Menntamál - 01.12.1939, Page 7

Menntamál - 01.12.1939, Page 7
menntamál 133 leysi. En hver áhrif skólastarfið hefir á börnin fer aftur fyrst og fremst eftir því, að hve miklu leyti verkefnin eru sniðin við hæfi þeirra eftir aldri og þroska, umhverfi og menningarástæðum. Hér er komið að kjarna málsins, úrlausnarefninu, sem bíður íslenzkra kennara og uppeldisfræðinga, og sem einnig mætti orða þannig: Hvernig má takast að búa námsefni í hendur íslenzkum börnum tuttugustu aldarinnar á ýms- um aldri og þroskastigum í sveit og við sjó, þannig, að blundandi eðlisorka þeirra leysist úr læðingi í áskapaðri tímaröð til vaxandi þroska og farsældar fyrir einstaklinga og þjóð? Þetta úrlausnarefni er miklu margþættara og torveld- ara viðfangs en í fljótu bragði kann að virðast og því aðeins verður það leyst á viðunandi hátt að tekið sé á því með mikilli alvöru, atorku og fórnfýsi. Það krefst í fyrsta lagi af hverjum kennara mikillar almennrar þekkingar í barnasálarfræði ásamt sívakandi athygli og skilningi á sérkennum hvers einstaks nemanda. Það gerir einnig kröf- ur til aukinnar kennslufTæðilegrar tækni og þekkingar, og síðast en ekki sízt útheimtist sú kvöð að taka menningar- arf lands og þjóðar í þjónustu skólanna á annan og frjórri hátt en algepgast hefir verið til þessa. Náttúra íslands, íslenzk tunga, saga og bókmenntir munu þá verða í skól- unum líkt og Sólskin og regn á akri og túni, aflið, sem nærir og vermir hið gróandi líf æskunnar. En hvernig verður svo starfi skólanna háttað í einstök- um atriðum eftir nokkra áratugi, þegar margvíslegar um- bætur verða komnar á og ýmislegt af því, sem nú eru taldar sjálfsagðar venjur, verður afnumið og heyrir for- tíðinni til? Sennilegt er að breytingar á innra starfi skól- anna geti orðið mjög gagngerðar á næstu áratugum. Mun þvi varlegast að vera sparsamur á spáaóma langt fram i tímann, enda skal þess ekki freistað. En á hitt verður að hætta að drepa á nokkur atriði þessu máli viðkomandi,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.