Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 19

Vikan - 05.12.1968, Síða 19
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON, RITHÖFUNDUR OG RITSTJÖRI RABBAR HÉR UM FÖÐUR SINN OG BYSSUNA HANS, UM ÆTTARKVEDSKAP OG JAMBUSA, ORÐ OG GÖÐA LES- ENDUR, TILORÐNINGU BÖKA SINNA, RITARFLEIFÐ ÍSLENDINGA OG NÚTÍMABÖKMENNT- IR, SVO NOKKUÐ SÉ NEFNT. ÞETTA ER ÞRÓTTMIKIÐ OG SKORINORT VIÐTAL. Sigurður Hreiðar skráði. - Ljósm.: Kristján Magnússon. þegar þú varst kannski búinn að ríða honum heil- an dag í smalamennsku, dengja honum um, þá var hann allur orðinn annar gripur. Risinn upp að framan, glaðvaknaður, fór á fljúgandi góðgangi, og viljugur úr hófi fram. Hann bara hitaði sig upp, sko, hitaði sig upp! — Nei, það eru engar sögur af þessari svipu. En einu sinni man ég, að pabbi var að temja hest, rauðan minnir mig, stóran, fallegan grip, sem aldrei varð neitt, einn af þessum hlutum, sem valda manni vonbrigðum. Einhvern tima vantaði taum á beizlið hjá honum, en hann fann ÞaS væri gott fyrir atvinnuþrasara og smó- letursdólkahöfunda, að taka upp málið og spyrja: Átti að segja, að Stefón G. væri moldugt skáld? Eða var hann moldugur maður? Eða varð hann stundum moldugur? En þetta fólk les hægt og stanzar. Stanz- ar við orð eins og moldugt skáld. Og það er svo mikils virði. V______________________________________________; ógurlega svert manillatóg og klauf það í end- ann svo hann kom helmingnum af því gegnum beizlishringjuna og hnýtti svo. Svo fór hann að smala eða eitthvað, og sat á þessum rauða með þetta voðalega manillatóg í lúkunum, og hestur- inn bar sig vel og var fallegur, en komst ekkert ófram. Þó sagði pabbi eitthvað á þessa leið: Lengi hefur ævin verið aum, en alla jafna skal þó vera glaður. Það er hart að halda í svona taum, og hugsa sér að ríða eins og maður. — Hann gerði mikið af vísum sér og öðrum til skemmtunar, en lítið af spekilegum niður- stöðuvísum. Vfsurnar hans urðu til af ákveðnu Ég var lengi með upphafið að Landi og sonum og skrifaði það oft um. Og sé það þvingað, er það hreinlega fyrir of mikla vinnu, og mikla umhugsun. Og gagnvart tungunni getur of mikil vinna þýtt, að maður sé farinn að niðast á henni, drepa hana niður. Orðin sjálf eiga að fá að lifa, þeim er ekki bara raðað eins og steinum í vegg. V_____________________________________________y tilefni hverju sinni, eins og hann væri að komm- entera einhvern atburð. — Það er mikið um hagyrðinga í kringum þig, minnsta kosti föður þíns megin. — Já, það er töluverð orðlist þeim megin, og menn hafa gaman af góðum, velskrifuðum hlut- um. Þegar ég var að yrkja á árum áður, sem strákur, var ég alltaf tekinn í karphúsið, af því ég þótti ekki yrkja nógu kórrétt. Það varð að vera kórrétt og góð hugsun í því og einhver fal- legur hlutur, og svo máttu ekki vera nein auka- atriði, eins og til dæmis það sem þeir kölluðu jambusa og alls konar svoleiðis hluti, sem ég veit ekki enn þann dag í dag hvað er. En þeir voru alls staðar að finna þessar lýs í mínum kveðskap. Þetta varð til þess, að ég steinhætti að reyna að yrkja, því ég vissi, að ég myndi aldrei geta ort svo ættinni líkaði. Ég ætlaði sko ekkert að liggja undir þessum körlum. — Ég á einn ágætan frænda hér í Reykjavík, sem heitir Jóhann Magnússon frá Mælifellsá. Hann er mikill dásemdar maður. Hann er einn Það er rétt, að ég var aS skrifa mig frá einhverju í 79 af stöðinni, og sjálfsagt er maður að skrifa sig frá einhverju ! öllum bókum. En það var ekki kvenmaður. Þær hafa ekki garfað í mér þannig, að ég þurfi að skrifa um þær bækur, ha! Hitt er svo annað, að það er ákaflega gott að nota þær í bókum. V_____________________________________S af þessum mönnum, sem lifir fyrir skemmtilega, velsagða hluti, án þess beint að vera að dengja þeim á mann. Maður kannski hefur það með honum svona í hálfgerðri þögn — við vitum báðir af því. Þetta eru þægilegir menn. Þeir tala um það, og af því að þeir hafa talað um það, nýtur maður þess með þeim. En þeir segja ekki: Sjáðu, hvað hann gerir þetta vel! Þeir segja það aldrei. Mér þykir ákaflega vænt um það, hvað ég á gott atlæti hjá mínu fólki, ein- mitt í þessum greinum. — Af þessu gæti maÖur dregið þá ályktun, að ættinni hafi líkað það, sem þú skrifar ! óbundnu máli. Annars værir þú hættur því líka. — Ég skal ekki segja um það. En þetta er allt kurteist fólk, og ég gæti ímyndað mér, að af því að það hefur ekki sjálft fengizt við að skrifa prósa, lætur það prósann kyrran liggja sem slík- an. En það hefur sjálft fengizt við að gera vís- ur og telur sig því hafa hugmynd um, hvernig eigi að gera það. Og þá er maður kominn inn á sviðið, sem maður verður að standa sig á. VIKAN-JÓLABLAÐ 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.