Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 42

Vikan - 05.12.1968, Page 42
SJÁLFVIRK ÞVOTTAVÉL 5 KG. SJÁLFVIRK ÞVOTTAVÉL 4 KG. KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR Snorrabraut 44 - ReykjavlK. Pósthólf 119 — Símar 16242 — Í5470 um sig brekáninu, fóru samt að glamra í honum tennurnar. Hann dró brekánið upp yfir höfuð og andaði niðurundir, en ekkert dugði. Það var ömurlegt að hlusta á þetta. — Það verður að hita eitthvað ofan í hann, sagði Lars Syversen, og aftur urðum við að skríða fram úr. Við höfum vatn á dunki og settum nú upp ketilinn. En þegar við opnuðum kaffidósina, kom í Ijós að hún var tóm. Það var bara ofurlítill kaffibætismoli eftir. — Skítt með það! Það er fullgott, sagði Lars, — það verður þó að minnsta kosti hægt að velgja sér ó því. Kaffibollarnir voru brotnir, en það var ágætt að drekka úr dósinni, og nú létum við hana ganga á milli okkar. — Gleðileg jól, sagði Pétur um leið og hann bar dósina upp að vörunum, og auðvitað urðum við að gera það sama og skipstjórinn, og þó fannst okkur jólin vera kom- in. Þegar Pétur var búinn að velgja sér fyrir brjóstinu, varð hann kát- ur við og fór að skamma okkur hina fyrir það, að við værum ekki nógu hreinlótir. Eiginlega væri sér ekki samboðið að liggja hér hjó okkur í nótt, sagði hann— og væri ekki Lars Syversen karlægur aum- ingi, þá mundi hann reka okkur alla út úr kóetunni. — Hvern varstu að kalla karlæg- an aumingja, spurði Lars Syversen. — Það varst þú, sagði Pétur með meðaumkvun. — Þú hefur alltaf ver- ið blessaður dauðans aumingi. Manstu eftir því, þégar við geng- um saman til prestsins? Þurfti þó ekki að flengja lexíurnar inn í haus- inn ó þér? — Jæja, svo að þú ert þó búinn að gleyma vandarhöggunum, sem þú fékkst, sagði Lars og horfði upp í loftið. — En ef þú heldur að þú sért hreinlátari en annað fólk, þá er það hreinasti misskilningur. Og þar með fór Lars að brölta fram úr og bisa við að nó hreinum nær- fötum úr kistli sínum. Svo varð hann að fara út ó þilfarið, og þeg- ar hann kom inn á skyrtunni var svo mikill hrollur í honum, að hann varð að fá volgan sopa að drekka. Þegar honum var farið að hlýna undir brekóninu, fóru qömlu menn- irnir að tala um unga fólkið nú á dögum. Þeir voru steinuppgefnir oq þungeygðir, en vitundin um það, að nú væru jólin komin, hélt fyrir beim vöku. Þeir höfðu líka sitt af hverju að tala um. Þeir gófu okkur ungu mönnunum það heilræði að stíga aldrei ó skipsfjöl framar, en aerast heldur klæðskerasveinar. Að lokum voru þeir orðnir svo berorð- ir í okkar aarð, að við qátum ekki þolað það lenqur, — við fórum líka að brölta fram úr og nó okkur í hrein nærföt. Við stóðum bóðir úti ó þilfarinu og snerum baki að hríðinni. Ég kallaði til félaga míns: — Er hann ekki svalur? — Það er eins og maður sé hýdd- ur um allt bakið, sagði hann skjólf- andi. Þegar við komum inn, fengum við að skríða innundir brekánin hjá gömlu mönnunum. En stundarkorni seinna urðum við að fara ó fætur aftur og klæða okkur í öll þau föt, sem við áttum, og þessi lögg sem við áttum eftir af kaffi kom okkur nú í góðar þarfir. Bóturinn vaggaði á öldutoppun- um. Stormurinn söng f siglunni og við vorum alveg að festa svefninn, þegar Pétur skipstjóri reis upp við dogg og ýtti við okkur: — Fyrst það er nú aðfangadags- kvöld, sagði hann, — þó verðum við að minnsta kosti að haga okkur eins og kristið fólk. Við verðum þó að minnsta kosti að syngja sálm. — Víð höfum enga sólmbbók, sagði Lars Syverssen. Hann var bú- inn að breiða upp yfir höfuð. — Ja, ég get nú vel trúað, að þú sért búinn að gleyma barnalær- dómnum þínum, sagði Pétur. En það er nú samt ekki loku fyrir það skotið, að við hinir kunnum eitt- hvert hrafl úr honum. Lótum strákana byrja! Svo tökum við undir. Við syngjum ,,Heims um ból". Það var ekki um neitt að velja og þegar skipstjórinn skipar, þó er ekki um annað að ræða en hlýða, hvort sem maður ó að rffa segl eða taka ó versi. Og okkur fannst nærri því eins og við væru heima í hlýrri baðstofu, þegar við risum upp ó olnbogann, nudduðum stýrurnar úr augunum og sungum rámri röddu: ,,Heims um ból helg eru jól, signuð mær son guðs ól . . . ." Þegar sálmurinn var ó enda, krosslagði Pétur skipstjóri blöðru- sprengdar hendurnar ó brjóstinu og las Faðirvorið með hárri raustu. Svo óskuðum við hver öðrum gleðilegra jóla og hnigum út af á ný. Iskald- an súginn lagði inn um gisinn kó- etuvegginn og beint í hnakkann á okkur. En svefninn deyfir öll áhrif, líkaminn verður blýþungur og mað- ur sekkur, sekkur ( eitthvað mjúkt, maður vaggast og er eins og ó reki. Var ekki einhver að syngja eða var það vindurinn að kveða rökkur- söngvana sína við sigluna? Við snúum okkur á hina hliðina og verð- um varir við sviða í höndunum og þungan nið hafsins — en svo sigrar svefninn aftur — vagga — vagga — þei, þei og ró, ró! ☆ — Gettu hvað hann er þungur án fatanna! 42 VIKAN-JÓLA HLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.