Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 18

Vikan - 05.12.1968, Side 18
. vr er iGiiriw- Ví GETÉGI tltlll ■ III ltllt.lt Hann stendur uppi á stigapallinum þegar ég kem inn úr gaddinum, ekki hár en þeim mun hnellnari, glaður og léttur í lund eins og vant er, einhvern veginn er hann aldrei vondur jafn- vel þótt hann kunni að reiðast að utanverðu við og við og hafa hátt. Hann er alltaf önnum kaf- inn og vill hafa margt að ólmast í, samt hefur hann á marga, hann getur rabbað við hvern hann á marga, hann getur rabbað við hvern sem er um hvað sem er. Hann gerði sæluvikuna fræga eða kannski var það Sæluvika, ssem gerði hann frægan. Hann fór með lesendur upp á heiði að skera blástör og lúra í pokanum hjá Balda á blautri jörðinni, hlaupa fyrir kálfa á eftir. Hann leyfði okkur að fylgjast með viftureimarskiptum á Keflavíkur- veginum og afleiðingum þessarar smávægilegu bilunar allt til enda, með honum stóðum við álengdar og horfðum á soninn kveðja landið, og hann sýndi okkur þjóf i Paradís. Og er ekki nærri allt upp talið. — Við skulum koma niður, segir Indriði G. Þorsteinsson uppi á stigapallinum. — Þar á ég kompu, sem er full af skrani svo það er ekki hægt að tylla niður fæti, en við getum verið f friði þar. ( kompuna örkum við, hún er ekki frábrugð- in öðrum kompum þar sem karlmenn ráða ríkj- um og er þess utan notuð til að taka við því, sem ofaukið er í almennum húsakynnum þá stundina. En hún er ríkulega búin húsgögnum — sem raunar eru þar í geymslu mörg hver, heill veggur þakinn bókum og þar er standlampi með rauðri peru. — Ég leigði strák þetta herbergi, segir Indriði, — hann var rómantískur og lét rauða peru í lampann. Svo lætur hann sig síga ofan í hægindastól en ég hreiðra um mig á svefn- bekk. Indriði kveikir í pípu sinni, stuttri og kubbslegri og bandar með eldspýtunni að bóka- veggnum: — Þessar bækur verður maður að fara með afsíðis, þær eru svo Ijótar. En sá, sem á annað borð les, hann verður að lesa pokketbækur. Svo hefur maður kannski Hamsun uppi og aðrar fal- legar og góðar bækur, en geymir þær Ijótu hér, fullar af gáfulegum og góðum hlutum. Og mér er uppálagt það, að verði einhver breyting á húsnæði hjá okkur, skuli ég gera róð fyrir því, að geta haft mitt drasl annars staðar en innan um almennar vistarverur. Inn af bílskúrnum til dæmis, kompu með gömlum ofni, eins og voru á billjardstofum hér einu sinni, og allir spýttu á. — Þarna ó veggnum er byssa föður míns. Þefta er belgískur djöfull, ógurlega stór, hún er númer tíu. Það fást engin skot í hana lengur. Hún er orðin ónýt. Ónýt af því, að hann hlóð hana sjálfur með þessum látúnspatrónum, sem voru þá í gangi, og hlóð hana svoleiðis, að með árunum gaf hnakkastykkið sig. Ef maður skýtur úr henni núna, er svo mikið bil milli hlaupsins og hnakkastykkisins, að patrónan bara puðrast út! Hann kom alltaf blár og marinn, bæði á 18 VIKAN -JÓLABL AÐ Mér er uppálagt, að verði einhver breyt- ing á húsnæði hjá okkur, skuli ég gera ráð fvrir því, að geta haft mitt drasl ann- ars staðan en innan um almennilegar vist- arverur. Innaf bílskúrnum til dæmis, kompu með gömlum ofni, eins og voru á billjardstofum hér einu sinni, og aliir spýttu á. handleggnum og siðunni og öxlinni og vangan- um, þegar hann fór á skyttirí. — Ég man, þegar ég fékk fyrst að skjóta úr henni frammi í bæjardyrum á gamlárskvöld. Ég hentist inn endilöng göngin af skothörkunni, en byssan út á hlað. Með þessu drap pabbi hels- ingja og tófur, einu sinni drap hann fjóra hels- ingja í skoti og daft aftur fyrir sig, því hann var með eina af þessum fínu hleðslum sínum. Svo lagði hann helsingjana fram í skemmu, þeg- ar heim kom, og fór svo úr bleytunni, því hann fór aftur á bak ofan í keldu. En þegar við vor- um langt komin að drekka kaffið, varð allt vit- laust í bænum, þetta var lítill bær. En þá voru þrír helsingjar að fljúga í skemmunni, hann hafði rotað þrjá en bara drepið einn. — Laxinn þarna er úr krossviði og er ná- kvæmlega stærðin á stærsta laxinum, sem tengdafaðir minn dró, það var i Laxá í Þing- eyjarsýslu. Það eru ógurlegar skepnur í þeirri á. Og flugan þarna er með veiðimannabæn, I hope that some day even I may catch a fish like that on such a fly, þessi krókur hefur aldrei ver- ið borinn í vatn og ef það verður einhvern tíma, verður það fyrir hákarl. — Svipuna átti pabbi, en notaði ekki svipu mikið. Hann átti hesta, sem voru karakterar. Og maður var vaninn á að fara eins og þeir vildu, nema náttúrlega vísaði maður þeim leiðina. Ég ólst upp með tveimur hestum, brúnum og bles- óttum, og þeir hafa karakter, eða einstaklings- einkenni, í minni mínu, engu síður en fólkið, sem ég ólst upp með. Það trúir því enginn mað- ur, en hestar sko, þeir eru þannig, að maður man þá alveg eins og menn. Þessi blesótti var til dæmis þannig, að maður fór af stað á hon- um, og hann var svona skeiðlullari, önugur og framlágur, bar sig ekki og var leiðinlegur. Svo f 'N Þegar ég var að yrkja sem strákur, var ég ailtaf tekinn i karphúsið, af því ég þótti ekki yrkja nógu kórrétt. Það varS að vera kórrétt og góð hugsun í því, og svo máttu ekki vera nein aukaatriði, eins og til dæm- is það sem þeir kölluðu jambusa, og ég vcit ckki enn í dag hvað er.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.