Menntamál - 01.03.1955, Side 23

Menntamál - 01.03.1955, Side 23
MENNTAMÁL 15 INNTÖK USKIL YRÐI. Hert hefur verið á inntökuskilyrðunum. Ekki hefur þó verið talið fært að krefjast stúdentsprófs af öllum. Minnir greinarhöfundur á samþykkt frá þingi alþjóðasam- bands kennara (WCOTP) í Oslo í sumar, þar sem talið var, að „upptökuskilyrði við háskóla og kennaraskóla skyldu vera þau sömu eftir því sem tök væru á“. Danir láta sér þó nægja gagnfræðapróf með hárri einkunn eða inntökupróf við kennaraskólana. Lágmarksaldur við inn- göngu í kennaraskóla hefur verið hækkaður um eitt ár. Er hann nú 18 ár, nema stúdentar skulu vera 19 ára. Kennaraskólarnir hafa undirbúningsdeildir, og hafa þær starfað eitt kennsluár, en nú er gert ráð fyrir, að þær verði í lengsta lagi 15 mánuðir. Tæpur þriðjungur þeirra, er sóttu um inntöku í kennaraskólana á síðasta ári, hafði engin tilskilin próf. Athyglisvert er, að inntöku- skilyrði hefjast ekki með upptalningu á því, sem kennara- efni á að kunna, heldur er bent á, að inntaka skuli fara eftir áliti kennaraskólans á nemandanum og þroska hans og hæfni til kennarastarfa, og skal matið grundað með hæfnisprófi eða öðrum hætti. Þó er skylt að minnast þess, að enn hafa ekki fundizt neinar óbrigðular aðferðir til að meta hæfni kennaraefnis (sbr. Menntamál 1954, bls. 12). Nú má vænta, að mat skólans sé ekki óbrigðult, og er því lagt til, að hæfni nemanda sé endurskoðuð, áður en þeir eru fluttir upp í þriðja bekk. Á þessum skólatíma verður því að reyna á hæfni þeirra til að kenna eða fást við börn með öðrum hætti. NÁMSEFNI. Áherzla er lögð á, að kennaraskólarnir séu uppeldis- fræðilegir háskólar, með því að gera hagnýtt skólastarf (kennsluæfingar, skipulagningu og stjórn o. s. frv.), upp-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.