Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 66

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 66
DANISH GOLF Nýr stór! góctur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! SmávindilljSem ánægja eradkynnast.DANISH GOLF erframleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kauþid í dag DANISH GOLF iþœgilega 3stk.þakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK um aS tala um í dag.... Jó, og Dísa hugsaði svolítið. Svo sagði hún, að . . . já, hún gæti bezt trú- að því . . Hann hefði sama sem sagt mér, það. Hann væri svo mik- ill vinur barnanna. ... Ég spurði hana þá, hvort hún vildi koma með mér? — Ég veit ekki, sagði hún. — Það er ekki víst, að mamma vilji leyfa mér það. Leyfa þér það? Úr því að Hann hefur sagt mér, að ég eigi að gera þetta, þá hefur Hann líka sagt, að þú eigir að vera með mér, fyrst ég bið þig að koma, og heldur þú, að mamma þín sé ó móti því, sem Hcmn hefur sagt — og núna, þegar afmælið hans er að koma? — Kannski ég komi þá, sagði Dísa, — en annars ert það þú, sem hefur verið sagt að gera þetta — og það er ekkert víst, að ég. . . . — Sagðirðu ekki sjálf, að Hann væri vinur barnanna, og heldurðu þá . . . ? Ég anza þessu nú ekki, sagði ég. — Annars geri ég þetta líkci fyrir pabba minn, því að hann mundi annars hafa gert það, en hann langar svo til að klára stíl- ana, og svo geri ég það fyrir mömmu, sem vill, að pabbi fái að klára þá og geti skrifað í jólafrí- inu sínu — já, alveg eins og við leikum okkur og þurfum ekki í skóla! Hann þagnaði andartak, en hélt síðan áfram: — Svo sagði Dtsa: — En það ert þú, sem verður að segja allt. Þú ert svo góður að segja. — Jæja, sagði ég, — ég er svo- sem ekkert góður svoleiðis, en við látum nú sjá. Og svo stukkum við af stað, og Dísa var svo hroðalega góð að hlaupa — það var svo gott að hlaupa með henni, að ég varð bar- asta ekkert lúinn. Eg varp öndinni og spurði: — En Nonni, hvað sagðirðu við þá, sem þið fóruð til? — Eg sagði bara, að það þyrfti að kaupa jólagjafir fyrir fátæk börn, og hvort . . . já, að við Dísa værum að safna peningum, og svo spurði ég, hvort maðurinn vildi ekki gefa svolítinn aur. — Og fólkið? — Það var að spyrja, hver hefði beðið okkur. — Og hvað sagðir þú? Hann hikaði dálítið, en sagði síðan: — Ég sagðist bara ætla með peningana til prófastsins, því ég skal segja þér eitt, pabbi: Það er svo einkennilegt, hvað sumir verBa skrítnir, ef maður fer að spyrja um eða nefna Jesú eða Guð, svo ég . . . — Og hvernig gekk ykkur þá? — Allt í þessu fína með það. Við fengum mikla, mikla peninga, næst- um því eintóma seðla. ÞaS spurði sumt, hvað við hétum, og hver ætti okkur, og ég sagði það — og hvað við værum gömul, og sumir klöpp- uðu okkur, og einn sagðist vera frændi þinn, og hann sagðist þekkja þig og baS aS heilsa. SömuleiSis, sagði ég fró þér. Og hann gaf okk- ur stærsta seðilinn. Það var hundr að kall. Nei, ég man ekki hvað maðurinn hét, en hann var aga- lega stór og feitur, og þaS vdr . . . var svona skipalykt af honum. — Hann var víst af togaranum aS sunnan, sem liggur hérna viS bryggjuna. ÞaS er veriS að gera við vélina í honum. Hann fer klukk- an níu í kvöld. Stóri maðurinn klappaði mér afskaplega vel, en það var bara eitthvað svo þung á honum höndin. — Fóruð þið til margra? — Já, já, margra, margra. En ég þekki þá ekkert — suma, en sumir hafa líka komið hérna til ykkar mömmu og drukkið kaffi, svona karlar, sem tala mikið — ég man ekki, hvað þeir heita, — iú, hann Þórarinn kennari og hann Jónas — ég þekki þá. — Hvað svo með peningana — ertu með þó? — Peningana? Eg gerSi eins og ég sagði. Ég fór með þá til prófasts- ins — hreint alla saman, og Dísa vildi ekki, og ég fór bara einn. En prófasturinn var svo góour, og fyrst bæði þéraði ég hann og yðraði hann, eins og mamma sagði mér einu sinni, að ég ætti að gera, en svo gleymdi ég því nú víst, en var samt voða kurteis, nikkaði, þegar ég heilsaSi og kvaddi. Og Nonni hneigSi sig svolítiS. Nei, ég brosti ekki, en ég hélt áfram að spyrja: — Og hvað sagðirðu við hann? — Ég sagði honum bara allt, ja, að Dísa héldi það endilega, að Jesús hefSi sagt mér aS fara og gera þetta, svo að fátæku börnin á Holtinu og fátæku börnin hans Elliða og hans Jóa brennivíns gætu fengið jólagjafir, því að foreldrarn- ir. . . . Nonni litli hristi höfuðið: — Nei, nei, þeir gætu ekkert gefið þeim, þau væru svo voðalega mörg, börnin á Holtinu og hjá honum Ell- iða þarna upp fró, og hann Jói brennivíns drykki . . . já, drykki svo mikið brennivín. — Nú — og hvað sagði prófast- urinn? — Hann sagði nú ekkert fyrst. Hann var bara voða góður og kúnstugur í framan, og svo sagði hann, — já, hann sagSi: — Og þú kemur með þetta til mín? — Já, ert þú ekki . . . ekki fyrir . . . þú talar um GuS og Jesú í kirkjunni — jólabarnið, ég man á jólunum ( fyrra — ert þú ekki eig- inlega fyrir þá hér? sagði ég. Þá varð hann enn skrítnari og spurði mig nú ákaflega eitthvað einkennilega — Kkt og hann væri hólf leiður: | - Finnst þér þó ekki, að ég hefði átt að gera þetta sjálfur? — Hvað? sagði ég, því að ég bara skildi hann ekki. — Safna peningunum. — Þú? Ekki hefðir þú getað hlaupið svona — og svo þarft þú aS . . . já, þarft þú ekki aS skrifa 66 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.