Vikan


Vikan - 07.12.1967, Síða 6

Vikan - 07.12.1967, Síða 6
SPARNAÐUR. Kæra Vika! Þú ert ópólitísk eins og ég, og þess vegna sezt ég niður og skrifa þér, ekki um neitt dægurþras, heldur hápólitískt efni. Nú er komið hálfgert hungurhljóð í þjóðarskrokkinn, lítil sem engin veiði og sama sem ekkert verð fyrir það iitla, sem hægt er að uppdrífa úr sjónum. Kassinn er þar af leiðandi að tæmast. Það kemur vist ekkert í hann nema fáeinar krónur frá gjaldheimt- unni og áfengisverzluninni. Mik- ið megum við vera fegin, að fjöldi manna drekkur og drabb- ar, finnst þér það ekki? Þegar illa árar eins og nú, verður að grípa til einhverra „ráðstafana“ eins og þeir kalla verðhækkanir og aðrar byrðar, sem lagðar eru á almenning. En dettur engum í hug sparnaður hjá því opinbera? Það verður kannski ekki aftur snúið með sjónvarpið, en skynsamlegt hefði verið að draga svolítið að koma því á fót, þar til við höfum al- mennilega efni á því. En hvern- ig er með hægri handar akstur- inn? Er ekki hægt að fresta hon- um í nokkur ár? Hann hlýtur að kosta reiðinnar ósköp og þess vegna væri tvímælalaust sparn- aður í því að fresta honum. Mér er sagt, að Bretar ætli að breyta yfir í hægri akstur í framtíðinni. En þeir eru svo skynsamir að ráðast ekki í það, fyrr en fjár- hagurinn leyfir það. Ég hef ekkert vit á pólitík og er bara ósköp venjulegur al- múgamaður. En mínar tillögúr í yfirstandandi erfiðleikum eru þessar, ef nokkur kærir sig um að vita það: Frestum hægri hand- ar akstrinum og eyðum ekki of miklum peningum í sjónvarpið! Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, Vinstri-sinnaður. Sjónvarpiff er líklega vinsæl- asta opinbera stofnunin um þess- ar mundir. Fáir mundu vilja láta draga úr starfsemi þess. Og líklega er orðiff of seint aff hætta viff hægriaksturinn, þótt þaff hefffi óncitanlega veriff skynsam- legt, eins og málum er nú háttaff. DRAUMRÁÐNINGAR. Kæri Póstur! Ég sé, að það hafa margir beð- ið þig um svar við spurningum sínum, og langar til að gera slíkt hið sama. Hvernig stendur á því, að í þættinum Lög unga fólksins koma sumar kveðjur aldrei en aðrar oft? Og hvers vegna heidur Vikan ekki áfram að koma með draum- ráðningar, eins og hún gerði? Og geta stúlkur orðið leigubíl- stjórar? Ef svo er, hvaða mennt- un þarf þá til þess? Og hvers vegna fylgja bara ábyrgðarskírteini einstaka Luxo- leslampa? Og svo enga útúrsnúninga. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. SpuruII. Atama var nú aldeilis romsa. En viff skulum reyna aff svara því sem viff getum: 1) Þaff ber- ast áreiffanlega svo margar kveffjur, aff ekki er vifflit að koma þeim öllum á framfæri. 2) Þaff er orffiff talsvert langt síðan viff höfðum sérstakan þátt fyrir draumráffningar. En viff réffum einn stórmerkilegan draum hér í Póstinum í síðasta blaffi. 3) Já. Þaff er aff minnsta kosti ein á Akureyri. Meirapróf er skilyrðiff. 4) Þessu getum viff þvi miffur ekki svaraff. FRÆÐSLA í KYNFERÐISMÁLUM. Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur, sem erum í miklum vanda, og okkur langar til að leita til þín í vandræðum okkar. Þannig er mál með vexti, að okkur langar til að vita, hvort það sé nokkur staður, t. d. í Reykjavík, sem veitir fræðslu í kynferðismálum. Við höfum báðar verið með sömu strákunum í rúmlega sex mán- uði, og nú er komin alvara í kunningsskapinn. Við hreinlega þorum ekki að sofa hjá þeim, vegna hræðslu við að verða ó- frískar. Góði Póstur! Hjálpaðu okkur nú, og ef þú vildir vera svo góð- ur: enga útúrsnúninga. Tvær nítján ára. Fræffslu í kynferffismálum virffist mjög ábótavant í skólum liér á landi, eins og þetta bréf ber meff sér. Þaff er skrifaff meff fallegri rithönd og rétt stafsett, svo aff stúlkurnar tvær virðast hafa hlotiff góffa inenntun. — En þaff hefur láffst aff veita þeim fræffslu um þetta mikilvæga at- riffi. Heimilin virðast hcldur ekki hafa séff ástæffu til aff segja þeim frá því fyrirbrigffi lífsins, sem hverjum manni er nauffsynlegt aff kunna skil á. Tepruskapur í þess- um efnum lieyrir fortíðinni til. Við vitum ekki um neina stofn- un, sem lætur í té fræffslu um þetta, en þaff virffist sannarlega ekki vcita af aff stofna hana. Viff 6 VIKAN-JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.