Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 60

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 60
Þrettán konur, jafnmargar dög- unum, sem áður voru taldir til jóla, gefa hér lesendum JÓLA- BÓKAR VIKUNNAR beztu smá- kökuuppskriftimar sínar. Hjá sumum fékk ég fleiri en eina uppskrift, svo erfitt var að velja, og þessvegna mun ég birta af- ganginn í næsta blaði með fleiri kökuuppskriftum. Ég þakka konunum fyrir hönd lesenda kærlega fyrir þessa skemmtilegu jólagjöf. FRÚ ANNA BJARNASON Víðimel 65. Frú Anna er gift Gunnari Bjarnason, skólastjóra. Ég vissi af eigin raun, að þar væri góðar uppskriftir að fá, m. a. var uppskriftin af „Heimsins beztu brúnu kök- um“, sem birtist í JÓLABÓK- INNI í fyrra, komin frá henni. SMJÖRKÖKUR. 250 gr ísl. smjör (sveitasmjör er bezt), 250 gr sykur, 325 gr hveiti, 1 egg. Hveiti og sykri blandað saman, smjörið mulið í, síðan hnoðað sam- an með egginu. Hnoðað sprungulaust í lengjur, sem svo eru skornar niður, þegar þær eru orðnar mátulega harðar. Kökurnar settar á plötu, síðan penslaðar með samanþeyttu eggi, ofan á alla kökuna er stráð skorn- um möndlum. Bakist við fremur vægan hita, Ijósbrúnar. Þetta eru mjög ljúf- fengar smákökur. FRÚ GUÐRÚN KVARAN Sóleyjargötu 9. Guðrún er gift Böðvari Kvaran. Ég hafði frétt af frá- bærlega góðum kökum á því heimili og fór því fram á að lesendur VIKUNNAR fengju að sjá uppskriftir af einhverj- um þeirra og var því góðfús- lega tekið. — Önnur þeirra birtist í næsta blaði. KORNFLAKESKÖKUR. 2 eggjahvítur, 1 bolli ljós púður- sykur, 2 b. kornflakes, 1 b. kókós- mjöl, y2 b. muldir hnetukjarnar, 50 gr brytjað suðusúkkulaði, \'2 tsk. vanilludropar. Hvíturnar stífþeyttar og sykur- inn þeyttur saman við. Hinum efn- unum blandað VARLEGA í og deigið sett með teskeið á ósmurða plötu (finnst yfirleitt betra að smyrja ekki plötuna undir smá- kökur). Bakaðar í ca. 15 mínútur og látnar standa aðeins á plötunni, áður en þær eru losaðar. FRÚ GUÐRÚN EIN ARSDÓTTIR Grettisgötu 98. Frú Guðrún er ekkja Gísla Sveinssonar sendiherra. Hún stóð á fimmta áratug fyrir gestkvæmu embættismanns- heimili bæði hér á landi og erlendis og hefur orð á sér fyrir kunnáttu og leikni í matreiðslu, og ekki sízt eru kökur hennar alþekktar fyrir gæði. Hún var ekki viss um að þessar smákökur væru beztu kökumar, sem hún bak- ar, en þær eru einna sérkenni- legastar, þar sem notaðar eru í þær harðsoðnar eggjarauð- ur. ÁSTARKRANSAR. 4 harðsoðnar eggjarauður, 375 gr hveiti, 250 gr hreint smjör, 125 gr flórsykur, vanilludropar. Eggjarauðurnar muldar saman við hveitið og það hnoðað með smjörinu, sykrinum og dropunum. Úr deiginu eru búnar til mjóar stengur, þar af Jitlir kransar, sem dýft er í egg og sykur. Mega ekki standa of þétt á plötunni (smyr venjulega plötuna undir fyrstu kökurnar, síðan ekki, þegar mikil feiti er í þeim). Bakaðar mjög Ijós- brúnar við 125 gr. hita í mínuin ofni. FRÚ HELGA BJÖRNSDÓTTIR Hagamel 15. Frú Helga er ekkja Jóns Björnssonar frá Bæ, kaup- manns í Borgarnesi. Heimili þeirra var rómað fyrir glæsi- leik og gestrisni, og frú Helga er frábær húsmóðir og mat- reiðslukona. IIRINGIR. 375 gr smjör, 250 gr sykur, 2 mat- skeiðar vatn (kalt vatn), >/2 tesk. gerpúlver, hveiti eins og hnoðast upp I — deigið á að vera mjúkt. Þegar búið er að hnoða deigið er l>að látið kólna, síðan flatt út og skorið undan stóru glasi — lítill hringur tekinn úr í miðjunni. Þeytt cgg eða rjómi borið ofan á og kökunum dýft niður f gróft steyttan sykur (molasykur) og punnt flysjaðar möndlur, sem hef- ur verið blandað saman. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Sömu uppskrift má nota í harða tertu og deigið þá flatt út á pappfr (smjörpappír eða aluminiumpappír) skorið út undan stórum diski — uppskriftin nægir í 5 til 6 botna, sem eru bakaðir ljósbrúnir við vægan hita — síðan látnir kólna, teknir af pappírunum og lagðir saman með Raspbcrry-sultu. FRÚ MARTA ÓLAFSSON Sunnuvegi 13. Frú Marta er gift Braga Ólafssyni, verkfræðingi, og á sjálfsagt ekki marga lands- menn hér á landi, því að hún er tékknesk. Mér fannst for- vitnilegt að frétta eitthvað um kökubakstur í Tékkóslóvakíu. Frú Marta segir, að ekki sé mikið um smákökubakstur þar, miklu meira um alls kon- ar brauð fyrir jólin. Hún gaf okkur samt ákaflega góða upp- skrift, sem birtist hér á eftir. HUNANGSKÖKUR: 180 gr. sykur, 350 gr. hveiti, 2 stk. egg, 1 tsk. lyftiduft, 2 msk. hunang (volgt), 14 tsk. kanell V\ tsk. neguli, hýði af hálfri sftrónu. Deigið er hnoðað, flatt út f rúm- Iega 1 cm pykkt og síðan skorið í fjórar lengjur. Tvær og tvær iengj- ur cru bakaðar saman fylltar með blönduðum, smáskornum fíkjum, döðlum, valhnetum, sveskjum og blönduðu súkkati. Bakað cr við meðalhita. Pegar kakan er orðin köld, cr hún þakin flórsykursglas- súr og skorin í u. þ. b. IV2 cm breiðar ræmur. FRÚ HELGA EENARSDÓTTIR Hjarðarhaga 17. Frú Helga er gift Ólafi Guðnasyni, stórkaupmanni, og er líklega yngsta konan í þess- um hópi. Hún er þó með eina gamalþekktustu smákökuteg- undina, hálfmánana. Þeir eiga þó yfirleitt lítið sameiginlegt annað en nafnið og lögunina, og ber öllum saman um að þessir hálfmánar séu sérlega Ijúffengir, eins og reyndar allar hennar kökur. HÁLFMÁNAR. 170 gr kartöflumjöl, 100 gr hveiti, 100 gr sykur, 3 matsk. mjólk, 100 gr smjörlíki, 1 tsk. vanilludropar, 14 tsk. lyftiduft, >/2 tsk. hjartarsalt, 1 egg, þykk jarðarberjasulta eða sveskjusulta. Deigið hnoðað, látið standa í ca. 15 mín. (ekki í ísskáp), flatt út fremur þunnt, þó ekki svo að það rifni utan af sultunni. Slcorið út mcð glasi, sléttfull teskeið af sultu sett á hvcrja köku sé meðalstórt glas notað, sjálf nota ég heldur lítið glas og þá 14 tsk. af ’sultu. Jarðarberjasuitan þykir heimilis- fólkinu bctri en sú úr sveskjum, hún vcrður bara að vcra hæfilega þykk. Annar helmingur kökunnar lagður yfir hinn, og börmunum þrýsti ég svo saman með fingrun- um, en ekki með gaffli, eins og ai gcngt er, finnst það fallcgra og minni hætta cr á að barmarnir rifni þannig. Ég ber hcldur ekkert ofan á þá cins og margir gcra og baka þá svo mjög ljósa, þannig að daufur litur sé kominn ofan á þá, cn þó öruggt að þeir séu fullbak- aðir. Bakaðir við 250 stiga hita. FRÚ BETTY ÞORB J ÖRNSSON Austurbrún 17. Frú Betty er bandarísk kona, búsett! á íslandi, gift Sigurbirni Þorbjörnssyni, rík- isskattstjóra. Hún segir að þessi uppskrift sé af mjög al- gengum bandarískum smá- kökum og að engu leyti sín uppfinning, en hún bakar þær oft og heimilisfólki og gest- um þykja þær góðar. Þær hafa líka þann kost, að auð- velt og fjótlegt er að baka þær. 60 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.