Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 70

Vikan - 05.12.1968, Page 70
Mont, Sir Lawrence, 9. barón, sonur .... Elzti sonur (og erf- ingi): Michael Conway, fæddur 1895.... Segðu mér eitt Winifred, getur þú séð nokkuð sameiginlegt með verðandi baróni og bókafor- lagi? Fólk gerir sitt af hverju nú til dags, sagði Winifred. — Það þykir ekki lengur fínt að lifa aðeins af eignum sínum. Það er öðru vísi en þegar við vorum ung. Þá mátti maður ekki gera neitt gagn, ef maður átti að halda virðingunni..... — Þessi ungi Mont, sem ég er að tala um, er mjög hrifinn af Fleur. Ef það gæti orðið til þess að fá hana til að gleyma hinum, væri það kannski skynsamlegt að ég mælti með honum? Hvernig lítur hann út? spurði Winifred. Hann er ekki sérlega fríður, en mjög þægilegur. Hugmyndir hans eru nokkuð óljósar. Faðir hans á nokkuð stóran herragarð. Ungi maðurinn virðist vera mjög ástfanginn, — en það er svo sem aldrei að vita.... — Nei, það er erfitt að dæma um slíka hluti, sagði Winifred og andvarpaði. — Ég hefi alltaf álitið það skynsamlegast að blanda sér ekki í slíka hluti. Alla leiðina heim til Mapledurham hugsaði Soames um það hvort hann ætti að segja Fleur að faðir Jons væri dáinn. Jon myndi örugglega erfa mikið fé, og að öllum líkindum húsið, þetta hús, sem hann á sínum tíma byggði handa Irenu, og arktitekt þess, varð til að eyðileggja hjónaband ahns. Átti dóttir hans að verða húsmóðir i þessu húsi? Það væri kaldhæðni örlaganna. Soames hafði látið byggja þetta hús, til að styrkja hjónaband sitt og til að veita af- komendum sínum fastan samastað. Sonur hennar og Fleur? Afkom- endur þeirra yrðu þá á einn hátt tengiliður milli hans og Irenu. Þetta var svo goðsagnakennt að það stangaðist á við heilbrigða skynsemi. — Og þó — þetta gæti verið hagstætt og ætti að vera framkvæmanlegt nú, þegar Jo var horfinn. Það að steypa saman tvennum Forsyte-auðæfum var eiginlega nokkuð freistandi hug- mynd. Og þá yrði hún, Irene, á einn hátt tengd honum aftur. . . Þvæla. Brjálæði. Hann hrinti ákveðinn þessarri hugsun frá sér. Þegar hann kom heim til sín, heyrði hann smelli í knattborðs- stofunni, og þegar hann leit inn um gluggann, sá hann Mont hinn unga halla sér yfir borðið, en Fleur stóð með kjuða í hendinni og horfði hlæjandi á hann. Mikið var hún yndisleg. Það var engin furða að ungi maðurinn væri ástfanginn af henni. Michael Mont átti líka von á titli og eignum. Gömlu mennirinr í Forsyteættinni höfðu reyndar alltaf haft horn í síðu aðalsfólks, en það gat ekki skaðað að þessi ungi maður var erfingi titils og eigna. Michael hafði ekki augun af Fleur og bað var tilbeiðsla í svipnum. Soames komzt við. Hann flýtti sér inn til þeirra og sagði glaðlega: — Látið mið vera markavörð. Hann settist á upphækkaðan stól við markatöfluna og gaut aug- unum út undan sér á ungu hjúin. Þegar leikurinn var búin kom Michael til hans. -Eg er byrjaður að vinna við forlagið, herra Forsyte. Það er reglulega skemmtilegt að fást við viðskipti, finnst yður það ekki? Þér hljótið að hafa kynnzt mönnum og málefnum, sem málafærslu- maður? — Óneitanlega. Á ég að segja yður hverju ég hefi tekið eftir? Fjársýslumenn eiga ekki að bjóða minna en þeir hafa ráð á fyrir vöruna, þeir eiga að bjóða meira og fá afslátt. Og svo er það líka annað, ef við- skiptavinur vill losna undan samningum, þá á ekki að halda þeim föstum, menn eiga að fá að vera frjálsir.... ■— /F.tlar forlag yðar að vinna eftir þessum meginreglum? spurði Soames þurrlega. — Ekki ennþá, En það kemur, sagði Michael. Bara að forlagið verði þá ekki farið á hausinn. — Nei, herra Forsyte. Ég hef tekið eftir ýmsu, sem sannar þessar hugmyndir mínar, því mannlegri sem maður er, því betri möguleika hefir maður í viðskiptalífinu. En nú verð ég, því miður að kveðja ykkur Fleur. Ég þarf að fara heim..... Þegar ungi maðurinn var farinn fann Soames það á sér að Fleur vildi tala við hann. — Pabbi, hefir þú gert eitthvað til þess að Jon skrifar mér ekki? Soames hristi höfuðið. — Nei, auðvitað ekki. Hefirðu ekki lesið í blaðinu að faðir hans er látinn, hann dó fyrir nokkrum dögum. — Ó, vesalings Jon. Hversvegna sagðirðu mér þetta ekki fyrr? — Ég veit aldrei neitt um þig, sagði Soames dræmt, —- þú segir mér aldrei neitt. — Já, en það myndi ég gera, ef ég væri viss um að þú vildir hjálpa mér.... Ó, pabbi minn, þegar maður hefir aðeins eitt í huga, þá gleymir maður kannski öðrum. Þú mátt ekki vera mér reiður. Soames bandaði frá sér með hendinni, eins og til að forðast frek- ari samræður um þetta efni. 70 VIKAN-JÓLABLAí)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.