Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 79

Vikan - 05.12.1968, Page 79
menni og gat með engu móti áttað sig á því að hinir frjáls- huga og stoltu synir norðuráins voru allt önnur manntegund en útpískuð þý Austurlanda, sem hann áður hafði haft með að gera. Helzti leiðtogi hinnar ger- mönsku andspyrnuhreyfingar varð höfðingi einn af þjóðflokki er Kerúskar nefndust; kölluðu Rómverjar hann Arminíus. Hafði hann verið í herþjónustu hjá Rómverjum og kunni á þeim lagið. Svo var það eitt sinn að Varus hélt með þrjár beztu legíónir rómverska hersins — þrjátíu þúsund manna lið inn í skóga Germaníu til að berja á þjóðflokki einum er neitað hafði að beygja hnakk- ann fyrir Rómverjum. Þegar herinn var staddur í svokölluð- um Tevtóborgarskógi nálægt þar sem nú er borgin Detmold, réðust Germanir á þá óvara undir stjórn Arminíusar. Lauk þeim pataldri svo að Rómverj- ar voru höggnir niður nálega til síðasta manns. Nokkra herfor- ingja tóku Germanir kvika og gerðu til þeirra stórvirðulega; blótuðu þá goði sínu Wotan, en svo kölluðu Suður-Germanir Óðin okkar. Þessi ósigur skaut Rómverjum meiri skelk í bringu en flest annað, sem fyrir þá kom á hinni löngu ævi heimsveldis þeirra. Um landvinninga austan Rínar var ekki framar hugsað í neinni alvöru. Germanía varð áfram germönsk og slapp við að verða latnesk eins og Gallía vestan Rínar. Þegar fréttirnar af óförunum voru bornar Ágústusi, missti þessi annars rólegi maður alveg stjórn á sér, barði höfðinu hvað eftir annað utan í vegg og hróp- aði sem frægt er: Skilaðu mér, Varus, herskörunum mínum. Ef trúa má tímatali kristinna manna hefur Jesús þá verið níu ára, trúlega leikandi sér í friði og spekt kringum hefilbekk snikkarans pabba síns i Nazaret. Fyrir utan þetta áfall í utan- ríkispólitíkinni var keisarinn ekki alltof lukkulegur heima fyrir. Livía kona hans reyndist honum að vísu hollur lífsföru- nautur, en dóttirin Júlía frá fyrra hjónabandi var hins vegar skelfilegur gallagripur er hún komst til þroska, og keyrði líf- erni hennar að lokum svo úr hófi að keisari varð að vísa henni frá hirðinni. Ýmsa til- nefndi Ágústus til ríkiserfða eft- ir sig, en þeir urðu allir undra skammlífir, og grunuðu sumir Livíu um að hafa sullað ofan i þá eitri til að koma Tíberíusi, syni sínum af fyrra hjónabandi, til valda. Ekkert, hefur sannazt á Livíu, en eitt er víst að Tíber- íus varð keisari. Auk alls þessa var Ágústus alltaf slæmur til heilsunnar. En það var seigt í honum, sem sést OG NAUTAKJÖTIÐ 00 ALIKÁLFAKJðTIÐ F Á I Ð Þ É R A U Ð V I T A Ð í M A T A U B Ú Ð U M S S : LUNDILt — UUFFKJÖT — HAlvK — GÚLLASIvJÖT — ALLS KONAR STEIIvUR IIEIL L.Eltl — FRAMPAltTAR — HÁLFIR SKROKKAR UN GKÁLFAKJÖT HJÁSS - ÞARER ÚRVALIÐ MEST! MATARBÚÐIR SLÁTU R FÉLAGS SUÐURLANDS ,PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR HÁTÍÐARNAR" V.______________________________/ fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Mffll Spítcdastíg 8. - Sími 14661. - Pósthólf 671. V________________________________________/ VIKAN-JÓLABLAÐ 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.