Menntamál - 01.03.1955, Page 20

Menntamál - 01.03.1955, Page 20
12 MENNTAMÁL Heiðruðu samkomugestir! Þessa virðulegu og ágætu gjöf til barna- og miðskóla Ólafsfjarðar leyfi ég mér að þakka Birni Stefánssyni og öllum þeim öðrum, sem hér hafa átt hlut að máli. Ég vil einnig leyfa mér að þakka fyrir hönd fyrirrenn- ara míns, Gríms Grímssonar, þá virðingu, sem þið sýnduð honum og sýnið honum nú látnum með þessum minnis- varða, sem þið reisið honum hér. Það eitt skyggir á gleði mína og vafalaust ykkar fleiri, að okkur skyldi ekki auðnast að framkvæma þessa at- höfn, meðan hann var enn á meðal okkar og gat hryggzt og glaðzt eins og við. Hitt er þá til bóta, að honum var kunnugt um, að þetta brjóstlíkan var gert með það fyrir augum að setja það upp innan veggja þessa húss. Það virðist vera eitt af lögmálum þessa lífs, að fáir eða engir hljóta fulla viðurkenningu verka sinna, fyrr en þeir eru horfnir fyrir fullt og allt af sjónarsviði okkar. — Það mun einnig verða hlutskipti Gríms Grímssonar. Þegar maðurinn er genginn, lifir eftir minningin ein, og í henni sjáum við e. t. v. bezt persónuleikann sjálfan. „Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur.“ Svo segir í Hávamálum, og þau sannindi munu ávallt lifa. Brjóstlíkan þetta mun um ókomin ár bera vitni um góðan orðstír Gríms Grímssonar. Það mun vekja hjá okkur, samtímamönnum hans, þægilegar minningar frá samverustundunum við hann, þennan hjartahlýja mann,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.