Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 93

Vikan - 05.12.1968, Side 93
Reykjalundur,_________sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík: Bræðraborgarstíg 9, símí 22150 am fyrir börn á öllum aldri am \ alltaf eitthvað 1 nýtt og spennandi sm sameinar fullorðna og börn i leik grundaði stökuna. Þykist hann vita að þau ein viðskipti muni orðið hafa þeirra Lágólfs að Skeljungur muni sér ei einhlítur; heitir því á húskarla að vitja hans. Þeir fóru og fundu hann ei fyrir myrkri; var svo kyrrt um nóttina. Að morgni snemma fór bóndi sjálfur með menn sína að leita Skeljungs; fundu þeir hvar þeir Lágálfur höfðu að gengizt;var grjótið upp leyst, en Skeljung sáu þeir ekki var þá leitað víðar og fannst hann ei og þótti kynlegt. Litlu síðar urðu menn þess varir að Skeljungur lá ekki kyrr og mundi hann aftur geng- inn og hafast við í fjallinu fram frá r A ^ólalirtJJislvcicJ Magnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Símí 22804 Silfrastöðum. Varð að því mörgum mein er um dalinn fóru. Drap Skelj- ungur fyrir þeim hross og hunda og villti um menn. Þó varð Þor- grími bónda mest tjón að. Var sauðamaður hans drepinn á næstu jólum; fór svo inn næsta vetur á sömu leið. Varð nú bónda illt til sauðamanna er meinvættur slíkur lá í landi. Beið hann af slíku mikinn ófagnað, en varð ei að gjört. Liðu svo fram þau missiri til inna þriðju jóla. Nú víkur sögunni til Grænlands er Grímur Islendingur hefur setið þar í fagnaði hjá þeim feðgum öll þessi missiri. Hafði hann margt numið af bónda og var hann nú af- burðamaður orðinn að hreysti og íþróttum. Það var um vorið ið síð- asta er Grímur var á Grænlandi, þá var sumardagsmorguninn fyrsta, að bóndi kom að máli við Grím Is- lending: „Nú hefur margt fyrir mig borið á nóttu þessari og hugast mér svo að faðir þinn muni þurfa þinnar liðveizlu; er nú smalamaður hans orðinn meinvættur og leggst á góss hans og menn og mun þér einum auðið verða að fyrirkoma honum. Nú skaltu búa þig til ls- landsferðar í sumar. Mun ég fá þér knör lítinn og skal Grímur sonur minn með þér fara og Ingibjörg dóttir mín. Sé ég að forlög ykkar liggja saman og muntu þá gifta Ingi- björgu systur þína Grími syni mín- um. Skal hann flytja hana hingað að sinni, en þó munu þau síðar auka kyn sitt á íslandi, en þú munt ei staðfestast á íslandi, heldur munu forlög þín liggja þaðan, en ætíð þykja þar mestur maður, er þú kemur. Nú mun ég búa ferð yðra sem föng eru á." Grímur þakkaði bónda tillögur sínar og kvaðst hans forsjá hlýða vilja. Nú líður fram á sumarið og leysti ekki frera fyrr en í þrímánuði. Nú búa þeir nafnar skip sitt og fékk bóndi þeim öll fararefni in beztu. Gaf hann Grími Islendingi kjörgripi marga og þar með spjótið tröllkonu- naut er þeir tóku úr hellinum. Kvað hann það mundi flestar áreynslur þola. Síðan kvaddi bóndi börn sín og mágsefni og árnaði þeim heilla. Létu þeir fóstbræður í Grænlands- haf móti vetri og höfðu útivist harða vegna óveðráttar og hafísa. Loks- ins tóku þeir land í Blönduósi tveimur dögum fyrir jól. Grímur Is- lendingur kvaðst vilja ríða sem hvatlegast norður tt I Silfrastaða. „Segir mér svo hugur að ei muni of snemma. En þið skuluð bíða hér við skip þar til ég kem aftur." Síð- an leigði hann sér tvo reiðskjóta er beztir voru. Það var aðfangadag jóla. Grímur hafði öll herklæði góð og skrautbúin. Hann hafði spjótið VIKAN-JOLABLAT) 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.