Menntamál - 01.03.1955, Page 25

Menntamál - 01.03.1955, Page 25
MENNTAMAL 17 skírteini kennara verða íramvegis í þremur hlutum. í fyrsta lagi kemur þar fram munnlegur dómur um þekk- ingu og kennarahæfileika, í öðru lagi árseinkunnir í ákveðnum námsgreinum (standpunktskarakter) og í þriðja lagi prófseinkunnir. Próf verða engin í hagnýtu skólastarfi, uppeldisfræði, dönskum bókmenntum, sögu og kristinfræðum. I þess stað kemur álitsgerð um þekkingu og kennarahæfileika nem- anda, þar sem sérstaklega er greint frá þátttöku hans í kennsluæfingum og starfi hans í hverri þeirra greina, er hér voru taldar. Ekki eru heldur þreytt próf í handíðum, teikningu, íþróttum, músik, skrift, handavinnu kvenna og matreiðslu. í þessum greinum eru gefnar árseinkunnir. Próf eru í dönsku ,reikningi, náttúrufræði, landafræði, eðlisfræði, erlendum málum og stærðfræði. Prófin eru felld niður til þess m. a. að gera starfið í kennaraskólunum frjálsara. Hins vegar verður eitthvað að koma í mót, og svo hefur verið í þeim löndum, þar sem slík próf hafa verið felld niður. í Svíþjóð eru tíð próf á skólatímanum, í Ameríku fá handhafar veitingavaldins (de ansættende Myndigheder) trúnaðarskýrslur um kenn- araefni. 1 Danmörku skal ábyrgð kennaraskólanna viður- kennd með því að bægja óhæfum nemendum frá kennara- námi í tæka tíð. Með lögum þessum mun aukin ábyrgð og aukinn vandi lagður á herðar kennara sem nemanda við kennaraskól- ana í Danmörku, og Morville skólastjóri bendir á það, sem margir aðrir merkir skólamenn gera nú með sterkum orðum, að kennarar verði að gæta sín vandlega að týna ekki mennsku sinni fyrir einfaldri dýrkun á kennslutækj- um og aðferðum. „Ef menn eru ekki á verði, er hætta á því, að aldir verði upp í kennarastétt óþjálir reglupostul- ar, er brátt munu stirðna í ófrjóum venjum, þar eð þá brestur frjóvgandi anda.“ Br. J. 2

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.