsálfum og hafði bein kynni af mörgu því stórmenni sem helzt mótaði þró- un heimsmálanna þennan tíma. Helgi hefur því frá mörgu að segja, og fyrir bænastað minn lét hann tilleiðast að leyfa mér að taka niður ýmislegt af því sem á daga hans hefur drifið. Helgi býr á tíundu hæð að Sólheimum 23 Reykjavík. Þar uppi í kyrrðinni, hátt yfir skarkala umferðarinnar á götunum, hefur hann og kona hans Doris búið um sig einkar visllega með einstaklega fallegum húsgögn- um sem mörg eru fengin frá Spáni, þar sem þau dvöldust löngum fyrr á árum, miklu og merku safni bóka, fögrum málverkum og ýmsum sjaldséðum gripum. Þar er gömul bændakista frá Spáni, skatthol franskt frá því fyrir stjórnarbyltinguna, og voru ekki búin til nema eitthvað 150 siík, silfurvasi og fleiri stórmerkir gripir frá Persíu, og likneski frá tímum 18. konungsættarinn- ar í Egyptalandi, 3900 ára gamalt. Ég hreiðra um mig í þægilegum stól í skrifstofunni hans Helga með kaffibollann á borðinu fyrir framan mig. Þetta er kyrrlát- ur sumardagur. Frú Doris situr frammi í stofunni eitthvað að sýsla, en Sally, Peking- eser sem þau hjón eiga, liggur fram á lappir sínar á gólfinu með einstökum virðingarsvip, eins og hundi af svo göfugu ætterni sæmir. Gegnt mé^ er Helgi og segir rólega frá og yfirlætislaust. Ég hlusta forvitinn og gleymi því alveg að ég er blaðamaður. Það er alltaf bezt að gleyma hver maður er. Þetta er bara eins og að hlusta á vin sinn segja frá liðnum dögum. Það fyrsta sem mér var trúað fyrir var 24 VIKAN-JÓLABLAÐ að fara suður á Spán, 1931, ef ég man rétt. Þar var allt komið í óreiðu, mjög erfitt að fá saltfiskinn greiddan, en hann var þá helzta útflutningsvara þjóðarinnar, og 60% fóru til Spánar. Ég var sendur til Barcelona og bjó þar þessi fjögur ár sem ég var í því landi, en saltfiskneyzlan þar í borginni var svo mikil að við seldum þangað 50 tonn á dag, 15 þús. tonn á ári. Þetta var heldur ein- kennileg staða. Ég var kallaður fiskifulltrúi, sem þýddi að ég ætti að reyna að greiða fyrir saltfisksölunni. — Þú hefur verið við danska sendiráðið í Madrid. — Ég hafði auðvitað gott samband við það. En sendiherrann var þá í París og hafði fulltrúa fyrir sig á Spáni. Hann var ágætis maður og hámenntaður, talaði svo fullkomna spænsku að Spánverjar sjálfir áttu erfitt með að skilja hann. Hann hafði mjög gott vit á persneskri málaralist og safnaði gimsteinum með afbrigðilegum litum, t. d. voru tópasarn- ir hans ekki gulir heldur sjógrænir. Einu sinni vildi hann sýna mér þá og fór úr skón- um mér til furðu, en hann geymdi gimstein- ana í litlum poka í tánum á skónum sínum. Hann var auðvitað ekki interesseraður af lífi og sál í saltfiski. Fyrir bragðið varð starf mitt meira að hafa samband við Spánar- stjórn, og var ég þá skipaður verzlunarfull- trúi við sendiráðið í Madrid. Þetta gekk allt í hálfgerðu brasi. Saltfiskkaupendur sögðust ekki geta fengið að yfirfæra peninga til fs- lands, og stjórnin lagði æ fastar að fslend- ingum að kaupa spænskar vörur, en það var ekki auðvelt því að Spánverjar framleiða ekki mikið af vörum sem við þurfum á að halda í stórum stíl. Þó keyptum við ógrynni af salti, en það var svo ódýrt að litlu mun- aði. Greiðslujöfnuður Spánar við útlönd varð stöðugt verri, enda er það jafnan að þegar einhver voði er í aðsigi, bylting, eða þó það sé ekki annað en gjaldeyrisfall, þá er eins og öll strá stingi. Allir sem gátu, reyndu að koma gjaldeyri undan, og Spánarbanki fékk lítið. - Hvernig féll þér við Spánverja? — Þeir' eru indælis menn, en þeir eru ekki eins og við miklir einstaklingshyggju- menn. Hver Spánverji veit upp á hár að hann er gáfaðri, betur menntaður og að öllu leyti fullkomnari en aðrir menn, en þessu óskaplega sjálfsáliti fylgir náttúrlega nokk- ur vanmáttarkennd. Stolt og vanmáttarkennd fylgjast vanalega að. Við höfðum t. d. ráðs- konu, yndislega manneskju, og hún kunni bæði að lesa bókstafi og tölur. Við bjuggum í sambyggingu og hver íbúð hafði litla mið- stöð út af fyrir sig svo hægt væri að hita upp á köldum vetrardögum, sem jafnvel get- ur verið nauðsynlegt á Spáni. Einhvern tíma fyrsta veturinn sem við bjuggum þarna gerð- ist það að geysilegir skruðningar komu f miðstöðina. Ég fór fram í eldhúsið og sá að hitamælirinn sýndi 105 stig. Ég kallaði því á ráðskonuna og sýndi henni að þarna stæði á hitamælinum „peligro" sem þýðir hætta, og mælti hitamælirinn aldrei slíga yfir 100, því að þá upphæfust þessir skruðningar og miðslöðin gæti sprungið i loft upp. En kon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.