Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 27

Vikan - 05.12.1968, Síða 27
himinsins, er leiði þær að nýju til hinnar horfnu Paradísar. í samræmi við þetta voru þær vonir, sem Rómverjar bundu við Ágústus, afkomendur hans og stjórnarfarið sem hann færði þeim eftir óöld síðustu lýðveld- isáranna. Mönnum var í fersku minni orrustan við Filippí, þar sem um tvö hundruð þúsund manns áttust við og hálfu fleiri féllu en Ameríkanar hafa misst til þessa í Víetnam. Þeim voru í fersku minni fjöldamorðin og bræðravígin heima fyrir, sem voru komin langt með að útrýma rómverska aðiinum, fólki því er skapað hafði heimsveldið. í hjarðljóðabálk sínum Bucolica túlkar Virgill, mesta skáld Róm- ar fyrr og síðar, rómantíska frið- ardrauma stríðsþreyttra veslinga á eftirminnilegan hátt, lýsir landi þar sem ljónið er hætt að leggj- ast á búpeninginn, höggormar veslast upp og eitraðar jurtir visna, en allt flýtur í mjólk og hunangi. Og ekki nóg með það: Virgill bætti því við að friðaröld þessa skyldi innleiða ungur sveinn, er ríkti sem guð yfir hamingjusöm- um heimi. Þetta varð til þess að guðhræddir menn á miðöldum höfðu Virgil í miklum hávegum og töldu hann með spámönnum ísraels; höfðu fyrir satt að hann hefði víst séð fyrir fæðingu Betlehemsbarnsins. Það var því ekki að undra að Dante kysi hann sér að leiðsögumanni, þeg- ar hann tók sér fyrir hendur að kanna vistarverur annars heims. En i raun réttri komu svipaðir dýrðardraumar fram hjá grískum skáldum, sem Virgill studdist mikið við, til dæmis Pindari. Og sveinninn ungi, sem Virgill lýsti sem komandi friðarhöfðingja, hafa sumir ætlað að verið hafi barn það, er kona Ágústusar átti þá von á. En það blessað barn varð nú enginn drengur þegar til kom, heldur stúlka, sem skírð var Júlía. Og þótt Júlía litla yrði að vísu fleiri mönnum til gagns og gamans en flestar aðrar kon- ur sem kunnugt er um, þá bjó hún til enga allsherjarparadís. Vegsemd sína mátti Ágústus upphaflega þakka því að hann var í ætt við Sesar hinn mikla, sonur systurdóttur hans, en hinn mikli maður átti sjálfur enga syni, sem löglegir kölluðust. í æsku var hann við nám í Grikk- landi, en heimspekiskólar gríska heimsins voru Sorbonne heims- veldisins. Svo þegar það fréttist heiman frá Róm að lýðveldis- sinnaðir vandræðamenn hefðu drepið Sesar, hraðaði náms- sveinninn, sem þá hét Oktavían, sér heim, enda kjörsonur og að- alerfingi frænda síns. Aðkoman var langt frá því glæsileg. Morðingjarnir undir forustu Brútusar og Kassíusar toguðust á um völdin við Mark- ús Antoníus, riddaraliðsforingja Sesars, mann með nokkra nátt- úrugreind, en annars „skrípafífl og fylliraft", eins og Shake- speare leggur Kassíusi í munn um hann. Engum þeirra datt í hug að taka mark á þessum nítj- án ára skólapilti, pervisnum og blóðlausum bókaormi sem engin afrek hafði að baki. En hann sýndi brátt að hvað klókindi snerti stóð hann keppinautum sínum langt framar. Hjá Kassí- usi var eirðarlaus öfund og hat- ur leiðarljósið, Brútus var þröng- sýnn og ofstækisfullur kreddu- dýrkandi, ekki ósvipaður ýmsum spámönnum marxista nú til dags, og Antoníus einfaldur og siðlaus dátadurgur. Hann var þeirra voldugastur í bráðina og því gerði Oktavían fyrst bandalag við morðingja frænda síns. Fór Antoníus þá halloka, en þegar hann var orðinn hæfilega skelk- aður skipti Oktavían um og gerðu þeir þá ásamt Lepídusi hershöfðingja þrístjórabandalag- ið síðara. Þeir létu síðan strá- drepa andstæðinga sína og ekki bara þá, heldur svo að segja hvern ríkan mann sem þeir festu fingur á, til að afla fjár til stríðs- ins gegn Brútusi og Kassíusi, sem bjuggust til hinzta viðnáms í austurhluta ríkisins. Þessi ill- virki voru framin af kaldrifjuðu siðleysi, enda varð Plútark, gríska sagnfræðingnum að orði um þau: „Ekkert rándýr er jafn hryllilegt og maðurinn, þegar hann fær að gefa ástríðum sín- um lausan taum.“ Urslitahríðin milli morðingja Sesars og hefnenda varð við Fil- ippí í Makedóníu, þar sem þeir Brútus og Kassíus biðu ósigur og drápu sig. Þau úrslit voru Framhald á bls. 73 VIKAN-JÓLABLAÐ 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.