Menntamál - 01.03.1955, Side 29

Menntamál - 01.03.1955, Side 29
MENNTAMÁL 21 Er hér vafalaust um merka félagsfræðilega og mann- fræðilega heimild að ræða. Talið er, að bæði hér og í ýmsum öðrum löndum, þar sem lífsháttum og menningu er svipað farið, taki börn og unglingar vorra tíma örar út líkamsþroska að meðallagi en fyrri kynslóðir og nái sennilega einnig fyrr fullum þroska. Orsakir þessa eru ýmsar og sumar óljósar. Sé hér um staðreynd að ræða, mun hún óhjákvæmilega valda margvíslegri röskun í lífi einstaklinga og þjóðfélagsins yfirleitt, bæði fjárhagslega og félagslega. Þykjast sumir sjá þess merki nú þegar, en hins er að gæta, að ýmsar aðrar orsakir félagslegs eðlis verka í sömu átt og óvíst, hversu mikill þeirra hlutur er. Hér er um að ræða atriði, sem er þess virði, að því sé gaumur gefinn í tíma. Þá virðist mér einnig, að samanburður á námsárangri annars vegar og líkamsþroska og heilsufari hins vegar gæti veitt gagnlegar upplýsingar. Þá mætti vænta þess, að úrvinnsla á þessum grundvelli kæmi að nokkru haldi í hinni stöðugu leit að meðalvegi, er bezt samrými þau mikilvægu sjónarmið skólastarfsins, sem jafnan verður að hafa í huga, sem sé hvernig fyllsta árangri verður náð og tilkostnaði þó stillt sem mest í hóf. Sem betur fer er það ekki ávallt svo, að það, sem dýrast er og mestu til kostað, gefi bezta raun. Hér hefur verið bent á nokkur atriði, sem vitneskju mætti afla um með staðtölulegri úrvinnslu gagna úr skólum. Líklegt má telja, að önnur atriði og sjónarmið myndu koma til sögunnar, er farið væri að vinna slíkt verk, en sumt, sem hér er talið, ef til vill þykja minna máli skipta. Reynslan yrði þar öruggastur leiðarvísir sem endranær. Eðlilegast virðist mér, ef verk þetta yrði hafið á næst- unni, að fræðslumálaskrifstofan, skrifstofa fræðslufull- trúa í Reykjavík og Hagstofa íslands taki höndum sam- an um framkvæmdir. Þessum aðilum er málið skyldast

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.