Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 89

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 89
hverju hún og hjúkrunarkonur hennar fengu áorkað. Fyrir komu hennar dóu fjörutíu og tveir af hverju hundraði hermanna, sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið. Á starfstíma „næturgalanna", eins °g hjúkrunarsveit Florence var gjarnan kölluð, hjaðnaði dánar- talan niður í tvö prósent. Þakk- keti dátanna, sem áttu konunni ttieð lampann líf og heilsu að launa, verður ekki með orðum ^ýst, en allt annan hug báru til hennar þær skammsýnu rolur úr stétt embætlismanna og herfor- ingja, sem mest hafði sviðið und- an miskunnarlausum ádeilum hennar. „Hér austúrfrá er ekki einn einasti embættismaður," sagði Florence eitt sinn, „sem |ekki myndi láta brenna mig á (báli eins og Jóhönnu frá Örk, ef hann ætti þess kost. En þeir Pora ekki að blaka við mér, því PÍó*Sjn stendur á bakvið mig." Þetta voru orð að sönnu, sem betur fór. Oft er það svo, að al- Pýða manna er heldur svifasein að átta sig á nytsömum nýjung- Urn, en það átti ekki við um "rezkan almenning við þetta taskifæri. Um Florence var sagt heirna fyrir, að hún hefði ein ^anna getið sér æruorð í Krím- stríðinu. 1 þakklætisskyni var nenni auðsýndur margs konar ^eiður, meira að segja gaf Vikt- Pría drottning henni brjóstnál, skreytta brillíöntum. Hætt er þó r'o að drottningin, þessi smá- smugulega og þurfdrembna, flat- Pyzka sveitakerling, hafi undir- niðri ekki verið sérlega hrifin af "etjunni frá Skútari, sem svo nlífðarlaust hafði brotið þær ^eginreglur hræsni og yfirdreps- Skapar, sem fyrirfólk Bretlands 'tfði þa eftir — samkvæmt allra ^ðarsamleguslu fyrirmynd "ennar hátignar. KEISARAHLÁTUR. Þegar Florence yfirgaf Tyrk- land, var hún niðurbrotin á sál ¦>g Hkama. Þrátt fyrir að hún MfíSi áorkað miklu, gat hún ekki °snað við þá tilfinningu, að starf ^ennar hefði misheppnazt að "erulegu leyti. Hún náði þó hárri 5lli; lézt 1910. ¦Reiði brezku þjóðarinnar 'e§na óreiðunnar í stríðsrekstr- num varð líka til þess, p.ð Aber- 'een lávarður sagði af sér em- )aetti forsætisráðherra og Palm- PSton tók við. Skömmu síðar dó ^'kulás Rússakeisari, gagntek- nn vonleysi og bölmæði, en við °k sonur hans Alexander, hinn lnr»ar með því nafni. Fáum mán- 'ðum síðar dó Raglan lávarður jka- Hann tók sér svo nærri l°rmungar þær, er hermenn lans urðu að þola og hann með ettu taldi sig bera ábyrgð á, að Lann lét hjá líða að leita sér ^ekninga gegn sjúkdómi, sem aSzt hafði á hann, og flýtti |annig fyrir dauða sínum. Þótt ilaufskur væri og illa gefinn, sýndi lávarðurinn þannig að minnsta kosti að hann var nógu mikill enskur séntilmaður til að deyja á réttum tíma. Bezti hershöfðinginn, er þátt tók í stríði þessu, var að öllum líkindum rússneski hervirkja- fræðingurinn von Todleben, sem stýrði vörn Sevastópól. Þótti hann sýna mikið hugvit og hreysti í því hlutverki. Honum átti eftir að skjóta upp í sögunni síðar, því að það var hann, sem stjórnaði liði Rússa og Rúmena í hinni frægu orrustu um Plevna, í stríði þessara þjóða við Tyrki 1877—78. Sagt er, að þegar Al- exandri öðrum keisara var for- talið að sú borg væri fallin Rúss- um í hendur, hafi sett að honum óstöðvandi hlátur, og þótti tíð- indum sæta, því jöfur þessi var alvörumaður mikill. Hætt er við að þegnum hans, sem í eldlín- unni stóðu, hafi ekki verið slík kátína í hug, en þetta dæmi er sjálfsagt aðeins eitt af mörgum um að ólíkur er skemmtismekk- ur landstjórnarmanna og undir- sáta þeirra. En í Sevastópól varð Todleben ekki sigursæll, þrátt fyrir allan sinn dugnað. Borgin féll banda- mönnum í hendur í september 1855. Auk Todlebens kemur mönnum gjarnan í hug annar Rússi, sem var i hinu umsetna liði. Hann pundaði þar á banda- menn úr fallbyssu, en á milli þess að hann þannig sá Flor- ence Nightingale fyrir verkefn- um, skrifaði hann Sögur frá Sevastópól, sem fyrstar ritverka hans vöktu á honum verðskuld- aða athygli. Hann hét Leó Tol- stoj. Friður var saminn í París vor- ið eftir. Helztu atriði samnings- ins voru þau, að siglingar á Dóná skyldu öllum þjóðum frjálsar, að Rússar mættu ekki halda úti her- skipaflota á Svartahafi og að Valakía og Moldavía skyldu heyra áfram undir Tyrkjasoldán, að nafni til að minnsta kosti. VEGIR DROTTINS. Ánægðastur allra styrjaldarað- ila var Napóleon þriðji. Vegur hans heima fyrir og raunar einn- ig út á við hafði vaxið allmjög við sigur þennan, þótt lítill væri og dýrkeyptur. Hann taldi sig nú hafa hefnt á Rússum þeirra ófara, er hinn mikli frændi hans fór fyrir beim 1812. Til þess að auðmýkja þá sem eftirminnileg- ast, lét hann ráðherra sinn einn, er var óskilgetinn sonur Napó- leons mikla, undirrita friðar- samninginn fyrir hönd Frakka. Er mælt að Rússum hafi sviðið það tiltæki miklu sárar en ósig- urinn, sem breytti þó valdahlut- föllum á meginlandi Evrópu tálsvert þeim í óhag. Frakkland varð þar nú aflur voldugast ríkja og hélt þeirri aðstöðu unz Þjóðverjar sigruðu það 1870—71. Bretar voru ekki eins ánægðir —•? BLAUPUNKT OG UTVARPSFÓNAR /> GRANADA £?j FLORIDA ^^ 45.325 Hagstætt verð. Hagkvœmir greiðsluskilmálar. Afsláttur gegn staðgreiSslu. GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suí Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 — Sími 35200 • v í ~r.) tveggja manna svefnsófar kr. 10,100 með tveim samstæðum stólum kr. 19.900 Sendiim hvert á land sem er. Húsaagnaverzlnnin BnslóO við Nóatún - Sími 18520 VIKAN-JÓLABLAÐ 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.