Menntamál - 01.12.1939, Side 59

Menntamál - 01.12.1939, Side 59
MENNTAMÁL 185 Jónas Helgason, dómkirkjuorganisti Jónas Helgason er fæddur í Reykjavík 28. febrúar 1839, og átti því 100 ára fæðingarafmæli á þessu ári. Hann var járnsmiður, en tók að gefa sig við hljóðfæra- leik og söngfræði undir eins og tækifæri gafst. Stofnaði söngfé- lagið „Harpa“ 1862. Sigldi árið 1875 til Kaupmannahafnar til tónlistarnáms. Hann hætti við járnsmíðina 1881 og starfaði eftir það eingöngu í þágu sönglistar- innar. Við andlát Péturs Guðjohn- sen 1877 varð J. H. eftirmaður hans við dómkirkjuna. Prá 1881 hafði hann 1000 kr. ársstyrk frá Alþingi til að veita organleikara- efnum ókeypis kennslu. Hann var einnig kennari í söng við kvenna- skólann og við barnaskólana í Reykjavík og í Mýrarhúsum. — Kennslustörf Jónasar hafa haft víð- tæk áhrif, en enn meiri þátt hafa þó söngbækur hans átt í því að glæða sönglíf þjóðarinnar. Jónas gaf út hvert söngritið á fætur öðru t. d. Söngva og kvæði I.—IV. hefti, Söngkennslubók fyrir byrjendur I.—X. hefti o. m. fl.. Hann samdi og nokkur lög. Kunnust eru: „Við hafið ég sat“, „Sólu særinn skýlir" og „Þar fossinn í gljúfranna fellur þröng“. Lög þessi eru falleg og látlaus og reynslan hefir sýnt, að í þeim er sá lífskraftur, sem lengi mun duga. Áhrif Jónasar á íslenzkt sönglíf hafa verið mikil og heillavænleg, og þeir, sem nú lifa hafa byggt á þeim grundvelli, er hann og aðrir braut- ryðjendur nýrri tónlistar hafa lagt. (Útdráttur úr greinum Baldurs Andréssonar og Páls Halldórssonar með leyfi þeirra).

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.