Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 84

Vikan - 05.12.1968, Page 84
draga þá áiyktun, að þrátt fyrir alla sveitamennskuna, sé akademí- an þeirrar skoðunar, að staðbundn- ar bókmenntir, séu þær nógu góð- ar, hIjóti ævinlega að enda sem heimsbókmenntir. Þannig, að heims- bókmenntir séu ekki til sem eining. Heldur, að þær séu aðeins það bezta af staðbundnum bókmennt- um. Sé þetta svona, sem við höf- um tilhneigingu til að trúa, meðal annars af því að það hentar okkur íslendingum að trúa því, og líklega flestra þjóða mönnum, sem hafa ekki farið um því fleiri járnbrautar- stöðvar, finnst mér að þessir fáu, skandinavísku sveitamenn okkar hér á íslandi, ættu að athuga sinn gang. Hafa þeir ekki bara tekið próf í einhverjum vitlausum fögum? Ha? Þeir afgreiða ákveðna menn með orðinu Heimsbókmenntir. Punktur beggja megin við. Það þarf ekki að vera í sambandi við neitt. Og þetta er rekið bókstaflega eins og trúboð. Höfundurinn sjálfur skiptir engu máli lengur, nú er það bara málefnið. — Snúum nú frá heimsbókmennt- unum aftur. Hversu líkaði þér kvik- myndin 79 af stöðinni? — Mér þótti margt gott í henni, en eitt líkaði mér afar illa, þótt ég hafi ekki nennt að ergja neinn með því að ræða það mál, því myndin var að engu ieyti gerð á mínum vegum og ég kaus sjálfur að koma þar hvergi nærri. En ég var alveg á móti þessum löngu ástalífssen- um. Því í mínum verkum hefur aidrei verið lögð nein áherzla á þetta, það hefur bara verið eðli- legur hlutur eins og að draga and- ann, og það er ekki hægt að sleppa því. Það yrði meira að segja brota- löm í verkinu, ef maður sleppti því. Ef maður fer að sneiða hjá þvi sérstaklega. En að dvelja við það er ekki að mínu skapi. Og mér þótti myndin stórlega skemmd á að dvelja við það. Það á við að vissu marki, en ástæðulaust að velta sér upp úr því. — í þeirri kvikmynd er hið eina bundið mál, sem ég hef heyrt eða séð eftir þig._______________ — Já, og það gerði ég eftir pöntun. En þá var heldur enginn af mínum skyldmennum við, til að reka augun í einhverja jambusa. En bundið mál, segirðu, ég á möppu með Ijóðum, sem ég hef gert svona inn á milli, en bara fyrir mig, og þetta eru ósköp spinkel Ijóð. — En hvað kemur frá þér í fram- tíðinni? — Einhvern tíma kemur eitt smá- sagnasafn enn, reikna ég með, þótt ég sé nú að mestu hættur við þær stilæfingar. Það á að heita Sögur af Mýrarhúsa-Jóni, og það eru svona afgangar. En það garfar ekki þann- ig í mér, að ég geti ekki byrjað á öðru, og þegar ég tek til við tíma- bilið hérna megin við skilin, byrja ég á upphafinu, líklega '40—'45. Og það verða hernámsárin á Akur- eyri. Þar var ég til 16 ára aldurs. Þessi ár voru fyrsti þefurinn, það 84 VIKAN-JÓLAHLAÐ slær svona fyrir vitin þefnum af þessum breytingum, sem voru að koma. Eg man til dæmis eftir þess- um firnum af kexi, sem Bretarnir voru með. Maður hafði aldrei séð annað eins kex á ævinni. Það var eins og þeir ætluðu að vinna stríð- ið með kexi. Og ávöxtum. Ha? Og súkkulaði, Nestle. Ha? Og svo voru búðir í Hafnarstrætinu, sem hétu NAAFI, og þar glóði á alls konar góðgæti, sem maður hafði aldrei séð áður. Ég get alltaf vel skilið, þegar Islendingar fara utan og vaða í næstu verzlun og spyrja, hvort hér sé til Mackintosh. Og þegar þeir eru búnir að vera klukkutíma í miðri Glasgow, þar sem Flugfélag íslands er, verður að fara að taka leigu- bíla til að ná í Mackintosh, af því þá er allt Mackintosh upp urið í búðunum í kring. Því Skotarnir selja Mackintosh í stykkjavís upp úr pundsdósum. En þegar íslendingar koma: Fimm kílódósir eða tvær þriggja kílóa. A hernámsárunum komust íslendingar á sælgætis- bragðið, og síðan hafa þeir étið Mackintosh sér til óbóta. íslending- ar hafa yfirleitt gert allt sér til óbóta síðan á stríðsárunum. Og ég ætla að fara að reyna að skrifa einhverjar svona óbótabókmenntir. — Ekki lærðu þeir þó að gera sér hvaðeina til óbóta. Þeir lærðu það af Bretunum, að vinna hægt og illa. — Já, blessaðu flýttu þér ekki svona, sögðu þeir við mann, héldu, að maður væri að vinna sig í álit. Ég var lengi í Bretavinnunni. í Bretavinnunni fékk ég fyrsta for- smekkinn af því, hvað það er skemmtilegt að vera skáld, og hvers konar álits þau njóta. — Ég vann einu sinni með ung- um rithöfundi, sem nú er kominn á vel miðjan aldur. Sjálfur var ég 15 ára, hafði aldrei séð rithöfund áður og var ógurlega inpóneraður. Við vorum þarna uppi í 8. röð í kexkassastæðu. Það var steikjandi hiti, og rétt fyrir hádegið drógum við upp til okkar tvær 7% ale- flöskur og supum úr þeim á fast- andi maga. Ég varð strax keng- fullur þarna uppi í stæðunni, hélt mér bara í rim og lét ekki á mér kræla. En rithöfundurinn vinur minn, sem hafði skrifað tvær bæk- ur og var þekktur maður, hann varð alveg óður að hlaða kössum, aldrei harðari en eftir að hafa drukkið þennan pott af ale 7%. Nema það, að hann dúndrar niður úr stæðunni, á hausinn ofan í harðan grjótmel- inn, og liggur þar alveg eins og klessa. Og þá sögðu strákarnir niðri, án þess að hreyfa sig honum til hjálpar: Sjáið þið helvítis rit- höfundinn! — Þú gerir ekki annað á meðan þú gerir hernámsárunum skil. — Jæja, ég verð þó alltaf að vinna fyrir mér, og ég er ákaflega feginn því, að hér skuli ekki vera uppi krafa um það, að menn, sem skrifa bækur, séu örkumlamenn. Ég vil, að þeir séu bara látnir í friði, og ekkert verið að bixa við þá. OG SVÍNAKJÖTIÐ FÁIÐ ÞÉR AUÐVITAÐ í MATARBÚÐUM SS: SVÍNAKJÖT í HEILUM OG HÁLFUM SKROKKUM HEIL SVÍNSLÆRI — HEILIR IIRYGGIR OG BÓGAR EINNIG NIÐURBRYTJAÐ OG ÍITBEINAÐ SVÍNAKJÖT í ALLS KONAR STEIKUR OG SVÍNAKJÖTSRÉTTI HJÁ SS - ÞAR ER ÚRVALIÐ MEST! MATARBÚÐIR SLÁTU R FÉLAGS SUÐURLANDS „PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR HÁTÍÐARNAR" 4 ----- PÉR SPARID MEDÁSKRIFT Þ£R GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVI AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIKAN F.R IIF.IMILISBLAD OG í ÞVÍ EKU GREINA K OG F.FNI FYKIR ALLA Á IIEIMILINU, — UNGA OG GAMI.A, SI'F.NNANIU 8ÖGUR OG FKÁSAGNIK, FKÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FL. Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift 4 TOLUBLOD Kr. 170.00. Hvert blað 6 kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blað 6 kr. 36.58. 6 MÁNUDIR • 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað 6 kr. 34.62. Gjalddagar fyrlr 13 tölubl. oq 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvembor. Skrifið, hringið eða komið. PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAVlK SÍMAR: 36720 - 35320 i K I J V
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.