Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 13

Vikan - 05.12.1968, Síða 13
HWWíiWWmWWWWÍíWWWÍWWÍWWiWTOWWWííWWWíWWWWWWWWWÍ 4 «■ '3- 4 «■ x!- iBRtt ifiiæ DÍJ I oU B 3ol t káetunnt TEIKNING BALTASAR Við höfðum fiskað alveg fram að jólum, og það var ekki fyrr en á Þorláksdag, að við gátum lagt af stað heimleiðis. Fiskimiðin lágu langt til hafs, en í slíkum óskabyr var nú ekki mikill vandi að renna fram úr póstbátnum og ná landi á rúmu dægri. Snemma um morguninn stefndi Lófótbáturinn okkar til lands — full- ur af fiski og lifur — fyrir fullum seglum. Hinir langvarandi stormar höfðu komið róti á hafið, svo að það líktist stóru landflæmi alsettu vaggandi fjöllum. En hvað litli báturinn varð hjálparvana milli þess- ara risavöxnu aldna! Aðra stundina hófst hann á loft, hina stundina stakkst hann á nefið ofan í dimmt djúpið af svo mikilli ferð, að seglin slettust utan um mastrið, þegar vindinn tók úr þeim. Svo hófst báturinn upp á næstu bylgju og sjórinn fossar inn fyrir borðstokkinn. Og þá verður hver og einn að halda sér dauðahaldi til þess að skol- ast ekki fyrir borð. Það þýtur í rá og reiða og báturinn nötrar. Bát- urinn fer smátt og smátt að lyftast upp á næstu öldu, sem fleytir honum lengra áleiðis. Nú er hann kominn upp á bylgjutoppinn. En hvað hér er bjart og sjóndeildarhringurinn viður! Sjórinn freyðir um kinnungana og allt er í einu roki. — Lengra burtu sér á faldinn á geysistórri öldu, sem óðum færist nær. Nú er eins og báturinn kvíði fyrir. Skyldum við fljóta yfir þessa líka? Báturinn rís að framan, hegg- ur stefninu í öld.utoppinn, skuturinn sekkur og sekkur, og skömmu seinna vegur báturinn salt uppi á öldutoppnum. Allt er á floti innan- borðs og ekki um annað að ræða en ausa og ausa. Þetta er hin venjulega sigling á opnum báti yfir hið breiða haf. Við erum fjórir á bátnum. Tveir eru yfir sextugt, við hinir tveir ekki % tvítugir, — en í olíustökkunum sýnumst við allir jafngamlir. Pétur skipstjóri stóð fyrir framan káetuna og vék til stýrissveifinni eins og með þurfti. Hann líktist einna helzt skeggjuðum rostungi, þar sem hann stóð. Tóbakslögurinn freyddi út úr munnvikunum á honum og augunum skaut hann ýmist á sjóinn eða seglin. — Þarna kemur ein aldan enn! Gætið nú að! Rífið forseglið, skipaði hann. Hinn öldunqurinn stóð hjá skipstjóranum og gætti seglanna. Hann p- hét Lars Syversen, — boginn í baki, grár í andliti, með gráan skegg- sj- hýjung og grá augu. j*. Úti á miðunum var það hann, sem tók fiskinn af Itnunni. En hann ^ var alltaf að rífa sig til blóðs á önglunum. Þess vegna fleygði hann 4 aldrei svo fiski inn fyrir borðstokkinn, eð ekki fylgdi kröftug blóts- 4 yrði. Þorski, lýsu og ýsu lét hann fylgja hræðileg blótsyrði, en verst var honum þó við steinbítinn með hinar beittu tennur. Hann kallaði 5 ha nn alltaf ,,þinn líkþrái lúsablesi". ÍKIukkustund eftir klukkustund sigldum við þannig hraðbyri. Þegar rökkva tók, höfðum við ekki fengið tíma til að borða, af því að við urðum stöðugt að ausa. Brátt urðum við jafnsveittir af svita og sævar- 4- drífu. Þegar leið á nóttu, áttum við von á að heyra þetta vanalega af vörum skipstjórans: 3- 4 4 4 Niður með toppseglið! En það heyrðist ekki í þetta sinn. Og alla þessa löngu vetrarnótt hraðsigldum við gegnum myrkur og sjávarlöður. — Austu! Austu! Það var enginn tími til þess að verða þreyttur. Ef þreytuverkur hleypur i bakið, þá verður maður bara að herða sig. Ef handleggirnir lýjast, þá dugir ekki að festa hugann við það. Loksins fer að grána af degi. Nú er aðfangadagur í dag, hugsum við. Og austu nú, lagsi, austu! Sko til, þarna sáust leiftrin í vitanum langt inni undir stormgulum himni. Það var land, það var fjarðar- mynnið. Eftir nokkra klukkutima gátum við lagzt við stjóra fyrir framan okkar eigin bátanaust. Húrra! En þá datt skaparanum allt í einu í hug að gera okkur glennu. Vindinn dró skyndilega úr seglunum og báturinn okkar vaggaðist á öldunum, ferðlaus með öllu, — þangað til hvessti úr annarri átt og áður en nokkurn varði hrakti bátinn undan aflandsvindi, sem kom -|: innan úr firðinum. $ Við heyrðum Lars Syverssen blóta eins og þegar hann fékk öngul ^ í fingurinn. Skömmu síðar hrópaði skipstjórinn: — Fellið stórseglið! — Fellið stórseglið, endurtókum við og kepptumst við að fram- j kvæma skipunina. Nú átti að sigla beitivind. Báturinn lá kyrr andar- tak, eins og hann væri að hugsa sig um, en hallaðist því næst á hliðina og rann af stað. Þetta varð til þess, að við þurftum ekki að láta okkur dreyma um að komast heim um kvöldið, en yrðum í þess stað að leita upp undir t; land og liggja þar um nóttina. Það var hvass aflandsvindur og að siqla móti slíkum vindi heilan >; dag í aftaka brimi veitir manni nægilegt umhugsunarefni. Pétur skip- ;< stjóri var reiður. Hann vildi komast heim. Hann vildi bjóða skapar- ^ anum birginn og hann kærði sig kollóttan þótt hann sigldi bátinn fullan af sjó. Látum þá ungu ausa, þeir eru ekki ofgóðir til þess! Jæja, við ungu mennirnir jusum, eins og við höfðum þol og þrek til. Og jafnvel þótt við fengjum blöðrur [ lófana, þá varð báturinn að haldast nokkurn veginn þurr. Blöðrurnar sprungu, en við urðum að ausa, ausa, ausa .... Undir kvöldið vörpuðum við loks akkerum í skjóli við nesodda í skerjagarðinum. Hér var dauður sjór. Báturinn lagðist hæqt undan vindi, eins og hann væri orðinn steinuppgefinn og orkaði ekki meiru. Við þekktum vel þessa evju. Hún var óbyggð og hét „Lávarðurinn" eftir ensku skonnortunni, sem renndi þar á grunn fyrir nokkrum ár- um. Það er nú raunasaga út af fyrir sig. Þegar búið er að ganga frá bátnum, verður fiskimaðurinn fyrst þess var, hversu þreyttur hann er. Þá rennur það upp fyrir honum, að hann hefur ekki fengið matarbita í hálft annað dægur. Það er káeta aftan í skutnum, en til þess að komast ofan í þessa káetu verður maður að skríða á fjórum fótum og það er of mikið á sig lagt eins og nú standa sakir. Við tókum fram matarskrinurnar og settumst niður. Bráðlega höfðum við sína brauðskorpuna hver til þess að jóðla á, og hún var sölt af sjó og auk þess var af henni olíubragð og fiskibragð. En við átum brauðið samt með beztu lyst. Við urðum þess varir, að farið var að snjóa og smákorn féllu á brauðið. Nokkrir nöturlegir mávar görguðu uppi yfir okkur og áttu von á að eitthvað yrði eftir handa þeim. Þeir um það! Hérna sátum við og borðuðum. Og þó að maður hafi verið sveittur áður, þá kælir vetrarstormurinn mann aftur. Það fer hrollur um brjóstið og 'j; bakið og snjókornin leggjast í sjóhattinn og olíustakkinn. Oq hérna -g sátum við. Gömlu mennirnir fengu snjó í skeggið, en þeir tuggðu ’i samt sem ákafast. Sérhvað bíður síns tima, og nú hugsuðum við ekki J’ um annað en matinn. Loksins stóðum við á fætur, þurrkuðum smjörið af sjálfskeiðungn- h um og stungum honum því næst í skeiðina. Nú vorum við orðnir f; Framhald á bls. 41 15 ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'^'^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'☆'☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'S VIKAN-JÓLABLAÐ 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.