Vikan


Vikan - 05.12.1968, Qupperneq 11

Vikan - 05.12.1968, Qupperneq 11
*#*&##&#***##*#********#**#************************ EFTIR GYLFA GRÖNDAL Jólin eiga rætur sínar að rekja langt aftur í forneskju. Germanskar þjóðir gerðu sér dagamun um þetta leyti árs. Heiðin jól norræn voru fyrst og fremst uppskeruhátíð. Menn efndu til fagnaðar eftir góðan af- rakstur og neyttu ríkulega af þeirri björg, sem þeir höfðu dregið í bú sín. Heiðin jól voru tákn góðs gengis og veraldlegra gæða. Jólin eru yngst af hinum þremur árlegu hátíðum kristinna manna. í frumkristni voru stórhátíðirnar aðeins tvær: páskar og hvítasunna. Ekki var vitað um fæðingardag frelsarans, þar sem hans er hvergi getið í guðsspjöllum heilagrar ritningar. En síðar valdi kirkjan ákveðinn dag til þess að minnast komu Krists í þennan heim. Eyrst varð 6. janúar, þrettándinn, fyrir valinu, en á fjórðu öld er farið að halda 25. desember hátíðlegan. Kirkjan breytti þannig jólunum og helgaði þau Ivristi. Þau áttu að verða tákn um nýtt og betra mannlíf, sem Kristur boðaði. t augum kristinna manna eru jólin því ímynd þeirra lífsgæða, sem ekki verða metin til fjár og engin gengislækkun fær skert: friðar og ljóss, mildi og mannúðar. Eru jól nú á dögum haldin í þeim anda, sem kristin kirkja gerði ráð fyrir í upphafi? Eða líkist jólahald okkar ef til vill fremur uppskeru- hátíð hinna heiðnu i'orfeðra okkar? Spurningar af þessu tagi skjóta upp kollinum ár hvert, þegar skammdegið ræður ríkjum og hátíð Ijóssins er á næsta leiti. Því miður mun naumast ofmælt, að jól margra komi og fari og skilji lítið sem ekkert eftir. Það er lagt í mikinn kostnað við undirbúning þessarar mestu hátíðar ársins. Híbýli eru skreytt jafnt að utan sem innan. Gómsætur og íburðarmikill matur er hafður á boðstólum. Dýrar gjafir eru gefnar bæði börnum og fullorðnum. Þeir sem betur mega sín berast mikið á, og hinir vilja ekki sýnast eftirbátar þeirra. Margir heimilis- feður verða að leggja hart að sér til þess að geta staðið straum af þeim kostnaði, sem fylgir því að halda jól hátíðleg á þann hátt, sem einn þykir hæfa hér á landi nú til dags. Það gleymist, sem mestu máli skiptir: boðskapur fæðingarhátíðar frelsarans. Þannig virðast jólin aftur á valdi þess afls, sem lætur forgengileg verð- mæti sitja í fyrirrúmi, — þess afls, sem oftast hefur illt í för með sér, jafnvel ófrið og grimmd, og Kristur nefndi Mammon. Sumum kann að virðast einu gilda, hvort jól séu liátíðleg haldin með þessu móti eða hinu. Þeir hugsa ef til vill sem svo, að heimurinn verði hvorki betri né verri fyrir það. Sú er þó einmitt raunin. Hvort aflið verður yfirsterkara, friðurinn og mannúðin eða liið gagn- stæða? A því veltur heill okkar og gæfa. Og jól eru það fyrirbæri Hfsins, sem helzt getur vakið til umliugsunar um raunverulegt gildi þess að vera til. Þau eru því griðasaður aflsins, sem eitt megnar að skapa okkur nýtt og betra mannlíf. I von um sigur þess óskum við öllum gleðilegra jóla. VIKAN-JÓLABLAÐ 11 ,**#**#**#*##****#****#***#**********#*************
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.