Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 6

Vikan - 05.12.1968, Síða 6
HaCOHh SÚPUR Svissneskar súpur Ekkert land stendurframar í gestaþjónustu og matargerb en SVISS. HACO súpur eru frá Sviss Hámark gæda Vegetable de Luxe Chicken Noodle Primavera Leek Oxtoil Celery Aspa ragus Mushroom Tomato HaC0*H> FrílhlinK»uppe Potijf prinlinkT LANDIÐ ÞITT Elsku Póstur! Við höfum ákveðið að gera þig að dómara í deilu- máli okkar. Þetta er veð- mál og mikið í húfi. Deilu- efnið er þetta: Hvað eru margir bæir til á landinu, sem heita LAUGALAND. Ég segi tveir, en hann fjór- ir. Hvort er réttara? Beztu kveðjur. Skötuhjú. Ekki erum við nógu góðir í landafræði okkar eigin lands, að við treystum okk- ur til að segja hjálparlaust til um þetta. En við skul- um fletta upp í bókinni Landið þitt og sjá hvað þar stendur. Þar eru gefnir upp þrír bæir með þessu nafni: Tveir í Eyjafjarðasýslu, og einn í Rangárvallasýslu. Annar bærinn fyrir norð- an er á Þelamörk, stendur vestan í Moldhaugnahálsi rétt við þjóðveginn til Ak- ureyrar. Hitt Laugalandið er í rauninni tveir bæir, Ytra- og Syðra-Laugaland í Staðarbyggð í Önguls- staðahreppi. En samkvæmt símaskránni eru átta bæir með þessu nafni, svo að þið hafið örugglega bæði rangt fyrir ykkur. GÓÐ SJÓNVARPSDAGSKRÁ OG GEÐILLAR KERLINGAR Kæri Póstur! Nú get ég ekki lengur orða bundizt yfir bréfi þessarar „bálreiðu heima- setukerlingar“ um dagskrá sjónvarpsins. En frekjan og tilætlunarsemin. Ég segi fyrir mitt leyti, að dagskrá- in er stórfín. Þótt ég sé að- eins 18 ára og ætti þess vegna að vera á böllum um allar helgar (sem ég gerði hér áður), er ég hætt að fara út nema örsjaldan, því að alltaf er eitthvað í sjón- varpinu, sem ég vil ekki missa af. Ég veit, að for- eldrar mínir eru miög ánægðir með, hve oft ég er heima núna. Það er ekki bara Forsyteættin, heldur líka sakamálamyndin eftir höfund Melissu, Grannarn- ir, Lucy Ball, enskar sjón- varpskvikmyndir, gamlar, amerískar og enskar kvik- myndir, þáttur Jóns Múla, sumar franskar myndir, Millistríðsárin, myndir um fátækt í stórborgunum, Op- ið hús, Denni dæmalausi, Lassí og Hrói höttur. — Óli Gaukur og fleiri hljóm- sveitir fyrir miðaldra fólk hafa aldrei hrifið mig, en þær ættu að falla þessari kerlingu í geð. Auglýsing- arnar eru alltaf skemmti- legar, sérstaklega rétt fyr- ir jólin. íþróttirnar eru ágætar og veðurfréttirnar nauðsynlegar, þótt veður- fræðingarnir séu ekki nein- ar Hollywood-stjörnur. Ég er sammála, að barnatím- inn er þrautleiðinlegur, síðan Hinrik hætti. Fræðslu- og kennslumynd- ir eru margar hverjar ágætar og nauðsynlegar. Það er svo margt, sem hægt væri að telja upp, og hverig væri ef ekkert væri sjónvarpað? Þá gæti þessi ■kerling kannski rifizt út af Vikunni eða útvarpinu. Útvarpið hlusta ég aldrei á, nema Lög unga fólksins og Á nótum æskunnar, svo að ég get eklcert um það sagt. En Vikuna les ég alltaf spjaldanna á milli og finnst hún ómissandi eins og sjónvarpið. Mér finnst, að þessar óhamingjusömu konur, sem sjá vankanta á öllu og vilja öllu breyta, en hafa ekki hugmynd um hvernig þær vilja breyta því, — mér finnst, að þær ættu að líta í eigin barm og at- huga, hvort það sé ekki eitthvað að hjá þeim, hjónabandserjur til dæmis eða þvíumlíkt. Ein 18 ára TV-aðdáandi. P.S. Eitt vantar í sjón- varpið. Það er þátturinn „Top of the Pops“ frá brezka sjónvarpinu, BBC. Það er alveg dýrðlegur þáttur. En kannski mundi hann ríða kerlingunni að fullu. Eins og kunnugt er er smekkur lolks afar mis- jafn og því crfitt að' gera öllum til hæfis. Okkur hafa að undanförnu borizt bréf, þar sem kvartað hel'- ur verið yfir, að dagskrá sjónvarpsins sé léleg, og 0 VTKAN-JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.