Menntamál - 01.03.1955, Side 19

Menntamál - 01.03.1955, Side 19
MENNTAMAL 11 Grímur Grímsson látinn. Grímur Grímsson, skóla- stjóri, andaðist að heimili sínu í Ólafsfirði 21. nóv. síðast liðinn. Hann var fæddur 15. jan. 1882 að Stóraholti í Fljótum í Skagafirði. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum að Möðruvöllum í Héðinsfirði og ólst þar upp til alda- móta. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla og lauk prófi þaðan 1904. Kennaraprófi lauk hann úr Flensborgarskóla 1906 „ , „ , og stundaði nám við lýð- háskólann í Voss í Noregi 1914. Hann kvæntist Bjarnveigu Helgadóttur árið 1907. Grímur Grímsson var skólastjóri við barnaskólann í Ólafsfirði 1907 til 1935, eða 28 ár samfleytt. Hann var kennari með ágætum, glaður í lund, hlýr í viðmóti, vin- fastur, gáfaður og minnugur svo af bar. Hans mun lengi verða minnzt af þeim, sem honum kynntust. Hér fer á eftir ávarp Sigursteins Magnússonar skóla- stjóra við afhjúpun brjóstlíkans af Grími Grímssyni á sextugs afmæli barnaskólans á Ólafsfirði 8. jan. 1955.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.