Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 93

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 93
AN-12 og hvolfdi úr sér hernaðar- varningi. Þær komu inn yfir fiall- garðinn og lækkuðu sig yfir vatn- inu, þar til þær voru komnar nógu langt til að renna sér inn að lend- ingarbrautinni. Flugtakið og klifrið fór eins fram. Modesty hafði verið sagt að dalurinn sæist varla úr tuttugu þúsund feta hæð eða hærra, aðeins vatnið sæist. Hver deild var býsna vel vopnuð. Hver vopnaflokkur var nægjanlegur í sjáífu sér, en tegundirnar voru margar. Þarna voru AR-15, vopna- kerfi fró Bandaríkjunum. Rifflar frá Rússlandi, handsprengjur fró Tékkó- slóvakíu og franskar sprengiur; þýskar og ítalskar talstöðvar, brezk- ar skriðdrekasprengjur og fjarstýrð- ar eldflaugar. Þegar til kastanna kæmi myndu engin þung farartæki fara með flugvélum. Lítil fimmta herdeild hafði verið mynduð í Kuwait síð- ustu fimm órin og tylft sendiferða- bíla myndi standa í þægilegri fjar- lægð frá flugvellinum, hernum til afnota. Njósnabílarnir tíu fyrir b(l Modesty myndu fara loftleiðis og sömuleiðis eitthvað um hundrað hraðskreið mótorhjól og sex hundr- uð og fimm millimetra fallbyssur. En léttu skriðdrekarnir, allar vara- birgðirnar og birgðirnar, sem áttu að standa undir hertökunni eftir fyrstu tuttugu og fiórar klukku- stundirnar, myndu koma sjóleiðina á tuttugu þúsund tonna flutninga- skipi, sem kæmi sakleysislega inn á höfnina í Kuwait, nokkrum klukku- stundum áður, en fyrsta fallhlífar- deildin lenti á flugvellinum. Aðeins ein deild frelsishersins átti að fara á sjó, deild Bretts, sem átti að fara loftleiðina út úr daln- um, sex dögum fyrir D-daginn og koma svo af hafi. Hvernig þeir óttu að komast um borð í skip og hvar vissi hún ekki, en hún vissi að D-dagurinn átti að verða 11. september, eftir rétt innan við sex vikur og að K-klukkustundin var 0500. Hún horfði á Thamar raða tafl- mönnunum upp á nýjan leik. Hann var frábrugðinn öðrum mönnum hér. Hún hafði engar tilfinningar til hans, en hún fann muninn. Lieb- mannmennimir og Saratamir og Delgadoarnir — allt voru þetta menn sem áttu ekki samvizku til og höfðu tæmt sjólfa sig af virðingu fyrir öðrum. Thamar var vélmenni sem aldrei hafði gert sér Ijóst að sam- vizka eða virðing fyrir öðrum gaeti verið til. Hún skaut augum ó tvíburana. Þeir voru byrfaðir að rífast og jusu liótum orðum yfir hvorn annan. Karz horfði óhugalaust á þó. Þeir hættu að spila. Sarat teygði úr sér, glotti, gekk svo að hæginda- stól og tók tímarit upp úr hrúgunni við hliðina á honum. , Tvíburarnir hættu að rifast og Lok dró blokk til sín og tók að teikna, mjög vandlega þverskurð af hundrað og fimm millimetra fall- byssu, Chu kveikti sér ( sígarettu og starði út í bláinn. "1 LAVENITE TVILITU hreinlætistækin eru víðfræg fyrir fegurð og hreinan stíl, enda framleidd af hinum viðurkennda ítalska fyrirtæki Richard - Gínori (stofnsett 1735). LAVENITE (skrásett vörumerki) er fyrsta flokks gæðavara úr keramik. Þessi tegund af glerkenndu postulíni einkennist af þv! að glerungurinn nær miög langt inn í leirinn, þolir vel högg og er ónæm fyrir snöggum hitabreytingum og óhrifum fró sýru (hitaveityvatni) og litum. RICOSWCI ¦* GinOPÍ verksmiðjurnar eru einnig heimsþekktar fyrir framleiðslu sína á gólf- og veggflísum og alls konar borðbúnaði úr postulíni. BYGGÍNGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORG HVERFISGÖTU 76 SÍMI 12817 Þremur dögum óður hafði Mo- desty séð fyrstu agaaftökuna. Tyrki úr deild Hamits hafði lagt hendur ó eina konuna — Leilu, þá kynóðu. Hann hafði slegið hana niður og kiálkabrotið hana. Það hafði verið flogið með hana burt í flugvélinni og næsta dag dó Tyrkinn á sviðinu, undir málmhanzkaklæddum hönd- um tvíburanna. • Framhald í næsta blaði. 14nefjalíylli a$ kra$taverkum Framhald á bls. 15. þína, ef ég byði sjálfum mér til Drumbeat í kvöld? Adrienne horfði grandskoð- andi á hann. Það var laugardag- ur, og samkvæmt venjunni þetta mánaðarlega klúbbkvöld með dansi. Það leyndi sér ekki, að Spencer var að reyna að verða sér úti um afsökun til að komast undan þátttöku. Hún klappaði Bracken á kollinn, því hann var svo óþolinmóður að komast á- fram. — Við ætlum að hafa osta- súpu og appelsínutertu með kremi, svaraði hún með upp- gerðar rósemi. — En hvað með Jessicu? — O, hún bjargast án mín. Það verður þessi vanalegi gaura- gangur heima hjá okkur fyrst. Það saknar mín enginn. Ég neyðist til að vera hjá sjúklingi. Hann blikkaði með öðru auga. — Og þú? — Ég ætla ekkert. Henni flaug í hug, að hún hafði beðið Martin Westbury að koma eftir kvöld- matinn, en ýtti því frá sér. Eftir hádegismatinn hafði hún ekki lengur haft viðþol ein með sjálfri sér og Julie, heldur farið til Sophiu March og sagt henni frá konu Martins. Gamla konan hafði ófús viðurkennt að hafa vitað um Caroline Wyndham, en að öðru leyti en því að hún barðist sleitulaust fyrir trölla- trú sinni á réttlæti og réttsýni Martins, gat hún ekki huggað Adrienne að neinu gagni. Þótt gesturinn ávítaði hana fyrir að hafa ekki sagt henni frá Caroline að fyrra bragði, hafði hún varðveitt sitt virðulega fas og haldið fram, að það væri ekki í hennar verkahring að dreifa slíkum upplýsingum. Adrienne hafði orðið örg, og reiðin í garð Martins hafði steypzt yfir hana aftur, en á leiðinni heim sefaðist skynsemin á ný og hún fann til djúprar virðingar fyrir Sophiu March. Nú var henni næstum léttir að því að geta lagt sorgir og áhyggjur til hlið- ar og slegið á glens og gaman við Ian Spencer. VIKAN-JÓLABLAÐ 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.