Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 76

Vikan - 05.12.1968, Page 76
verið farnir að kosta eitthvað eftir allt þetta ferðalag. Að sjálísögðu gleymdi vel- ferðarkeisarinn Ágústus ekki höfuðborginni sjálfri og íbúum hennar. Hann vildi útrýma durgshætti þeim og búraskap, sem löngum hafði einkennt Róm- verja, og gera þá að menningar- fólki að grískri fyrirmynd. Hann stóð fyrir miklum byggingum til að fegra borgina, byggði leik- hús, hof, bókasöfn, vatnsleiðsl- ur og klóök, bæði stórmannlega og af smekk. Um hann var með sanni sagt að hann hefði tekið við borg _ úr tígulsteini og skil- að henni frá sér úr marmara. En þessum skarpa og skíra manni var vitaskuld ljóst, að ekki voru öll utanaðkomandi á- hrif jafn holl. Rómverjar höfðu til þessa verið duglegastir við að læra lesti Grikkja og Austur- landabúa og útfært þá síðan í enn grófari og sóðalegri mynd en lærifeðurnir, eins og lítt sið- uðu fólki hættir til þegar það reynir að tileinka sér svallhætti fína fólksins. Ágústus vildi aft- ur á móti að þeir lærðu aðeins það skárra í fari útlendinganna en hefðu að öðru leyti í heiðri svokallaðar fornrómverskar dyggðir, einfalda og hóflega lifn- aðarhætti. Hann vildi gera Róm- verja að slíku fyrirmyndarfólki, andlega og líkamlega, að skatt- landsbúarnir teldu yfirráð þeirra blessun en ekki plágu. Róm átti að verða samboðin hlutverki sínu sem drottning heimsins. Þitt er, ó Róm, að ríkja yfir heimskringlu jarðar, gef þú auðmjúkum grið, en dramblátum dýrkeyptan frið kvað Virgill. En eitt er að vilja og annað að geta, og það mátti þessi vel- meinandi ríkisleiðtogi sanna í þessu tilfelli. Hann taldi rökrétt að byrja félagslegar umbætur neðan frá með því að endur- vekja virðingu landa sinna fyr- ir heimilislífi og hjónabandi, og var ekki seinna vænna, því um þessar mundir mátti heita að hjónalíf hefði lagzt niður með Rómverjum. Sívaxandi erlend á- hrif vöktu fróðleiksfýsn kvenn- anna og gerðu að verkum að þær nenntu ekki lengur að helga sig búi og börnum; þessháttar sýsli var þrælum og ambáttum trúað fyrir. Þessari útsláttarsemi fylgdi svo frjálst framtak í kyn- ferðismálum, þannig að á síð- ustu tímum lýðveldisins var tal- ið til stórtíðinda ef kona var trú eiginmanni sínum. Hjóna- skilnaðir gengu fljótt og greið- lega fyrir sig. Júlíus Sesar og Markús Antoníus voru báðir fjórkvæntir, og á dögum Ágúst- usar var hefðardama ein gift tuttugu og þremur sinnum og varð tuttugasta og fyrsta eigin- RAH'HA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila ySur íull- komnuin þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þe.vtivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. hvottakeri'in eru: 1, Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°. 2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°. 3 Nylon. Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°. 4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°. 5 Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°. 0 lloitþvottur 60° 12. Gerviefnaþvottui 40°. Cg að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmlngu. FiAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Geiur staðið hva. sem er án þess að valda hávaða. Öruggarl en nokkur önr.ur gagnvart forvitnum bömum og unglingurn. Hurina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dspian búin *í tæma vélina. kryddi og reykelsi, silkidúkum, fílabeini og gimsteinum. Og í sambandi við þessa Ind- landsverzlun Rómverja má benda á eitt enn, sem líkt er með þeim friðarhöít5ingjunum, Jesúsi og Ágústusi. Vitringar úr Austurátt ei við dvöldu og fóru brátt þess hins kjörna kóngs að leita kóngi lotning þeim að veita, mestum sem að alinn er. .. . Þetta er auðvitað kveðið um þá þrjá spöku menn, sem jóla- stjarnan vísaði á jötuna í Betle- hem. En Ágústus fékk einnig heimsókn austrænna vitringa, og þeir voru líka þrír. Voru þeir sendiboðar indversks stórkon- ungs, er kvaðst hafa undir sér 7(» VIKAN-JÓLABLAÐ hvorki meira né minna en sex hundruð jarla; bauð hann Ágústusi vináttu og stuðning þeirra allra, svo og sjálfs sín. Gestir Jesúsar færðu honum sæmilegar gjafir í virðingar- skyni, gull og vellyktandi, en einn vitringanna sem Ágústus sóttu heim lét sig ekki muna um að ganga lifandi á bál hon- um til heiðurs, líkt og menn gera stundum enn þann dag í dag í Indíalöndum þegar þeir hafa mikið við. En frægð keisarans náði ekki einungis til Indíalanda, sem flestum þóttu þó nógu fjarlæg í þá tíð, heldur og til Kína. Græðgi íbúa heimsveldisins í kínverskt silki réði hér mestu um, því að það var þá þegar orðið tízkuvara hjá hefðar- fraukum Rómar. Milligöngu í þeirri verzlun höfðu íranskir þjóðflokkar í Túrkestan og Par- þar, þjóð sú írönsk er þá réði Persíu, Mesópótamíu og fleiri löndum og var líklega voldug- ust á jörðinni næst Rómverjum og Kínverjum. En ekki var þessi bissniss neitt barnaspaug, því að við norðurlandamæri Kína voru Húnar, óskepnur þær mongólsk- ar sem síðar létu betur á sér kræla, en þeir rændu kauplest- irnar hvenær sem þeir gátu vettlingi valdið. Þegar Húnafar- aldurinn varð óþolandi plága, var tekið til bragðs að mutra silkinu með ströndum fram til Indlands og þaðan til Miðjarð- arhafslanda. Mikið var nú á sig lagt til að frúrnar fengju klút- ana sína og líklega hafa þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.