Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 22

Vikan - 05.12.1968, Síða 22
* IIIKAN HEIMSKKIR UHG HJÖN. SEM EIGNUIHST ÞRÍBURA í FVRRA TEXTI: GYLFI GRÖNDAL LJÓSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON Líklega er svo farið um marga foreldra, sem eiga von á nýjum erfingja, að sú óþægilega tilhugs- un hvarflar að þeim öðru hverju, að ef til vill kynnu þeir að eign- ast tvíbura. Að börnin verði fleiri en tvö er hins vegar of fjarlægur möguleiki til þess að menn láti sér detta hann í hug. Og þó ger- ist slíkt öðru hverju. Samkvæmt hagskýrslum fæð- ast þríburar hér á landi um það bil þrisvar sinnum á fimm ára tímabili. Fæðingarskýrslur frá árunum 1896—1960 sýna, að á því áraskeiði hafa þríburar fæðzt alls átján sinnum. VIKAN heimsótti á dögunum ung hjón, Þórunni Ásgeirsdóttur og Gylfa Jónsson, loftskeyta- mann, til heimilis að Eikjuvogi 28, en þau eignuðust þríbura í fyrra. Þeir komu hlaupandi á móti okkur, tveir drengir og ein stúlka; allt bráðmyndarleg börn, bæði falleg og skemmtileg. — Þetta er Ásgeir. Hann kom fyrstur í heiminn, fæddist í for- stofunni, segir Þórunn, þegar hún tekur á móti okkur og kynnir okkur fyrir þríburunum sínum. — Fæðinguna bar svona brátt að. Hin tvö fæddust á fæðingar- deildinni. Jón Trausti kom næst- ur, en Hildur er yngst. Þau voru öll um 8 merkur að þyngd.... Þriburarnir fæddust 22. maí í fyrra, og þau hjónin áttu ekki einu sinni von á að eignast tví- bura. —- Þetta kom okkur alveg á óvart, segir Þórunn. — Þegar ég fór síðast í skoðun, lét læknirinn að vísu að því liggja, að ef til vill mundi ég eignast tvíbura. En við tókum ekkert mark á þessu. Við héldum, að læknirinn hefði sagt þetta meira í gamni en al- vöru. Þau hjónin eru bæði kornung, Þórunn er 22 ára, en Gylfi 24 ára. Þau áttu eina dóttur fyrir, Önnu Helgu, sem nú er að verða fimm ára. Þau bjuggu í tveggja her- bergja íbúð í Hraunbæ og álitu, að sú íbúð mundi duga þeim fyrst í stað að minnsta kosti. En þegar þrjú börn bættust við í einu, var orðið býsna þröngt um þau. Þau hafa nú fengið stærri og betri íbúð, þar sem börnin hafa meira svigrúm til að hlaupa um og leika sér. — Ég varð að hafa þrjá vagna á svölunum í Hraunbænum, segir Þórunn. Og þegar að því kom, að okkur vantaði kerru, vandað- ist málið. Þríburakerra var hvergi fáanleg, svo að maðurinn minn varð að kaupa tvíburakerru, taka hana í sundur og breikka hana, svo að þríburarnir kæmust fyrir í henni. Það þarf naumast að spyrja að því, að vinnudagur Þórunnar er bæði langur og strangur. Hún er á þönum frá því eldsnemma á morgnana, og það er áreiðanlega oft orðið áliðið kvölds, þegar hún getur loksins lagzt til hvíldar. Framhald á bls. 86 22 VIKAN-JÓLABLAÐ I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.