Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 73

Vikan - 05.12.1968, Side 73
Ágústus . . . . Framhald af bls. 27 ekki sízt að þakka Antoníusi, enda var þetta hans fag. Síðan skiptu þeir ríkinu með sér, sem kunnugt er. Oktavían fékk vest- urhelminginn í sinn hlut og stýrði honum af ráðadeild, en Antcníus ráðskaðist með austur- hlutann og hegðaði sér hvorki verr né betur en búast mátti við af svoleiðis dólgi. Svall það og saurlifnaður sem var aðal menn- ingarinnar fyrir Miðjarðarhafs- botnum var honum vel að skapi, og hann hellti sér út í hin og þessi austurlenzk skrípalæti eins og Bakkusarblót og lét jafnvel tilbiðja sjálfan sig sem holdtekju áfengisguðsins. Átti það raunar sæmilega við, því að leitun var á öðrum eins fyllirafti og þessum voldugasta manni Rómaveldis. Loksins komst hann í slagtog við Kleópötru Egyptadrottningu sem frægt er orðið, og mátti eftir það heita alger aumingi. Þegar til borgarastríðs kom með þeim Oktavían, eins og verða hlaut fyrr eða síðar, beið hann skjótan ósigur og þau Kleópatra sviptu sig bæði lífi. Kleópatra hafði að vísu tilburði til að tæla Oktavían til fylgilags við sig á sama hátt og Sesar og Antoníus áður, en það mistókst. Sýnir þetta betur en flest annað kalda greind og sjálfsstjórn Oktavíans, því að yf- leitt mátti hann ekki sjá pils frekar en þeir frændur aðrir. Son hafði Kleópatra átt með Sesari, er Sesaríon hét og var nauðalíkur föðurnum í sjón. Þennan pilt, sem þá var seytján ára, lét Oktavían drepa, til að fyrirbyggja hugsanlega sam- keppni úr þeirri átt. Hinn nýi Sesar var þannig ekkert að tví- nóna við að ganga á milli bols og höfuðs á þeim, sem hann taldi geta orðið sér til einhvers háska eða trafala, enda dugði ekkert elsku mamma í rómverskri valdabaráttu þá fremur en endranær. En það má hann eiga að hann var laus við ofsóknar- brjálæði og slátraði þegnum sín- um ekki sér til gamans svo heit- ið gæti, líkt og margir samtíma- menn hans og eftirmenn. Kaldur og rökfastur þankagangur hans útilokaði með öllu slíkar öfgar. Þegar Oktavían kom til Rómar frá Egyptalandi (árið 30 f.Kr. sem kalla má fæðingarár rómverska keisaradæmisins), var honum að sjálfsögðu tekið með kostum og kynjum. Meðal þeirra er urðu til að sýna honum virðingarvott var fátækur handverksmaður einn, er færði leiðtoganum að gjöf hrafn, sem hafði sér til ágætis að geta sagt: „Heill þér, Okta- vían Sesar, sigurkrýndi her- stjóri.“ Oktavían varð glaður við og gaf manninum of fjár fyr- ir fuglinn, en litlu síðar kom kunningi hrafnagjafarans til leiðtogans og sagði honum í ó- spurðum fréttum, að handaverks- maðurinn hefði að vísu haft tvo hrafna í læri; hafði hinum til vonar og vara verið kennt að færa Antoníusi samskonar sigur- kveðju. En þann lærisvein hafði kennarinn snúið hið snarasta úr hálsliðnum er fréttist um úrslit orrustunnar við Aktíum. Okta- vían taldi manninum mátulega refsað fyrir þennan tvíveðrung með því að skikka hann til að gefa uppljóstrunarmanninum helming þess fjár, sem hann hafði þegið fyrir heppnari krummann. Ekki verður það sagt um í þessari bók opinberar Juliette Benzoni einn einu sinni fágæta hæfileika sína til að segja sögu. Lýsingar henn- er eru myndrænar og Ijósar og baksviðið er liið glæsta Frakkland fimmtándu aldar. IJröð og spennandi at- burðarásin gerir þessa sögu að sjálfstæðu, örlagaþrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis öðrum bókum hennar nni sömu sögupersónu, (’atherine. í fyrra kom út fyrsta bók höfundar á íslcnzku um Catherine er hél „Sú ást brennur lieitast“, og fékk mjög góðar viðtökur losenda. Fæst hjá næsta bóksaia HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PÓSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVlK VlIvAN-JOLABLAÐ 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.