Menntamál - 01.03.1955, Qupperneq 28

Menntamál - 01.03.1955, Qupperneq 28
20 MENNTAMAL leiða margt í ljós, sem til leiðbeiningar mætti verða skóla- mönnum og vekja athygli á agnúum og vandkvæðum, sem þörf væri að skoða nánar. Fylgnireikningur eða athugun á samsvörun milli nem- endahópa, skóla, aldursflokka og námsárangurs í ein- stökum námsgreinum myndi vafalaust koma hér að góðu gagni, enda viðurkennt, að sú reikningsaðferð hefur mest notagildi, er gerðar eru byrjunarathuganir, þótt nánari orsaka verði oft að leita með öðrum hætti. Það leiðir af sjálfu sér, að ekki yrði hjá því komizt að gefa gaum einkunnunum sjálfum, hversu áreiðanlegur grundvöllur þær eru til að byggja á slíka útreikninga. Kemur þar einkum til greina samræmi í einkunnagjöf milli skóla og einnig að prófverkefni þyngist hæfilega frá ári til árs í hlutfalli við aukinn meðalþroska barna. En Því aðeins verða útreikningar þeir, sem hér eru hafðir í huga, einhvers virði og ályktanir af þeim leyfilegar eða gagnlegar, að ósamkvæmni í einkunnagjöf sé ekki óhóf- lega mikil. Tvö atriði koma einkum til greina varðandi áreiðanlek einkunna: Annars vegar þyngd prófverkefna og samsetning þeirra, hins vegar mat kennara og próf- dómara á úrlausnum. Hvort tveggja gefur ærið svigrúm til ósamkvæmni og ónákvæmni. Hinu verður mjög að gjalda varhug við, eða sú er skoðun mín, að fella alla einkunnagjöf í ópersónulegar og einhæfar skorður. Með engu móti má gera að engu persónulegt mat og dómgreind kennara og prófdómara. En því aðeins er persónulegt mat mikils virði, að það sé stutt hæfilegri hlutlægni, og skyldi þess þó gætt í því máli, sem hér um ræðir, að nemandinn sjálfur sé ekki færður sem fórn á altari hennar. Hér er án efa merkilegt viðfangsefni í íslenzkum skólamálum, sem enn þá er óleyst að nokkru leyti. Önnur gögn, sem nú berast frá skólunum, eru skýrslur skólalækna. í þeim er að finna nokkrar mælingar á líkams- þroska skólabarna ásamt ýmsu um heilsufar þeirra o. fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.