Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Page 76

Menntamál - 01.12.1937, Page 76
234 MENNTAMÁI. Alþjóðabandalag kennara lætur sór eigi til hugar koma, að hafa áfskipti af innanríkismálum eða stjórnmáladeilum í Pól- landi, en það krefst þess ákveðið, að viðurkennt sé sjálfstæði kennarasambandanna hvar sem er, án þess væri tilvera Alþjóða- Bandalagsins jafnvel ekki réttlætanleg. (Monthly Information Pa- per No. 66/(i7). Rússland. Á árinu 1936 voru byggðir 1070 nýir skólar (727 fleiri en 1935) í 325 bæjum Sovétríkjanna. Rúma skólar þessir 636.840 nemendur. Fjöldi annarra skóla er í smíðum. Eiga þeir að vera tilbúnir fyrir skólaárið 1937—38. Á síðasta fjórðungi árs- ins 1936 var byrjað á byggingum 117 skóla og fyrstu daga árs- ins 1937 bættust 30 við. 61 skóli er í smíðum í Moskva, 18 í Len- ingrad, 18 í Sverdlovsk, 5 i Astrakhan, 4 í Orenburg, 3 í Novo- rossisk o. s. frv. Æðri skólarnir í Gorki-héraði, 146 að tölu, hafa allir fengið vélar til kvikmyndasýninga. (Heimild: I.F.T.A. Monthly Informa- tion Paper No. 66/67, tilvitnað í Bulletin des Gomités Centraux des Syndicats de l’Enseignement de L.U.R.S.S. 1/1937). England. Á ársþingi íhaldsflokksins brezka, sem lialdið var í Scarborough snemma í októher, kom frá tveimur konum fram skörp ádeila á kennara, þar sem þeir voru sakaðir um að sá frækorni kommúnisma og sósíalisma i skólum rikisins. Ádeilunni var svarað einarðlega þegar á þinginu og sýnt fram á, að hún hefði við engin rck að styðjast. Ádeila þessi hefir vakið gremju meðal enskra kennara. „Sannleikurinn er sá,“ segir um þetta efni í „The Schoolmaster“, „að í skólanum eru hvorki „íhaldsmenn“, „kommúnistar", „frjálslyndir" né „verklýðssinnar". í skólunum hafa kennararnir enga pólitíska afstöðu. Það er aðeins sem borg- arar, sem þeir eru þátttakendur i póíitizkum flokkum, og sem borgarar hafa þeir rétt til að teljast lil hvaða stjórnmálaflokks sem þeim sýnist.“ (Heimild: The Schoolmaster 14. okt. 1937). Spánn. Lýðveldisstjórnin á Spáni hefir, þrátt fyrir erfiðleika styrjaldarinnar, komið á ýmsum mikilsVerðum umbótum í upp- eldismálum á skólaárinu 1936—37. Meira en 4 inilljónir peseta hafa farið til verndar barna á ófriðarsvæðinu. Ný námskrá hefir verið samin fyrir barnaskólana og samþykkt af kennslu- málaráðuneytinu. Keniur hún í stað þeirrar, sem verið hefir óbreytt í gildi síðan 1911. Skortur á skólahúsum er mjög tilfinn- anlegur á Spáni. Ilefir stjórnin því ákveðið, að byggt skuli hús- næði fyrir 3000—3500 bekki á ári næstu 5—6 ár. Á fjárlögunum fyrir 1937 eru áællaðar 40 milljónir peseta til nýrra kennara-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.